Vikan


Vikan - 21.05.1970, Blaðsíða 3

Vikan - 21.05.1970, Blaðsíða 3
21. tölublaS - 21. maí 1970 - 32. árgangur VIKAN í vor fóru flugfreyjur Flugfélags íslands í nýja og hárauða búninga, sem eiga að vera meir í takt við ríkjandi tízku en gömlu búningarnir. I tilefni af þessu hefur VIKAN tekið saman grein í myndum og texta um búninga flugfreyjanna hjá Flugfélagi Islands allt frá fyrstu tíð. í ÞESSARI VIKU Nýja framhaldssagan, sem hefst í þessu blaði, nefnist „Ævintýri á Spáni". Hún fjallar um sumarleyfi tveggja ungra stúlkna á sólbökuðum ströndum Spánar. Sagan er skemmtileg og spennandi lesning, ekki sízt á þessum tíma árs, þegar hugurinn snýst um sólskin og sumarleyfi framar öllu öðru. „Það þarf að tryggja gistingu á einum bæ í öllum venjulegum sveitahreppum landsins fyrir þá, sem vilja ferðast ódýrt, hvort sem þeir eru á bíl, ríðandi eða gangandi." Þetta er ein af mörgum tillögum í athyglisverðri grein, sem Björn Stefánsson skrifar í þessari viku. Hann stingur einnig upp á, að skipulagðar verði gönguleiðir og reiðleiðir um sveitir landsins. Hilmar Jónsson, bókavörður í Keflavík, hefur sent Vikunni sögukorn, sem nefnist „Þegar Kisi kom aftur". Sagan er byggð á sönnum atburði og er skemmtileg lýsing á litlu atviki úr daglega lífinu. Hilmar er kunnur fyrir skorinorðar greinar og ritgerðir um bókmenntir og þjóðfélagsmál. Við höldum enn áfram að segja frá ævintýralegu lífi rithöfundarins fræga, Jack London. Síðast var greint frá hinni ótrúlegu hrakför hans á óhappaskipinu „Snarken". í næstu grein er Jack aftur kominn heim og hagur hans réttis ögn, en aðeins um stundarsakir. í NÆSTU VIKU „Dansinn er mér allt", segir Henný Hermanns, sem kjörin var alþjóðieg fegurðardrottning á heimssýningunni í Japan, eins og kunnugt er. Við birtum í næsta blaði viðtal við Henný og mikinn fjölda mynda af henni. Að auki er á forsíðunni falleg litmynd af Henný Hermanns í Reykjavík, tekin í blíðviðri þessa tíðindasama vors. FORSIÐAN Stúlkurnar á forsíðunni, þær Margrét Sigurgeirsdóttir, Margrét Páls- dóttir, Valgerður Tómasdóttir og Jóhanna Hauksdóttir, eru ánægðar með lífið og tilver- una — í spánnýjum og hárrauðum flugfreyjubúningi. Sjá grein og myndir á bls. 26—27. (Ljósm. Sigurgeir Sigurjónsson). f FULLRl ALVÖRU BERGMÁL FORTÍÐARINNAR Þrisvar sinnum á þessum áratug höfum við verið minntir á, að við búum í landi hrikalegrar náttúru, sem ekki er einasta fögur og stórbrotin, heldur óblíð og hættuleg. Það þótti heldur betur tíðindum sæta, þegar Askja gaus 1961. Og enn frekar var ástæða til að undrast, þegar gjósa tók úti í hafi 1963 og fyrr en varði hafði nýtt land fæðzt, sem ekki sökk aftur í sæ, eins og búizt var við, heldur hélt áfram að vaxa og þróast. Surtsey er nú orðin sjö ára gömul og er tvímæla- laust mesta náttúruundur, sem gerzt hefur hér á landi í mannaminnum. Það hefur verið hljótt um eyna í nokkurn tima, en einmitt í þessu hefti Vikunnar er sagt frá fyrsta leiðangri út í eyna í vor. Ljósmyndari blaðsins slóst í för með nokkr- um félögum úr Surtseyjarfélaginu, og einn þeirra segir ferðasöguna og rifjar um leið upp kynni sín af Surtsey. Og nú síðast er Hekla enn farin að gjósa. Það var í sjálfu sér ekki undarlegt, þótt fólk flykktist austur til að sjá með eigin augum ham- farirnar í þessu fræga eldfjalli. En undarlega gáleysisleg var sú ánægja, sem margir létu í Ijós yfir nýju gosi í Heklu. Eldgos er að sjálfsögðu stórfenglegur viðburður, en því fylgir jafnan mikil hætta, sem ekki má gleymast í hamagangi forvitninnar og óþreyju augnabliksins. Það var sannkallað lán, að Búrfellsvirkjun skyldi bjargast að mestu óskemmd, en ekki mátti miklu muna, að illa færi. Þótt flesta fýsti að komast á staðinn og eignast í hugskoti sínu minningu um mikilsháttar atburð, mátti þó heyra eina og eina rödd, sem var eins og bergmál fortíðarinnar, þeirra ólýsanlegu hörm- unga, sem eldgos hafa valdið á landi hér. „Ef maður gæti orðið bændunum að einhverju liði, það væri sök sér. En að þeysast þetta til þess eins að svala eigin forvitni og hégómagirnd, ja, svei." Þetta sagði roskinn maður við undirritaðan á miðvikudagsmorguninn, er hann hélt til sinnar hversdagslegu vinnu, ósnortinn af æsilegum spenningi atburðarins, en minnugur hættunnar, sem honum fylgdi. Heklugosið nýja mætti gjarnan verða til þess, að við gerðum okkur glögga grein fyrir eðli landsins, sem við búum í, og efldum almanna- varnir, svo að einhverjum vörnum verði við kom- ið, ef á þarf að halda, þegar næst gýs. Enginn veit hvar það verður, né hverjar afleiðingarnar kunna að verða. G.Gr. VIKAN Útgefandl: Hllmir hf. Ritstjórl: Gylfl Gröndal. Blaöamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Hall- dóra Halldórsdóttir. Auglýsingastjóri: SigriSur Þor- vaidsdóttir. — Ritstjóm, auglýsingar, afgrelSsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. VerS i lausasölu kr. 50,00. ÁskriftarverB er 475 kr. fyrir 13 tölublöS ársfjórSungslega, 900 kr. fyrir 26 tölublöS misserislega. — ÁskriftargjaldiS greiSist fyrirfram. Gjaldd. em: Nóv., febrúar, mai og ágúst. 21. tbi. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.