Vikan


Vikan - 28.05.1970, Blaðsíða 14

Vikan - 28.05.1970, Blaðsíða 14
Einhverntíma sný ég mér að því að gera eitthvað - leggja minn skerf fram á einhvern hátt... Það hlógu allir að mér heima þegar ég sagðist vera að fara til Japan ... íslands, og kallaði svona keppni „gripasýningar" og annað álíka. Finnst þér svona keppni vera gripa- sýning? — Nei. Mér finnst afstaða Islend- inga til svona hluta nokkuð undar- leg. Erlendis er borin mikil virðing fyrir þeim sem taka þátt í svona lög- uðu, en hér er það algjörlega gagn- stætt. Hér er reynt að draga þessar stúlkur niður úr öllu, en erlendis er allt gert til að hvetja þær áfram og til að gera eitthvað sem þær geta haft gagn og gaman af, og jafn- framt verið landi sínu og þjóð til sóma. Mórallinn hér heima er heldur slæmur í þessu sambandi, og kannske ekki að ástæðulausu, því skipulag og framkvæmd þessar- ar keppni hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar og margar stúlknanna hafa ekki staðið sig nógu vel þeg- ar á allt er litið. — Enda eru Islendingar sennilega hleypidómafyllsta fólk sem til er á þessari jörð, þó það sé nú mikið að lagast. En það sem mig langar til að spyrja þig er hvort þú hafið nokkuð hugsað út í hvernig eða hvort þú ætlar að nota þau áhrif sem þú kem- ur til með að hafa á jafnaldra þína og sennilega enn meira á yngri kyn- systur þínar? — Nei, ég hef ekkert hugsað út í það. Ég verð að standa fyrir mínu, gera ekkert sem ég þarf að skamm- ast mín fyrir á einhvern hátt, og þá held ég að ég geti verið sátt við sjálfa mig. Ég hef alls ekki hugsað mér að breyta heiminum, til þess er ég of lítilmegnug og mér leiðist að þurfa að hugsa um allar þær hörm- ungar sem á ganga í heiminum. Ég vil heldur leiða þær hjá mér — en hver veit nema ég snúi mér ein- hvern tíma að því að gera eitthvað, leggja minn skerf fram á einhvern hátt. Henný hefur dansað síðan hún var tveggja ára gömul, og sýndi fyrst dans aðeins þriggja ára — og þegar hún var fimm ára sýndi hún ein í Tívolí í Kaupmannahöfn. Síðan hefur hún tekið þátt í danskeppnum bæði heima og erlendis og varð nr. 3 í danskeppni Samnorræna, dans- kennarasambandsins f Kaupmanna- höfn í janúar 1969, ásamt Ólafi Ól- Dansínn er mér alit afssyni. Hún lauk danskennaraprófi í fyrrasumar frá einum þekktasta danskennaraskóla í heimi, sem er í Kaupmannahöfn. Hún semur líka dansa, bæði fyrir sjálfa sig og aðra. — Þegar ég dansa eða horfi á dans gleymi ég öllu í kringum mig. Þá skiptir ekkert annað máli og í rauninni má segja að dansinn sé mér allt. Hvernig sem ég dansa? Ja, þeg- ar ég er komin niður á réttu músik- ina fyrir þennan og þennan vissa dans, loka ég mig inni og byggi svo byrjun og endi á einhverjum vissum sporum, til að hafa sem grundvöll eða til hliðsjónar. Það er það erfiðasta við allt saman, þegar þetta tvennt er komið verður hitt eiginlega til að sjálfu sér. Svo dansa ég og allt annað hverfur út í busk- ann. Þá tjái ég mig og dansa ekki lengur, en það er tvennt ólíkt að tjá sig í eða eftir tónlist eða að dansa. Hér á böllum dansa krakkar yfirleitt ekki, heldur tjá sig. — Með hliðsjón af öllu því sem fyrir þig hefur borið upp á síðkastið, en það hlýtur óhjákvæmilega að hafa breytt bæði þínum eigin við- horfum svo og annarra, hvernig leggst framtíðin í þig? — Vel. Ég er bjartsýn og mér hefur alltaf gengið vel við það sem ég hef tekið mér fyrir hendur og hef alltaf reynt að líta heldur á bjartari hliðina. Ég tel mig hafa sigrast á þv! sem helzt stóð í vegi fyrir mér hér heima — og til að segja svolítið Ijótt, þá held ég að mér sé óhætt að segia að sumir hafi fengið harkalegan löðrung. Það hefur annars verið svo óskap- lega mikið að gera hjá mér undan- farið, bæði áður og eftir að ég kom heim, að ég hef ekki mátt vera að að gera nokkurn skapaðan hlut sem 14 VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.