Vikan - 21.05.1970, Blaðsíða 47
Þegar hann byrjaði að tala, var eins og veggur risi upp kringum hann,
þótt hann fengi ávalt kurteisleg svör. •
Ljóst var, að Desmond hlaut að hafa dvalið lengi á Spáni, og var- að
heyra, að það hefði gert enskuframburðinn hans linari.
Við fórum hiæjandi til hótelsins aftur eins og gamlir kunningjar. Nú
var Anna búin að segja Desmond frá veru okkar á Mallorka og félögum
okkar þar.
„Verða þessir ferðafélagar ykkar ekki órólegir út af því, að þið eruð
horfnar?" spurði hann.
„Engin hætta á því," svaraði Anna. „í Evrópu ferðast námsfólk mjög
frjálslega. Þau héldu áfram til annarrar eyjar, en við fórum annað. Það er
allt og sumt. Við eigum sjálfsagt eftir að hittast aftur á leiðinni til Frakk-
lands. Við ætlum að skoða Valencia og aka svo áfram norður eftir og
gegnum Madrid." Hún hcrfði betur á Desmond. „Er þér illa við, að við
skulum vera aleinar?"
„Nei," svaraði hann. „Það er lítið um góða vegi á norður-Spáni og
auðvelt að villast. Þið megið þakka fyrir, að komast til Madrid í þessum
gamla bíl. En yfir Pyrenea-fjöllin kemst hann varla. Þið verðið annaðhvort
að fara í samfloti með félögum ykkar eða hafa leiðsögumann með."
Anna tók um handlegg hans. „Við höfum ekki efni á að kaupa betri
bíl. Og við vitum ekki, hvar ferðafélagar okkar eru. En við skulum komast
til Frakklands."
Hann var hugsandi á svip og .spurði: „Þið hafið kannske ákveðið að
hitta kunningja ykkar í Madrid?"
„Því miður ekki," svaraði ég.
„Þið hittist þá alls ekki meira á Spáni," sagði hann hugfallinn. „Það
er ekki heppilegt."
Við vorum nú komin að anddyri hótelsins. Ég hélt fyrst, að hann byggi
líka á hótelinu, en yfir matborðinu hafði hann sagt, að hann ætti litla
íbúð í nágrenninu.
„Það verður áreiðanlega skemmtileg ferð til Valenciu, ef bíllinn bilar
ekki," sagði hann hægt. „Nokkrum kílómetrum sunnar komið þið til Sitges.
Það er lítill bær, sem er frægur fyrir vín, sem þið ættuð að prófað. Ég
mæli með vínstofu, sem heitir „La Barraca" og er við aðalgötuna."
Við þökkuðum honum fyrir og buðum góða nótt. Ég sá á Önnu, að hún
vildi kveðja hann sérstaklega, svo ég flýtti mér til herbergis okkar og
lofaði henni að doka lengur við. En ég var hvíldinni fegin.
2. KAFLI
Eg er yfirleitt árrisul á ferðalögum, en klukkan var orðin tíu áður en
ég gat komið Önnu í sturtubaðið.
Meðan hún klæddi sig gekk ég niður í bllageymsluna til að gæta að
bílnum og varð forviða, er ég sá mann einn vera að skipta um hjól á
honum. A framsætinu !á miði með nafninu mínu.
Þar stóð: „Lisa, ég geri ráð fyrir, að þú komir að bílnum á undan
Önnu. Af því þið eruð ekki góðar í málinu, tók ég mér það bessaleyfi að
biðja viðgerðarmann að skipta um hjól, líma slönguna og athuga ástand
bílsins. Þá ættuð þið að komast til Valencia. Takk fyrir kvöldið. Desmond."
Ég þakkaði viðgerðarmanninum fyrir og fór með miðann upp til Önnu.
Við urðum sammála um, að þetta væri mjög góður greiði. Og hann
gerði það ekki endasleppt. Eftir hálftíma barst okkur stór miðdegismat-
arkarfa frá hótelinu. Meðal matfanganna var flaska af rósavíni.
A litlum miða stóð: „Það getur hugsazt, að þið verðið orðnar svangar,
þegar þið ætlið að leggja af stað."
Ég hló og sagði: „Þú hlýtur að hafa haft mikil áhrif á hann. Fyrst
bíllinn og svo þetta."
„Kannske hann sé svona veikur fyrir þér, Lísa. Ég hitti hann reyndar
á undan þér Ég hélt hann mundi kyssa mig í gærkvöldi, en hann
bauð bara góða nótt og fór."
„Kannske á hann það til að vera feiminn. Og kannske ætlast hann
ekki til neins endurgjalds af okkur. Jæja, það er bezt að koma sér af
stað."
