Vikan


Vikan - 21.05.1970, Blaðsíða 8

Vikan - 21.05.1970, Blaðsíða 8
Smíðum hilluskilrúm úr öllum viðartegundum. Leitið upplýsinga og fáið tilboð hjá framleiðanda. Sverrir Hallgrímssoi Smíðastofa, Skipholti 35, sími 36938. HILLOSKILRÖM teiknuð af Þorkeli G. Guðmundssyni, húsgagnaarlcitekt. Urval EINA TÍMARITIÐ SINNAR TEGUNDAR HÉR Á LANDI í MAÍHEFTI ÚRVALS ERU MEÐAL ANNARS ÞESSAR GREINAR ★ Við getum varizt mengun * Rétt beiting líkamans ★ Hvað gerðist á Marie Celeste? ★ Með steinaldar- mönnum í Nýju-Guineu ★ Ekki verður allt með orðum sagt ★ Eitt ár í lífi búrhvalsins ★ Joan Sutherland — söngkona alarinnar ★ Síðasti geirfugl- inn ★ Eldingin — stórskotalið náttúrunnar ★ Mað- urinn sem uppgötvaði radarinn ★ Veitið fráskildum eiginmönnum tækifæri ★ Ævintýrið um Grimms- bræður ★ Það er hægt að lækna krabbamein Tveir draumar um sveinbarn Herra draumráðandi! Mig langar til að senda Jþér tvo athyglisverða drauma. Mig dreymdi þá ekki, en ég kem að því á eftir hvern dreymdi þá. Föður minn dreymdi síðast- liðna nótt, að hann og mamma væru búin að eignast ljómandi fallegt sveinbarn, en pabbi var svolítið hissa á því að mamma vildi skíra drenginn Þorvarð. Sömu nótt dreymir móður mömmu minnar, að hún sé upp á Landsspítala, og sér þar inni í einni stofunni nýfætt sveinbarn. Henni fannst endilega að hún ætti einhver ítök í barinu en ætti það þó ekki sjálf. Á enni barnsins var grafið í. H., en það eru upphafsstafir pabba míns. Hún var eitthvað að reyna að strjúka þessa stafi af, en það tókst ekki. Ég hef. áður sent þér draum, en hann er sem betur fer ekki kominn fram. Mér þætti vænt um, ef þú myndir vilja ráða þessa drauma. L. í. „Böl er að þá barn dreymir, nema sveinbarn sé og sjálfur eigi“ segir máltækið. Og það er merkilegt hversu oft er að marka gömul orðtök og ýmsa hjátrú, sem virðist ekki beysin fljótt á litið. En það er eins og undir- vitundin hafi ráðið ferðinni, þeg- ar þessi gamla speki varð til. Hvað sem því líður, þá er eng- inn vafi á því, að báðir þessir draumar eru nátengdir og tákna það sama: Persónulegan ávinn- ing til handa föður þínum, hvort sem hann verður á sviði fjár- mála eða hvort um verður að ræða mikinn heiður, sem ekki verður til peninga metinn. Ann- aðhvort er líklegast að verði, og allavega er óhætt að fullyrða, að draumurinn táknar eitthvað mjög gott í sambandi við föður þinn. Brotinn hringur Kæri draumráðandi! Mig dreymdi að ég drægi á fingur mér stóran gullhring sem mér virtist vera giftingarhring- ur, og þótt mér mikið til hans koma. Er ég hafði haft hann á fingri mér um stund, og fannst tími til kominn að taka hann ofan, reyndist mér alls ómögu- legt að ná honum af mér. Sé ég þá allt í einu, meðan ég er sem óðast að reyna að finna ráð til að ná honum af mér, að hann tekur að verða svartur og fer loks af honum allur glans, en í því hrekkur hann í sundur, og man ég mjög greinilega að mér varð mjög starsýnt á hinar djúpu skorur sem í hann komu. Og fékk ég miklar áhyggjur af því hvernig ég ætti að fara að því að borga gripinn, þar sem mér fannst að hann hlyti að vera mjög dýr. Þess skal getið, að aðeins ég einn var sá sem átti í þessum erfiðleikum. Ég vona að þú ráðir þetta vel, og dragir ekkert undan, því ég hugsa að þessi draumur minn boði eitthvað slæmt, en sé ekk- ert rugl. — Vonast eftir svari bráðlega frá yður, kæri draum- ráðandi, með fyrirfram þakk- læti. Virðingarfyllst, E. S. Jú, þaff er rétt ályktaff, aff draumurinn sá arna getur tæp- ast boðaff neitt sérlega gott. Þó er hann ekki fyrir neinum ótíff- indum, ekki mannsláti, vinslit- um effa neinu slíku. Hann er lík- lega fyrst og fremst fyrir von- brigffum. Þú munt skyndilega komast aff raun um, aff þú hefur gert þér alrangar hugmyndir um eitthvaff, sem var þér hugfólgiff og kært. Skýjaborgin hrynur semsagt í rúst á örskömmum tíma og þú situr eftir meff sárt enniff. En engan skaffa bíður þú af þessum vonbrigffum á verald- lega vísu, og ef aff líkum lætur mun andlega heilsan verffa söm og jöfn fyrr en varir. Geltandi hundur Kæri þáttur! Gætir þú sagt mér, hvað það táknar að dreyma hund, bæði hund, sem sýnir manni blíðuhót, en þó fyrst og fremst geltandi hund, sem eltir mann, en mig dreymdi einmitt einn slíkan um daginn. Með þökk fyrir hjálpina. H. Hundar tákna misjafnt í draumi eftir útliti og framkomu. Vina- legir hundar boffa gott, en gelt- andi, grimmir og urrandi hund- ar hiff gagnstæffa. Sjái maffur hunda hlaupa á undan sér, tákn- ar þaff falska vini og rógburff. Hvítir hundar merkja gleffi. Ef hvítir hundar láta ófrifflega, gelta og urra og eru margir saman, boffa þeir fannkomu. Svartir hundar boða hins vegar svik og illan lifnaff. Rífi hundur klæði manns í draumi, merkir þaff óvináttu og fláræffi. 8 VIKAN 21. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.