Vikan


Vikan - 21.05.1970, Blaðsíða 9

Vikan - 21.05.1970, Blaðsíða 9
m FAK HfU ÞELDOKK SYSTKIN Hjón nokkur í Bistrup í Danmörk uppfylltu nokkuð einkennilega ósk einkadóttur þeirra. Hjónin ættleiddu níu þeldökk börn frá þýzkum barnaheimilum... í Bistrup, sem er við út- jaðar Kauþmannahafnar búa hjón með tíu börn, og er það sannarlega nokkuð mislitur hópur. En þeir sem fara fram lijá og nágrannarnir, lieyra oft glaðlegan lilátur, enda er þetta mjög ham- ingjusöm fjölskylda, niu barnanna eru þeldökk, en eitt ljósliært og bláeygt. Hjónin Ulla og Arne Fro- kart-Jensen áttu eina dóttur, óskabarn þeirra hjóna. Hún heitir Pia og liana langaði til að eignast systkin, svo liún fór að suða i foreldrum sín- um um það að æltleiða ein- livern munaðarleysingja, og foreldrarnir tóku þetta til rækilegrar íhugunar. Okkur langaði lil að taka börn, gera þau ham- ingjusöm á heimili okkar. Okkur var líka ljóst að mun- aðarleysingjar á barnaheim- ilum áttu oft erfitt uppdrátt- ar, segir Ulla Frokart-Jen- sen. — Og sérstaklega voru það þeldökku börnin, sem áltu við mikla örðugleika að stríða. Það varð því úr að okkur datt i hug að leita til þýzkra barnalieimila, og Inga var fyrsta barnið, sem við tókum á barnaheimili í W.úrzburg. Inga var þá aðeins 7 ára, og þegar við komum heim með hana, dauðþreytta eftir ferðalagið, vorum við í vand- ræðum með að fá hana til að fara úr fötunum, hún vildi ekki láta okkur sjá hörunds- lit sinn. Okkur var þá ljóst hvað þessi börn verða að ganga í gegnum. Við sýnd- um henni fram á að liún ætti að vera hreykin af hörunds- lit sínum. Síðan hafa hjónin tekið átta hörn i viðbót, og þetta hefur gengið alll að óskum. Ég gæti ekki hugsað mér að fara héðan, segir Inge og hin börnin, sem skilja liana, kinka glaðlega kolli. Arne Frokart-Jensen er kaupmaður og liann hefur nógar tekjur til að sjá fyrir tólf manna fjölskyldu. — Þetta dugar, segir móð- irin Ulla hlæjandi. — Til livers þarf maður að safna peningum? Við eigum þetta litla liús og sumarbústað við ströndina í Svíþjóð, þar sem við dveljum á sumrin. Börn- in eru Guðs gjöf, við erum ánægð. ☆ Tvö barnanna fá þarna ósk sína uppfyllta, að sitja á hestbaki. Þarna er öll fjölskyldan samankomin í garðinum. Faðirinn Arne lítur hreykinn yfir hópinn sinn. Þarna er Pia ineð þrjú af systkinum sínum, að virða íyrir sér einn af lífvörðum konungsins í Kaupmannahöfn. Áhyggjulaus og glöð leika börnin sér í rúmgóðum garðinum, þar sem Pia (í stólnum) lítur eftir þeim. • ■ VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.