Vikan


Vikan - 21.05.1970, Blaðsíða 17

Vikan - 21.05.1970, Blaðsíða 17
Gamansöm sakamálasaga eftlr James Holding en bað Kelly að reiðast ekki um of, þótt honum yrðu á einhveriar skyssur svona til að byria með. Kelly, sem var miðaldra maður og hafði séð marga unga lögregluþióna koma og fara, sagði, að þetta mundi áreiðanlega blessast allt saman. Af því að hann væri eldri, mundi hann að sjálfsögðu stjórna starfinu og gefa fyrirskipanir, og Birkowitz þyrfti ekki að gera annað en það sem honum væri sagt. Annars var Kelly ekki í vafa um, að Birkowitz mundi koma til með tímanum og líklega yrði hann miklu betri en strákurinn sem var á undan honum. Birkowitz kinkaði kolli í þakklætisskyni fyrir vinsamleg ummæli og rétti sig í sætinu, stoltari en fyrr. Hann naut þess að aka þessum stóra og stæðilega lögreglubfl. Klukkan hálf tvö heyrðist skyndilega rödd í talstöðinni: — Bíll númer 62 . . . bíll númer 62 . . . — 62 svarar, sagði Kelly að bragði. — Taktu niður heimilisfang, sagði vaktmaðurinn. — Það er 1289, Moss Street. — Einmitt það . . . 1289, Moss Street. — Kona hefur tilkynnt innbrot. Hvar eruð þið staddir? — Örskammt frá. — Allt í lagi, sagði röddin. — Hef samband við ykkur seinna. Kelly lagði hljóðnemann frá sér og leit brosandi til Birkowitz: — Við erum heppnir að vera svona nálægt. Aktu tvær þvergötur mót norðri og beygðu síðan til hægri. Og gefðu nú duglega í! Birkowitz lét ekki segja sér það tvisvar. Hann jók hraðann snarlega og ók nú í hendingskasti. — Það var 1289, Moss Street, var það ekki? — Einmitt. Þeir beygðu inn í Moss stræti. — Það hlýtur að vera um miðja götuna og vinstra megin. — Þetta er ósköp hversdagslegt verkefni, er það ekki, spurði Birkowitz og Kelly fannst eins og það kenndi nokkurs óstyrks í röddinni. — Jú, bara þetta venjulega. Ef það reynist rétt, að um innbrot sé að ræða, getur verið að þjófurinn sé enn þá í húsinu. Það er svo stutt síðan við fengum tilkynninguna og við vorum staddir næstum alveg við staðinn. Kannski getum við gómað hann inni. Það væri nú ekki amalegt — og það á fyrstu næturvaktinni þinni, eða hvað finnst þér? — Já, svaraði Birkowitz og stundi við. — En hvernig eigum við að bera okkur að? — Aktu framhjá, svo að við getum rannsakað húsið svolítið að utan, áður en við látum til skarar skríða. Þegar Kelly hafði fullvissað sig um að enginn annar bíll væri í göt- unni, sem hugsanlegt væri að skúrkar væru hafðir í til að vera á varð- bergi, lét hann slökkva Ijósin og einnig blikkljósið á þakinu og sagði: — Settu nú bílinn í frígír og láttu hann renna hægt að gangstéttinni. Ég skal segja til, hvenær við eigum að stanza. Andartaki síðar sagði hann. — Núnal Og næstum hljóðlaust rann þessi stóri vagn að gangstéttinni nokkru frá húsinu númer 1289 og hinum megin við götuna. — Komdu, sagði Kelly. — En farðu hljóðlega. Þeir fóru út úr bílnum, en skildu dyrnar eftir í hálfa gátt til þess að ekki heyrðist skellur, þegar þær lokuðust. Þeir læddust að fremur óhrjálegu tveggja hæða húsi, sem var almyrkvað. Bjarmi frá næsta götuljósi varpaði daufum skuggum á húsveggina, en það var