Vikan - 21.05.1970, Blaðsíða 29
Og hérna er vinur okkar Bíkharður
Starki (Ringó) en hann hefur undan-
farið dvalizt í Bandaríkjunum, Þar
sem nýlega er lokið töku myndar-
innar „Xhe Magic Christian“. Ringó
var meðal annars fenginn til að koma
fram í hinum fráhæra skemmtiþætti
„Laugh-In“ og þaðan er þessi mynd.
Þegar kvikmyndin var frumsýnd, hélt
Ringó blaðamannafund og þar var
hann spurður um hina Bítlana:
— Ég er ekki hér til að svara spum-
ingum um The Beatles, heldur nm
þessa kvikmynd. — Hitt er annað mál
að ég hef ekkert frétt frá þeim f
langan tíma — utan það að ég og
Maurccn snæddum kvöldverð með
Paul og Lindu áður cn við komum
hingað. Paul hefur það gott og er
hamingjusamur.
EHilert bættRr í Tilvtru
Tilvera Tilveru hefur löngum
verið eilítið þokukennd, en
þangað til fyrir nokkrum dögum
virtist eitthvað vera að rætast
úr hjá þeim félögum, en þá tók
Engilbert Jensen, trommuleik-
ari, söngvari og stofnandi hljóm-
sveitarinnar upp á því að hætta.
— Það var enginn grundvöll-
ur fyrir því sem ég vildi gera og
hafði alltaf ætlað hljómsveitinni,
sagði Engilbert, þegar hann var
spurður um ástæðuna fyrir
ákvörðun sinni. — Þar að auki
er ég búinn að vera svo lengi í
þessu, að ég reikna alveg eins
með að hætta öllu svona standi.
Það var fyrst árið 1964 að Eng-
ilbert birtist í sviðsljósinu, og þá
með HLJÓMUM á tónleikum í
Háskólabíói. Þar söng hann við
fádæma undirtektir lagið „House
of the Rising Sun“, og síðan hef-
ur hann nokkrum sinnum verið
kjörinn bezti popp-söngvari á fs-
landi. Árið eftir (1965) vék hann
svo úr Hljómum fyrir Pétri Öst-
lund, og um það bil tveimur ár-
um síðar kom hann þangað aftur
— úr Óðmönnum, hvar Pét-
ur endaði upp í íslenzka popp-
inu. Engilbert lék með Hljómum
inn á tvær LP-plötur og að
minnsta kosti eina EP, fyrir ut-
an lagið sem hann söng á fyrstu
tveggja laga plötu Hljóma (Bláu
augun þín), ,og hann söng eitt
lag á margumtalaða og lang-
þráða Festival-plötu Tónaútgáf-
unnar. Er Hljómar hættu fyrir
tæpu ári síðan stofnaði Engilbert
hljómsveitina Tilveru ásamt Jó-
hanm Kristinssyni úr Flowers,
Axel Einarssyni úr Sálinni og
Rúnari Gunnarssyni úr sextett
Óla Gauks. Töluverður kæru-
leysisbragur var á hljómsveitinni
framan af, en það hefur breytzt
mjög til batnaðar, og síðast er
ég heyrði í hljómsveitinni, á
Vettvangi unga fólksins í Aust-
urbæjarbíói, var hún góð. Rún-
ar er að visu hættur og hefur
hugsað sér að taka sér nokkra
hvíld, og í stað hans kom Pétur
píanó- og orgelleikari Pétursson
og í stað Engilberts er kominn
enginn smærri „kall“ en Ólafur
Garðarsson, fyrrverandi Óðmað-
ur, sem síðast var með Acropolis.
★
Fyrir tveimur-þremur vikum síðan kom út tveggja laga SG-hljóm-
plata með hljómsveitinni B. G. og söngkonunni Ingibjörgu frá ísa-
firði. Á A-hlið plötunnar er lagið „Þín innsta þrá“ og er það sungið
af Ingibjörgu. Lagið er erlent að uppruna, heldur gamaldags, en
Ingibjörg gerir því hin ágætustu skil, og rödd hennar ber með sér
að hún er líkleg til stærri hluta síðar meir. Röddin er þó held-
ur lítil og það sem mætti kalla „sæt“, en ber með sér vissan þokka.
í laginu er tvísöngskafli, og hef ég grun um að það sé bassaleikar-
inn, Hálfdán Hauksson, sem syngur með henni og er viss sjarmi
yfir þeim hluta lagsins. Hljóðfæraskipan hljómsveitarinnar er nokk-
uð venjuleg, gítar, bassi, trommur, orgel og tenór-saxófónn, og eru
þeir félagar sjálfsagt allir þokkalegir hljóðfæraleikarar, en orgel-
inu hefði mátt beita á mun skemmtilegri hátt.
Hinum megin er lagið „Æskuást" og er þar á ferðinni í hlutverki
söngvara, Hálfdán Hauksson, en lagið er eftir hljómsveitarstjórann,
Baldur Geirmundsson. Hálfdán er alls ekki óáheyrilegur söngvari,
en lagið sjálft er ákaflega dæmigert fyrir þessa svokölluðu „dreif-
býlismúsik“, og textinn finnst mér ekki falla nógu vel að því. Eitt
er það þó við rödd Hálfdáns sem ég á bágt með að sætta mig við
og það er litleysi hennar.
Útsetningarnar eru báðar nokkuð svipaðar og er ekkert við því
að segja, en heldur finnst mér þær minna á aðra hljómsveit sem
hér starfar —- „a la Óli Gaukur“.
Báðir textarnir eru eftir Jóhönnu G. Egilsson, og standa fyrir
sínu, ósköp indælir, en Jóhanna hefur undanfarið gert nokkra frá-
bæra texta — og nægir þar að benda á „Frelsara" Ævintýris. Upp-
taka, sem gerð var í Ríkisútvarpinu—Hljóðvarp, er ágæt en plötu-
umslag er ekki nema rétt þolanlegt.
í heild er þessi plata ágæt og hef ég grun um að „Þín innsta þrá“
eigi eftir að verða vinsælt í óskalagaþáttum útvarpsins, en hljóm-
sveitin sjálf á fádæma vinsældum að fagna á Vestfjörðum.
21. tbi. VIKAN 29