Viðgerðarmaðurinn var að athuga fótbremsuna, er við komum að
bílnum og hafði lokið því, er við vorum búnar að ganga frá farangrinum.
Ég ók hægt gegnum götur Barcelona, og það tók okkur þrjá stundar-
fjórðunga að komast út á þjóðveginn. Anna sat í aftursætinu og stillti
ferðaútvarpstækið, sem hún hafði keypt í Milano fyrir ærna peninga.
Hún fann ekki aðra dagskrá en spænska popmúsik og sagði ergileg:
„Er aldrei sungið á ensku í þessu blessaða landi? Það væri ekki amalegt
að heyra karlmann syngja á ensku, mann eins og Desmond! Fannst þér
hann ekki hafa fallegan málróm, Lísa?"
Ég kinkaði kolli, og hún hélt áfram: „Kannske get ég náð í einhverja
enska stöð á stuttbylgjunum."
„Ég efast um það innan um öll þessi fjöll," svaraði ég, en mig lang-
aði líka til að heyra karlmannsrödd tala ensku og bætti þvf við: „Gíbraltar
er brezkur staður. Reyndu við stöðina þar."
A vegaskilti framundan sá ég, að við nálguðumst Sitges. Öll farartæki
óku þarna hægt, og Dolores, eins og Anna hafði skfrt bílinn okkar, féll
vel inn í þann hraða. Mér kom í hug vínstofan, sem Desmond hafði mælt
með og tók að svipast um.
Hver verzlunin við aðra var við þjóðveginn, og ég nam staðar við vega-
mót til að átta mig á leiðinni til Valencia, og skyndilega hrökk ég við,
er kröftuglegur rómur sagði á ensku: „Wilson forsætisráðherra hefur til-
kynnt, að friðsamleg lausn í Rhodesíu sé ógerleg . . ."
„Ég fann stöðina!" gall Anna við sigri hrósandi.
„Lækkaðu þetta!" kallaði ég upp. „Það er ekki víst að íbúarnir í Sigtes
séu hrifnir af að heyra ensku."
Anna lækkaði í tækinu, og nú sá ég skilti framundan, sem á stóð „El
Barraca". Tinto-vín. Amontillado-vín. Malmsey-vín.
Andlit Önnu varð að einu brosi, er hún sá vínkjallarann og varð að orði:
„Þetta er víst staðurinn, sem Desmond mælti með."
Ég nam staðar og hallaði mér aftur á bak meðan ég virti staðinn
fyrir mér. Hreinlegri staður en margir álíka á Spáni, hugsaði ég. En
gátum við verið þekktar fyrir að fara þarna inn og neyta drykkjar? (
Italíu voru þannig staðir eingöngu ætlaðir karlmönnum og götudrósum.
Ég vonaði, að öðru máli væri að gegna á Spáni.
Við Anna setigum út úr bílnum. Búðin var næstum tóm. Tveir Spán-
verjar með svartar baskarahúfur sátu og dreyptu í vín við eitt af borð-
unum, óg við annað borð sat karlmaður, bersýnilega ferðamaður ásamt
rytjulegri konu, sem sjálfsagt var konan hans.
„Hér er frekar þokkalegt," sagði Anna glaðlega, og við gengum inn.
Við völdum okkur borð nálægt parinu, og Anna stillti ferðatækið, sem
hún hafði tekið með sér.
„Yo quiero dos vin Malmsey por favor," reyndi ég að segja kurteis-
lega.
Þjónninn virtist verða unrandi, en hvarf eins og hann skildi hvað ég
hafði sagt.
Nú heyrðist í ferðatækinu: „Að beiðni lögreglunnar ( Barcelona svipast
lögreglan í Gibraltar eftir manni, sem spænska lögreglan leitar að. Ósk-
að er eftir upplýsingum varðandi morð á spænskri stúlku í Barcelona,
Isabellu Damas, sem fannst stungin til bana með hnífi í nýtízkulegri
íbúð á þriðjudag. Lögreglan heldur, að morðinginn sé sálsjúkur og þv(
ekki ólíklegur til að láta ekki sitja við eitt morð. . . ." Frh. í næsta blaði.
NÝTT FRÁ RAFHA
NÝ ELDAVÉL GERÐ HE6614. 4 hellur, þar af 1 með stiglausri
stillingu og 2 hraðsuðuhellur, stór ofn, 56 lítra, yfir- og undirhiti
fyrir steikingu og bökun, Ijós í ofni. Fæst með eða án glóðar-
steikar elements (grill). — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð.
VIÐ ÖÐINSTORG - SÍMI 10322
”•tbl- VIKAN 47