Vikan


Vikan - 21.05.1970, Blaðsíða 13

Vikan - 21.05.1970, Blaðsíða 13
Um sumarmál í Surtsey nefnanefnd svo ég viti, en það væri verðugt verkefni að gefa liinum ýmsu stöðum á Surtsey framtíðarnöfn. Paul Bauer hefur lagt fram virðingarverðar fjárupphæðir til styrktar visindarannsókna í Surtsey. lAf því fé, svo og annars staðar frá, hefur Pálsbær verið byggður, einnig með ómældri vinnu sjálfboðaliða. Pálsbær liefur verið í stöðugri bættu frá því hann var reistur. í stórflóðum og ofsa-veðrum náðu öldur Atlantshafsins að brjóta sér leið upp í Lónið og náði það langleiðina að húsinu. Þegar lnaunrennslið frá Strompi hálffyllti Lónið var talin hætta á að það næði hús- inu og færði i kaf, eða eyðilegði, en það bjargaðist. Á hverjum vetri renna aurskriður og lækir úr Bunka og Bólfelli og ógna Pálsbæ. í fyrravor var sandurinn kominn um eitt fet upp á útidyrnar. Siðan lyftum við liúsinu um svipaða hæð. En stöðugt ógnar sandurinn húsi og munum, sem úti eru geymdir. Við liöfum lokið störfum okkar og gafst nú nokkur tími til þess að fara í smá gönguferð. Við höldum frá húsinu og tökum stefnu á Stromp, en hann myndaðist í smá gosi sem varð 1. janúar 1967 og hálffyllti Lónið, eins og áður er sagt. Nú göngum við þurrum fótum þar sem Lónið var áður; vatn og vindar liafa nú borið sand i það sem eftir var. Það er bratt upp að Strompi, en það hefst. Við gægjumst ofan í giginn, gufustrókurinn tevgir sig hátt til lofts. Þar er ennþá mikill hiti þó að liðin séu þrjú ár frá þvi hann gaus. Við kveðjum Stromp eftir að hafa skoðað hann i krók og kring og höldum áfram upp hlíðina. Það er dálítið erfitt að fóta sig í hallanum, þar sem sandurinn er svo harður að ekki markar spor í ljann. Við höldum á koll- inn á Strompfjalli, sem við köllum því nafni. Þar er tölu- Surtseyjarferðir hafa oft verið slarkkenndar, en þessi heppnaðist í alla staði vel. „Grillið“ kallast þessi lægð í hraun- } inu með sandbotni innan um stein- ana. Að sunnanverðu er svolítill skúti, en út úr honum gýs þessi nota- legi ylur, sé maður í hæfilegri fjar- lægð. Vilji maður grilla kjúkling, pylsu eða annað, þarf maður bara að festa þetta á tein og stinga því síðan lengra inn í hellismunnann. -fP' Neðst til vinstri sést Pálsbær, eina húsið í Surtsey. Það heitir eftir prófessor Paul Bauer.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.