Vikan


Vikan - 21.05.1970, Blaðsíða 44

Vikan - 21.05.1970, Blaðsíða 44
NÚ ER FERÐATÍMINN AD HEFJAST Ferðafólk, gleðjið ættingja og vini erlendis með fellegri gjöf frá íslandi ★ Gærur — Gæruteppi — Gærupúðar ★ Húfur - Töskur - Kragar - Treflar - úr gæruskinnum ★ Gæruvesti og jakkar ★ Allt framleitt í eigin verksmiðjum FRAMTÍDIN Laugavegi 45 — Sími 13060 unum. Svo fór húðin að flagna af, fyrst eitt lag, svo annað, fimmta og sjötta lag- •ið. Hann tók út miklar þján- ingar. Enginn gat fundið hver þessi einkennilegi sjúk- dómur var. Hann fékk tauga- verki í allan skrokkinn, stundum var hann algerlega ósjálfbjarga og gat ekki einu sinni staulazt yfir þilfarið, af ótta við að þurfa að grípa sér í með höndunum. Taugaverkirnir fóru að verka á hugarástand hans; ofsóknarbrjálæði ásótti hann; allir liöfðu myndað samsæri gegn honum til þess að meina lionum að halda áfram ferð- inni. Hvorki hættur né erfið- leikar liöfðu getað bugað kjark hans. Fjárdráttur og aðhlægi liöfðu aðeins verið honum hvatning. En sjúk- dómurinn bugaði hann. Við- þolslaus af kvölum samdi hann við gamlan uppgjafa skipstjóra um að hafa eftir- lit með „Snarken“ og keypti farmiða handa sér, Charmi- an, Martin Johnson og Na- kata með gufuskipinu „Na- koha“, sem átti að fara til Sidney. Eftir tólf daga kvalarfulla sjóferð var liann lagður inn á sjúkrahús í Sidney og lá þar í rúman mánuð. Hinir áströlsku sérfræðingar gátu ekki fundið, hvað væri að honum. „Ég er ósjálfbjarga eins og ungbarn. Stundum eru hendurnar á mér lielm- ingi stænú en þær eiga að vera, og sjö dauð og hálfdauð lög af skinni detta af í einu. Neglurnar á tánum verða stundum á einum sólarhring eins þykkar og þær eru lang- ar.“ Þegar Jack varð Ijóst, að liann gat ekki vænzt neinn- ar hjáipar á sjúkrahúsinu, fór hann þaðan og næstu fimm mánuðina flutti hann frá einu hótelinu á annað í Sidney, stöðugt í þeirri von, að fá bata, svo að hann gæti haldið áfram ferðinni. Hann gat ekki skrifað og hann var svo hugsjúkur, að hann gat naumast lesið. í marz 1909 sendi hann Martin Johnson ásamt skip- stjóra til Salomonseyjanna til þess að sækja „Snarken“. „Ég hafði fengið ölsjúkum skipstjóra „Snarken“ í hend- ur, og þegar ég fékk liann aftur til Sidney, var búið að stela öllu lauslegu innan úr honum.“ „Snarken“ var seldur á uppboði fyrír 3000 dollara og var síðan notaður sem þrælaskip á Salomons- eyjunum -—- sorgleg örlög fyrir skip, sem einn af fremstu jafnaðarmönnum heimsins hafði látið byggja. Við heimkomuna til San Francisco 25. júlí 1909 sagði Jack við hlaðamenn: „Ég er örmagna af þreytu, og ég er kominn heim til að hvila mig.“ Hann var skuldum hlaðinn og lieilsa hans var þrotin. Blöðin voru annað hvort fjandsamleg i garð hans eða létu sig liann engu skipta. Tímaritin höfðu séð svo fátt nýtilegt frá hendi hans siðasta árið, að þau var farið að gruna, að hann væri búinn að lifa sitt fegursla. Lesendur voru farnir að þreytast á siðustu verkum hans. Menn sögðu, að ef hann byrjaði á sögu með þrem persónum, þá endaði hann alltaf með því að drepa fjórar þeirra. Hið heilnæma loftslag í Californíu hafði fljótt bæt- andi áhrif á hann, og þegar hann las í bókinni „Áhrif hitabeltissólarinnar á liinn hvíta kynstöfn“, að sjúk- dómurinn, sem liann liafði þjáðst af, stafaði frá hinum útfjóluhláu geislum hitahelt- issólarinnar, varð hann brátt andlega heilbrigður. Hann flutti inn i „Wake Robin“ og losaði sig við Ni- nettu Eames með því að kaupa Iianda henni tólf tunn- ur lands, þar sem hún gat beitl kúnni sinni, og þegar hún skildi við Roscoe og giftist Edward Payne, gaf hann henni 500 dollara auk annars útbúnaðar til húss- •ins. Fyrsta verk hans var að kalla lieim öll handrit sín og tilkynna ritstjórunum, að 44 VIKAN 21 tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.