Vikan - 21.05.1970, Blaðsíða 34
BIBLÍAN
RIT HENNAR í MYNDUM OG TEXTA
MYNDABÓK f ALÞJÓÐAÚTGÁFU
BIBLÍAN - RIT HENNAR í MYNDUM OG TEXTA
er falleg myndabók í alþjóðaútgáfu og tilvalin tæki-
færisgjöf. Hér er um að ræða nýstárlega túlkun á
heilagri ritningu, sem fellur ungu fólki vel í geð.
Myndirnar, sem danska listakonan Bierte Dietz hefur
gert, eru litprentaðar í Hollandi, en textinn er
prentaður hérlendis. Magnús Már Lárusson, háskóla-
rektor, hefur annazt útgáfuna og ritar inngang og
ágrip af sögu íslenzkra Biblíuþýðinga frá upphafi.
Þetta er vönduð og glæsileg myndabók.
Fæst hjá næsta bóksala
HILMIR HF. SKIPHOLTI 33
PÖSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK
STJÖRNUSPÁ*^
Hrútsmerkið (21. marz — 20. apr(l):
Mól, sem þú hélzt að væri útrætt, krefst nú um-
ræðu, vegna nýrra viðhorfa. Þér gefst ekkl mlkill
tími til að sinna einkamálum þínum. Þú skalt ger-
ast djarfari en hingað til, því þú hefur aðstöðuna.
Nautsmerkið (21. aprll — 21. maQ:
Margt fer öðruvísi en ætlað er, en þú mimt þó sætta
þig við öll málalok. Þú færð þakklæti í einhverri
mynd fyrir greiða, sem þú gerðir fyrir langalöngu.
Það verður fremur drungalegt og leiðinlegt um sinn.
Tvlburamerkið (22. maí — 21. júní):
Þú verður fyrir óhappi í sambandi við atvinnutæki
þitt. Þú skalt hugleiða vel allar aðstæður, áður en
þú ræðst í framkvæmdir. Vanræktu ekki vini þína
og ættingja. Gerðu dagamun nú rétt bráðlega.
Krabbamerkið (22. jún( — 23. júll):
Þú þarft að taka að þér störf einhvers annars og
hagnast líklega töluvert á þvi. Þú ættir að slnna
meira fjölskyldu þinni og heimili en þú gerir. Þú
gerir góð viðskipti við góðan kunningja þinn.
Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst):
Vertu hress og glaður, hvað sem á dynur, það mun
bæta mikið um fyrir þér. Þú kemst yfir fróðleik
af einhverju tagi, sem tekur hug þinn alian. Þú
lendir fyrir tilviljun á stað„ sem veitir þér ánægju.
Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september):
Þú hefur mikið yndi af því að vera veitandi og láta
aðra njóta lífsins á þinn kostnað. Þér býðst gott
tækifært til að afla þér vasapeninga. Þú ættir að
stytta þér stundir við áhugamál þín, hispurslaust.
Vogarmerkið (24. september — 23. október):
Þú ert einstaklega pirraður og óánægður eins og
stendur. Þú skalt kappkosta að komast eitthvað
burtu til að létta þér upp. Þú hefur áhyggjur af
persónu, sem þú berð ábyrgð á, sem er i raun óþarfi.
Drekamerkið (24. október — 22. nóvember):
Þú ert alltof eigingjarn og sjálfselskufullur, gættu
þess að þú særir ekki þá, sem þér eru kærir, með
þessum ágöllum þínum. Þú ert líklegur til að hagn-
ast á einhverju braski, en leggðu ekki mikið fé til.
Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. des.):
Það er nokkuð erfitt tfmabil framundan hjá þér,
vegna hlutar, sem brugðizt hefur. Einbeittu þér að
verkefnum þínum, og, ef þú ert allur af vilja gerð-
ur, muntu komast yfir þessa erfiðleika með sóma.
Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar):
Þú verður fyrir smáhappi, sem hefur talsverða þýð-
ingu fyrir þig, persónulega. Þú færð góðar fréttlr
langt að komnar. Þú kynnist eldri mannl, sem inn-
an skamms mun gerast góður ráðgjafi og félagl.
Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar);
Þú ert í góðu jafnvægi og nýtur þess sem þú að-
hefst. Vinur þinn leitar ráða hjá þér og skaltu lið-
sinna honum þótt þú fórnir nokkrum tíma til þess.
Hafðu taumhald á skemmtanafýsn þinni um helgina.
Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz):
Vinir þínir koma þér á óvart með vel undirbúnu
uppátæki, Þú verður fyrir skemmtilegri tilviljun,
tekinn fyrir allt annan en þú ert, og getur það orð-
ið til góðs fyrir þig. Á laugardag færðu góðan gest.
34 VIKAN “■tw-