stjörnubjört nótt og því auðvelt að sjá til. — Aðaldyrnar og gluggarnir eru lokaðir, og engin rúða brotin, hvíslaði Kelly, svo að þjófurinn hlýtur að hafa komizt inn um bakdyrnar. — Hvað gerum við þá, hvíslaði Birkowitz. — Ég ætla að fara að bakdyrunum og aðgæta, hvort hann hefur ekki farið inn þar. Þegar tvær mínútur eru liðnar, skalt þú berja á aðaldyrnar. Þá reynir hann áreiðanlega að komast út sömu leið og hann fór inn — og þá grípum við hann glóðvolgan. — Allt í lagi, sagði Birkowitz, tvær mínútur. Hann leit á úrið um leið og Kelly hvarf í sundið sem skildi þetta hús frá næsta húsi við hliðina. Kelly læddist svo hægt og varlega, að næstum ekkert heyrðist til hans. Brátt stóð hann í dimmum húsagarði. Þrjú skref voru að bakdyrunum og hann læddist að þeim. Efri hluti hurðarinnar samanstóð af tíu litlum rúð- um, sem festar voru með trélistum. Rúðan næst handfanginu var brotin. Kelly hristi höfuðið. Þetta var gamla sagan. Þjófurinn hafði brotið rúð- una, stungið hendinni inn og opnað lásinn. Fólk gat allteins fest upp skilti á slíkar hurðir með áletruninni:: „Verið velkomnir, þjófar". Kelly lagði við hlustirnar en heyrði ekkert. Það var niðamyrkur bak við hurðina. Kelly gizkaði á, að þetta væri eldhús, enda þóft hann gæti ekki einu sinni greint útlínur af eldavél eða kæliskáp. Hann hagræddi skammbyssunni á beltinu sínu, svo að hann gæti gripið til hennar, ef hann Birkowitz iögregluþjónn stóS og faðmaði að sér litla, grannvaxna og dökkhærða stúlku. Hún var svo falleg, að hún hefði dregið að sér athygli hvaða karlmanns sem var, jafnvel þótt hún væri kappklædd ... þyrfti á að halda. Hann gekk síðan örlítið til hliðar og leit á sjálflýsandi vísaría á úrinu sínu. Það var ekki liðin nema hálf mínúta, síðan hann fór frá Birkowitz, svo að enn var hálf önnur mínúta, þar til lögregluþjónninn ungi ynni fyrsta eiginlega embættisverk sitt. Skyldi hann annars hafa einurð í sér til þess? Kelly minntist þess, hversu óstyrk rödd hans virtist vera, eftir að tilkynningin hafði borizt. Kelly rétti sig upp og í sama bil kvað við skerandi óp kvenmanns, sem barst úr húsinu, og á eftir fylgdi skelfilegur hávaði og loks dynkur. Sfðan varð óhugnanleg kyrrð. Kelly hikaði ekki lengur, heldur þaut inn um bakdyrnar, og nú þegar augu hans höfðu vanizt myrkrinu, sá hann, að þetta var eldhús, sem hann var kominn í. Hann var kominn inn og sá, að Ijósgeislar þrengdu sér gegnum rifur á veggnum andspænis . . . dyr. Hann reif dyrnar upp á gátt og stóð skyndilega í anddyri. Einhvers staðar var kveikt Ijós, og hann sá stfga til hægri, sem lá upp á aðra hæð. Hann tók stigann í tveimur skrefum, en þegar hann kom upp á stigapallinn blasti við honum sjón, sem sannaði áþreifanlega, að hann hefði ekki þurft að flýta sér svona mikið: Á eftir lýsti hann þessum atburði á þann hátt, að hann hefði minnt sig á endi á sjónvarpskVikmynd. Horaður, ungur maður með Ijóst hár lá á gólfinu með útbreiddar hendur og allt í kringum hann voru spegilbrot. Þessi ungi maður lá hreyfingarlaus, svo að Kelly gekk út frá því sem vísu, að hann væri dauður. Nokkur skref frá honum