Vikan


Vikan - 21.05.1970, Blaðsíða 11

Vikan - 21.05.1970, Blaðsíða 11
Um sumarmál í Surtsey TEXTI: KARL SÆMUNDSSON MYNDIR: SIGURGEIR SIGURJÖNSSON Það hefur verið hljótt um Surtsey að undanförnu, en hún hefur fyrir löngu sannað tilverurétt sinn og er orðin sjö ára gömul. VIKAN fékk að slást í för með nokkrum félögum úr Surtseyjarfélaginu, er þeir fóru út í eyna til að vinna ýmis undirbúningsstörf undir starfsemi sumarsins. Einn úr hópnum, Karl Sæmundsson, sem er þaulkunnugur Surtsey, skrifar hér hugleiðingar um eyjuna, sem byrjaði að rísa úr hafi fyrir sjö árum, en er nú orðið hið myndarlegasta land. FÆÐING OG I)AUÐI þykja jafnan viðburðir. Þeir sein lifa, staldra þá ef til vill við og leiða liugann að þessari tilveru sem við hrærumst i. Einstaklingur verður til eða hættir að vera til, hverl'ur samferðamönnunum. Við fæðingu kvikna vonir um hinn nýja einstakling og ótal spurningar vakna: Lifir hann? Er hann rétt slcapaður ? Hvernig verður hann þegar árunum fjölgar, verður liann góður þegn og nýtur fyrir land og þjóð? o. s. frv. Fæðing Surtseyjar er tví- mælalaust mesta ævintýri, sem núlifandi Islendingur hefur orðið vitni að. Þar voru stórkostleg öfl að verki, þegar móðir náttúra tók fæð- ingarhríðirnar og fæddi af sér þessa litlu eyju úti í köld- um álum Atlantshafsins. Það var uppi fótur og fit, ekki einungis í móðurlandinu, heldur vakti þessi fæðing at- hygli um allan heim. Menn komu fljúgandi frá fjarlæg- um löndum til þess að vera vitni að þessari einstæðu fæðingu. Myndir af athurðinum voru sendar með hraðhoð- um heimsálfanna milli og lýsingar hárust á öldum ljósvak- ans um gjörvallan hnöttinn. Svo einstæður þótti þessi at- burður. Og þar mátti líta andstæðurnar í átökum í sinni stór- kostlegustu mynd. Þar var eldur og vatn í hatrömmum átök- um. Þar voru hinar sterku Öldur Atlantshafsins í átökum við hið nýborna afkvæmi og reyndu að þurrka það út. Og eftir að j>að var fætt og búið að ná fótfestu, voru átökin við björg- in sem mynduðust við hraunrennslið. Og spumingar vökn- uðu á vörum manna: Lifir hún? Verður liún áfram til eða hverfur liún í liafið? Og jafnvel jarðfræðingar áttu erfitt um svar, enda eru lífið og dauðinn duttlungafull. En nú liefur j)essi sjö ára unglingur sannað tilveru sina. Hún virðist rétt sköpuð, það er engin hætta á öðru í ríki náttúrunnar; þar er samræmi í öllu. Þar eru fjöll og dalir eins og vera ber i islenzku landslagi. Þar er hraun. Þar er stöðuvatn og þar er falleg haðströnd með fínum sandi. Þar er allt eins og j)að á að vera, enda hefur Surtsey ver- ið eftirlætisbarn, sannkallað óskabarn jarðfræðinga og vís- indamanna. Þar hafa, frá fæðingu liennar, alls lconar vís- indamenn unnið við fjölj)ættar rannsóknir á eðli og háttum unglingsins, hæði innlendir og erlendir menn. Margir hafa fært henni góðar gjafir til þess að þessar rannsóknir megi takast. Hún hefur einnig þegar orðið landi sínu til gagns og sóma, þar sem hún hefur stuðlað að stækkun landhelginnar og orðið mikil og góð landkynning. Svo er eitt sem ekki má gleyma. Til þess að þjóna nútíma tækni i samgöngum þá sá móðir náttúra fyrir sæmilegum flugvelli i Surtsey, mjög 21. tbi. vikaN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.