Vikan


Vikan - 21.05.1970, Blaðsíða 39

Vikan - 21.05.1970, Blaðsíða 39
FRÁ RAFHA BORÐHELLA MEÐ 4 HELLUM, þar af 1 með stiglausri stillingu og 2 hraðsuðuhellur. — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. 56 LlTRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir og undirhita stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar elemant (grill). Klukka með Timer. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ OÐINSTORG - SlMI 10322 sagði hún við dyravörðinn á hó- telinu. — Er nokkurt bréf til mín? Milly sá spegilmynd sína, sem henni fannst frekar ókunnugleg. Hárið var orðið svart og stutt- klippt, hún hafði látið laga það meðan hún stóð við í Berlín. Hún var ekki svo afleit, en myndi Gi- anni fella sig við þessa svart- hærðu stúlku? — Það er ekkert bréf til yðar, sagði dyravörðurinn. — En það er frátekin íbúð handa yður á annarri hæð. — Ekkert bréf? spurði hún aftur. — Ekki ennþá, ungfrú. Hún var vonsvikin, en fylgdi léttadrengnum sem bar töskurn- ar hennar. Hún var ákaflega þreytt, enda hafði hún ekki far- ið úr fötum í 36 klukkutíma. Hótelíbúðin var notaleg, stór stofa vel búin húsgögnum, með ísbjarnarfeld á gólfinu og svefn- herbergi með tveim rúmum. Milly flýtti sér að hátta, strax og drengurinn var farinn. Svo lagðist hún nakin í rúmið, til að láta þreytuna líða úr sér. Það var ekki orðið aldimmt. Hávað- inn frá götunni náði til hennar gegnum gluggann. Milly starði upp í loftið. Eng- in skilaboð frá Gianni... Henni var þungt um hjartaræturnar. Hún var nú komin inn í mitt Pólland, en hún hefði með gleði farið um þvert og endilangt Rússland, jafnvel ennþá lengra, til að hitta Gianni. Jæja, hann hafði pantað þessa glæsilegu íbúð handa henni, — eða hafði það verið gert frá Vín? Hafði María Vetsera gert það? Hún stökk upp úr rúminu, — gat ekki legið kyrr. Hún ætlaði að klæða sig og fara niður. Það var orðið næstum aldimmt nú. Hún fann ekki gasljósin, en það voru nóg kerti. Hún kveikti á eldspítu, — og hrökk við. Það kom eitt- hvert hljóð frá setustofunni. Eins og verið væri að læðast þar um. Hún heyrði skrefin nálguðust. Hún snerist á hæl og þá slokknaði á eldspítunni. Hún leit til dyranna og kom auga á ein- hverja veru, — eða var það mis- sýning? — Er, — er einhver þarna? spurði hún með skjálfandi rödd. Veran kom nær. — Til þjónustu, ungfrú Lub- owska ... Jóhann nokkurn Orth, langar til að sýna yður virðingu. — Gianni! hrópaði hún, frá sér af gleði, og hljóp í faðm hans..— Þú ert þá hér! Já, hann var svo sannarlega þarna. Hún þrýsti sér upp að sterklegri bringu hans, fann arma hans umlykja sig og varir hans við sínar. Hún fann að þetta var maðurinn sem hún elskaði einan. — Gianni... hvíslaði hún og strauk fingrunum í gegnum þykkt hár hans. Næsta morgun fóru þau Gi- anni og Milly til Jembice, þar sem Gianni átti að hafa aðsetur sitt. Jembice var ósköp dauflegur bær. Þar voru um átta hundruð íbúar, ósköp lítið markaðstorg, umkringt af tveggja hæða hús- um, og ein aðalgata, sem hét Herrenstrasse, hvorki meira né minna. Bæjarbúar lifðu konunglegu lífi á herdeildinni. Við suður- enda Herrenstrasse voru herbúð- irnar, með æfingabúðum, hest- húsum og öllu sem herdeildin þurfti á að halda. í austri voru bæjarmörkin birkiskógur, sem hvarf í blágrárri móðu. Þar fyrir handan lá Rússland, ríki zarsins. í nágrenni Jembice voru nokkr- ar hallir og jarðeignir, sem til- hejrrðu pólska aðlinum. f aðalbyggingu einnar af þess- um landsetrum, sem nú var bú- ið að selja, hafði Jóhann Salva- tor fundið sér hentugt húsnæði. Þar tók ráðskonan Dana Lub- owska við hússtjórn. Indælt tímabil í lífi þeirra Gi- annis rann nú upp. Fyrstu vikurnar voru dálítið erfiðar fyrir Milly, en smám saman vandist hún þeim skyldu- störfum, sem hún varð að leysa af hendi, og varð öruggari í framkomu. Gianni varð ekki ein- ungis ástvinur hennar, hann varð líka kennari hennar og leiðbein- andi. Hún lærði ekki eingöngu að stjórna heimili, hún lærði líka umgengisvenjur aðalfólksins. Hún lærði frönsku og listasögu, hún lærði að sitja hest og aka vagni. Á þessum mánuðum, sem hún dvaldi í Jembice, í útjaðri menn- ingarinnar, varð Milly að full- kominni hefðarfrú, því að hér gat hún komið fram við hlið erkihertogans í samkvæmislífinu. Þau fóru í heimsóknir til pólska aðalfólksins og buðu því heim. Það voru haldnar miklar matar- veizlur og garðsamkvæmi. Milly varð fljót til að aðlagast þetta allt. Gianni var hamingjusamur með Milly. Hann jós í hana gjöf- um. Hann neitaði líka að snerta peningana, sem hún kom með frá Vín. Hann ákvað samt að lokum að nota þá í hennar hag. Hann HEIMILIÐ „’Veröld ínrtan veggja ” SÝIMING 22. MAÍ-7. JÚNÍ 1970 SÝNINGARHÖLLINNI LAUGARDAL LT KAUPSTEFNAN REYKJAVÍK 2i. tw. viKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.