stóð Birkowitz lögregluþjónn og faðmaði að sér litla, grann- vaxna og dökkhærða stúlku. Hún var svo falleg, að hún hefði dregið að sér athygli hvaða karlmanns sem var, jafnvel þótt hún væri kappklædd, hvað þá í næfurþunnum, gagnsæjum náttkjól, eins og hún var þarna. Hún kyssti Birkowitz lögregluþjón af slíkum ákafa og aðdáun, að Kelly var ekkert hissa í rauninni, þótt Birkowitz gyldi í sömu mynt. — Birkowitz, sagði Kelly byrstum rómi. — Hefurðu ekki lært á lögreglu- skólanum, að lögregluþjóni er stranglega bannað að kyssa, þegar hann gegnir embættiserindum sínum. Birkowitz roðnaði reyndar ofurlítið, en sleppti samt ekki þessari litlu, grönnu fegurðardýs. — Æ, Kelly, sagði hann. — Mér þykir þetta svo leitt . . . Fegurðardísin greip fram í fyrir honum. — Var hann ekki stórkostlegur, spurði hún Kelly. — í einu orði sagt: stórkostlegur. Því verður ekki neitað. — Jú, það lítur út fyrir, að hann hafi verið það, jánkaði Kelly þurrlega. — Já, það var hann svo sannarlega, áréttaði hún enn einu sinni. — Þér hefðuðu bara átt að sjá, hvernig hann tók þennan náunga, rétt eins og hann væri fis, og skellti honum upp að speglinum . . . — Láttu mig segja frá þessu, greip Birkowitz fram í. — Nei, svaraði hún. — Þú ert allt of lítillátur. Hún sneri sér að Kelly, en hélt síðan áfrám: — Ég lá sofandi þarna inn, — hún benti á opnar dyr — þegar ég heyrði rúðu brotna og síðan brak í bakdyrahurðinni. Ég var ekki [ nokkrum vafa um, að innbrotsþjófur væri f húsinu. Ég hringdi þegar í stað til lögregl- unnar, áður en nann hafði náð að koma hingað upp. Litlu síðar heyrði ég, að læðzt var upp stigann, en til allrar hamingju fór hann fyrst inn í gesta- herbergið — ég hef egan lykil að svefnherberginu og gat því ekki læst mig inni — þar sem hann dró út skúffurnar í kommóðunni. Ég kíkti út um gluggann til að gæta að, hvort lögreglan væri komin. Sem betur fer kom lögreglubíll eftir örskamma stund og ég sá tvo lögregluþjóna ganga út. Annar gekk inn sundið en hinn stóð vörð við aðaldyrnar. Ég opnaði gluggann varlega og bað þann sem stóð við aðaldyrnar að flýta sér, því að ég væri svo hrædd . . . Og það var einmitt þú, sem stóðst þarna niðri. Hún leit á Birkowitz. — Já, en lofaðu mér nú að segja frá því, sem eftir er. — Þegiðu og láttu hana segja frá, sagði Kelly. — Hún gerir það prýði- lega. Þér báðuð hann sem sagt um að flýta sér. — Já, en þjófurinn hlýtur að hafa heyrt í mér, því að allt í einu kom hann þjótandi inn í svefnherbergið, greip utan um mig og þá æpti ég . . . — Já, ég heyrði það. Þér hafið sterka rödd, skaut Kelly inn í. — . . . og svo kom maður þjótandi upp stigann, greip þjófinn og slengdi honum beint í stóra spegilinn. Og svo kveikti ég Ijós og loks komuð þér . . . Þjófurinn var nú í þann veginn að vakna til meðvitundar og stundi af og til. Birkowitz gekk að honum og setti handjárn á hann — valdsmanns- legur á svip. — En það er eitt, sem mig langar til að fá skýringu á, sagði Kelly. — Hvers vegna hafið þér bakdyrnar læstar, en ekki aðaldyrnar? Framhald á bls. 46. 21. tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.