Vikan


Vikan - 28.05.1970, Blaðsíða 28

Vikan - 28.05.1970, Blaðsíða 28
Spennandi framhaldssaga eftir Jan Anderson 2 hluti Ævintýri á Spáni Anna lokaði fyrir tækið, „Þetta er nóg," sagði hún „Er þett ekki það sem Frakkar kalla ástríðumorð" Anna titraði af hrolli. „Það gengur þá morðingi laus í Barcelona. Ég er fegin að við skyldum hafa verið í Palmas á mánudagskvöldið." „Innan um milljón manns mundirðu hafa verið sorglega óheppin, hefðir þú orðið fyrir valinu," svaraði ég stríðnislega. „Maðurinn, sem lögreglan vill tala við, var elskhugi þeirrar myrtu. Hún fór nýlega frá honum og flutti til íbúðarinnar, þar sem hún var myrt." „Hún hefur verið orðin þreytt á honum," sagði Anna. „Eigum við að veðja?" ,, lögreglan leitar þessa manns, því talið er, að hann geti gefið þýðingarverðar upplýsingar. Lögreglan leitar líka að öðrum karlmanni, eiganda íbúðarinnar, sem nefnd var. Hann hefur ekki fundizt síðan á þriðjudagsmorguninn, er líkið fannst." „Var hún líka þreytt á honum?" „Uss," þaggaði Anna niðri í mér, þvl áfram var haldið í útvarpinu: „ Ættingjarnir eru hræddir um öryggi þessa manns. Morðið er af- leiðing einhverrar mestu glæpamannsleitar á Spáni I mörg ár. Heima- varnarliðið leggur fram alla krafta sína engu síður en lögreglan og allar samgöngumiðstöðvar eru vaktaðar I París hefur verið tilkynnt. að de Gaulle yfirmarskálkur hafi sagt, að Frakkar ætli að gera enn eina tilraun með kjarnorkusprengju " Klikk. Anna hafði lokað fyrir tækið. „Þetta er nóg," sagði hún. „Er þetta ekki það, sem Frakkar kalla ástríðumorð?" „Atombomban hans de Gaulle?" „Auðvitað ekki, útúrsnúningurinn þinn. Ég á við morðin." „Þú meinar morðið." „Nei morð í fleirtölu. Morðinginn kom til íbúðarinnar og sá parið saman. Fyrst drap hann manninn og svo konuna." „Hvað gerði hann þá við lík mannsins? Kannske látið það gufa upp?" Mér var ævinlega skemmt við að heyra skoðanir Onnu. „Hvernig ætti ég að vita það? Kannske hefur bíll beðið eftir honum og sett það í farangursgeymsluna." „Þá ekur morðinginn um með lík í skottinu. Heldurðu það, Anna?" „Eða þá " Anna glennti upp augun af skelk „Svona, Anna. Við skulum gleyma þessu. Þú hefur ekki gott af að hugsa um þetta." Þjónninn kom með vínið, sem við neyttum af ánægju. Þegar ferða- mannaparið reis upp, neyddumst við til að fylgja þeim eftir út. Ég sett- ist undir stýrið, og þegar Dolores byrjaði að mala, var ég rétt búin að leggja frá gangstéttinni, þegar Anna bað um að fá að stýra. Costa Brava, strandlengjan norður af Barcelona, er yfirleitt krökk af ferðafólki, en fyrir sunnan borgina eru einungis lítil fiskiþorp. Það var rétt hjá Desmond, að við mundum ekki komast til Tortosa fyr- ir hádegisverð. A þeim hraða sem við ókum mundum við naumast kom- ast þangað fyrir klukkan sex. Sólskinið var heitt, og eftir því sem við ókum lengra inn í landið varð strjálbýlla. Við urðum fljótlega svangar og vitundin um hina óvæntu matargjöf Desmonds skerpti lystina. Eg ók því inn ( lítinn skógarlund nálægt friðsælli strönd og lítilli járnbrautarstöð. Það var líka kominn tími til að hvíla bílinn, því vélarhljóðið hafði breytzt eitthvað. Ég hafði tekið eftir litlum læk til að fá vatn á kælinn. Enga mann- veru var að sjá nema einn járnbrautarvörð. „Ég tek til matinn, meðan þú nærð í vatnið," sagði Anna létt í lund að venju. Það var svalt þarna undir trjánum. Ég bætti á bensíngeyminn úr dunk- unum og fór svo eftir vatninu. Er ég kom aftur, var Anna búin að opna vínflöskuna. Ég opnaði vélarhlífina og ætlaði að skrúfa hettuna af vatns- geyminum, en hún var svo heit, að ég veinaði næstum upp. „Anna, ertu með nokkuð, sem ég get skrúfað hettuna með?" „Það liggur slæða á framsætinu," svaraði hún. Þetta var silkiborði, sem Anna hafði keypt á Italíu. Ég vöðlaði honum saman og laut aftur yfir kælivatnskassann. „Snertu hann ekki, Lísa!" kallaði rödd bak við mig. Ég leit upp sem steinilostin. Fram milli trjánna kom karlmaður og gekk til okkar. „Desmond Tracey!" gall ég við, því þetta var hann, en raunar allt annar Desmond en sá, sem boðið hafði okkur til hádegisverðar daginn áður. Hann var nú klæddur bláum buxum, skítugri skyrtu og stuttum leðurjakka. A höfðinu bar hann verkamannsderhúfu og huldi hún svart hárið. „Desmond Tracey!" át Anna eftir mér í hrifningartóni. „Eru þetta vinnufötin þín? Þú kemur mátulega til að taka tappann úr. Ég get það ekki." Hann leit á hana. „Ég verð að hjálpa Lísu fyrst, svo hún brenni sig ekki." Hann tók silkilindann af lokinu og rétti mér og var gremjulegur á svipinn. „Ég hélt, að þú værir skynsamari en þetta!" Ég leit undan, rjóð í vöngum og svaraði á bragði: „Hvað ert þú eigin- lega að gera hér? Ég hélt þú værir í Valencia." ,.Ég var þar líka, en ég frétti, að maðurinn, sem ég ætlaði að hitta hefði farið úr borginni ( gærkvöld og til Madrid. Hann langar til að skoða norðurhluta landsins. En ég efast um, að hann komist að landamærum Frakklands." Ég hvessti brýnnar, rugluð yfir tóninum í rödd hans og spurði for- vitin: „Hversvegna?" Hann yppti öxlum og hristi af sér bakpokann, sem hann bar. „Hann er spænskur, og það er erfitt fyrir Spánverja að komast út úr landinu þessa dagana. Það kostar svo mikið pappírsstríð. Sérstaklega er þetta erfitt fyrir þá landsmenn, sem hafa með hernaðarleyndarmál að gera Hann vill hafa peningana sína með sér. Og hann veit einmitt of mikið um ýms hernaðarleyndarmál." „Það lítur út fyrir, að þú fylgist vel með honum!" Hann horfði hvasst á mig, og það dimmdi yfir gráum augunum: „Al- veg rétt hjá þér. Hann skuldar mér ekki svo lítið af peningum, og ég ætla ekki að láta hann sleppa. Komist hann ekki út úr Spáni, skal ég sannarlega hafa upp á honum." „En máske reynir hann að forðast þig?" „Vafalaust. Eins og er, reynir hann sjálfsagt að vera eins langt frá 28 VIKAN 22- tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.