Vikan


Vikan - 28.05.1970, Blaðsíða 48

Vikan - 28.05.1970, Blaðsíða 48
ÞRJÁR SÖNGKONUR - ÞRJÁR HLJÓMPLÖTUR INGIBJORG og BG frá Isa- firSi með metsöluplötuna ÞIN INNSTA ÞRÁ sem kom út í maíbyrjun. f ELLY VILHJALMS með írska verSlaunalagiS ÞAÐ ER SVO ÓTALMARGT sem kom út í maílok. V ÞDRÍÐUR SIGÖRQARBQTTIR ÞURIÐUR SIGURÐARDOTTIR meS tveggja laga plötu sem kemur út í byrjun Júni. SG-hljómplötur fást í hljómplötuverzlunum um land allt Betri helmingur Churchills Framhald af bls. 32. Þegar ungfrú Clementine Ho- zier giftist Winston Leonard Spencer Churchill 12. september 1918, vissi hún að hverju hún gekk. —■ É'g reyndi ekki að ímynda mér, að ég hefði gifzt hljóðlát- um, heimakærum manni, sem fór á skrifstofuna klukkan tíu á morgnana og kom aftur reglu- lega á sama tíma um kvöldið. Ég vissi, að ég hafði gifzt eins kon- ar mannlegu eldfjalli, ef hægt er að taka svo til orða, og það var skylda mín að skapa heim- ili fyrir þetta eldfjall. 'É'g hafði mínar eigin hug- myndir um, hvernig heimili ætti að vera, enda þótt margar konur vilji ekki vera á sama bandi og ég í þeim efnum. Heim- ilið á að vera friðsamur staður og gleðilegur, þar sem börnin geta þroskazt eðlilega og þar sem maður getur notið kyrrðar og hamingju. Alla tíð fann Churchill kyrrð oCT ró heima hjá sér, enda þótt hann byggi á mörgum stöðum. f heimsstyrjöldinn fyrri urðu hon- um á afglöp, sem bundu þá enda á miöp glæsilegan feril. Hann bað þess vegna kónginri um að mega fara til vígstöðvanna. Cle- mentine var síður en svo glöð 'rfir bví. að maður hennar ætl- aði að fara til vígstöðvanna. Þetta var árið 1915. Hún átti þá +vser rlae+ur og einn son, Diana, sem fædd var 1909, Randolph, sem fæddur var 1911 oe Sarah, sem fæddist rétt eftir að stríðið hófst. Tekjur Churchills voru rýrar um þetta leyti og hann var T'undskammaður um allt Eng- land. En Clementine hrevfði ekki hinum minnstu mótmælum og lét ekki einu sinni í ljós neinn vott af óánægju. — Þegar eiginmaðurinn kem- ur heim, verður hann að finna, að þar bíður hans ást og öryggi. Þar á ekki að bíða hans rifrildis- gjörn og frek eiginkona, sem rýkur á hann og skammar hann um leið og hann stígur fæti sín- um inn á heimili sitt. Clementine hefur ekki skrifað erfðaskrá, en hún hefur skrifað nokkuð, sem aðeins fáeinir vin- ir hafa fengið að sjá. Hún skrif- aði niður það helzta, sem Sir Winston líkaði að fá að borða. Hún skrifaði þetta niður, ef svo skyldi fara, að hún félli frá á undan honum. Þetta er ef til vill bezta sönnunin um þá fádæmu umhyggju, ' sem hún bar fyrir hinum fræga manni sínum. — Eiginkona ætti aldrei að reyna að vera jafnoki manns síns, sagði hún eitt sinn, — eink- um ef um stórmenni er að ræða. Þess vegna kaus Clementine Churchiil að dveljast í skugga manns síns. Og meðan hann var frægur um allan heim, var hún hinn óþekkti bakhjarl hans, enda þótt hún hefði bæði hæfi- leika og fegurð til að bera til þess að verða fræg. Hön hjálpaði þeim manni, sem kom heim með allar áhyggjur veraldarinnar á herðum sér; studdi hann og hvatti á þann hátt. sem pnginn annar gat gert. Þessi maður fyllti þá húsið giarnan af sterkri lykt af risa- stórum vindlum. Ef hann stráði ösku á nýbónað gólfið eða gólf,- teDoið, vissi hún. að hann gerði það vevna þess að hann var ann- ars hugar. . Hún minntist aldrei á slíka smámuni. ☆ Susan Hampshire ... Framhald af bls. 49. baráttuglaðir hertogar og miklir kvennamenn! Siðustu ættliðirnir eru: Lord Randolph, sem geklc að eiga ameríska konu, Jennie Jerome. Sonur þeirra var Sir Winston Churchill, sem frægastur var í heimsstyrj- öldinni síðari. Randolph, sonur hans, lézt árið 1968, og eftirlét syni sínum, blaða- manninum Winston Chur- chill, að bera hið fræga nafn. ☆ Palladómar Framhald af bls. 21. straumi og stormi, en voldug og duttlungafull náttúruöfl í iðrum jarðar. Gils er við- kvæmur og svo hörundssár, að hann gefst jafnvel upp fyr- ir sjálfum sér í einrúmi, ef eitthvað á bjátar, þó að hon- um láti að sækja vasklega móti ofviðri án þess að hrekj- ast af leið. Ressi drungalegi einfari getur og mætavel gert sér dagamun í kunningjahöpi og varpað af sér fargi hvers- dagsleikans með bros á vör og blik í auga, orðið hress í bragði og látið gamansöm til- svör fjúka. Vinum sínum er Gils þvílíkur drengur, að hann gleymir aldrei samúð, tryggð eða liðveizlu. Hann steypir yfir sig hringabrynju og geng- ur keikur í hildarleik deilu- þinga, en skortir víkingslund- ina, hefnigirnina og vígamóð- inn. Garpskapur Gils felst í kröftunum, og hann hefur orðið sterkur af kjarngóðri fæðu í æsku sinni vestur á fjörðum, hangiketi, flatkök- um, riklingi, sméri og skvri. Gils Guðnmndsso ner gerólík- ur þeiin eftirhermum í hópi borgarastéttarinnar, er stunda laxveiði í sýndarskini en hafa súkkulaðikökur og rjómatert- ur að viðurværi. Hann vill ís- lenzkan mat og engar refjar. Lú-pus. Rabbað um ... Framhald af bls. 5. máli. í þessum riðli eru lið frá Marokkó, Búlgaríu, Perú og Vestur-Þýzkalandi. Er flestra álit að Vestur-Þjóðverjar vinni þennan riðil, en mjög skiptar skoðanir eru um hvaða lið hreppir annað sætið. Er búizt við að Búlgarar og Perúmenn berjist harðri baráttu um það sæti. Almennt er búizt við að bar- áttan um efsta sætið í keppninni muni standa á milli Brasilíu- manna og Englendinga. Þessir aðilar hafa sjö sinnum leikið saman og hafa Brasilíumenn sigrað fjórum sinnum, þar af síðast í fyrrasumar. Englending- ar hafa unnið aðeins einn leik, en það var 1956, þegar þeir unnu á Wembley með fjórum mörkum gegn tveimur. Tveim leikjum hefur svo lokið með jafntefli. Englendingar eru sagðir eiga við svipuð vandamál að glíma nú og 1966, eða fremur slaka sóknarlínu. Þá þurfti Alf Ram- sey að gera nokkrar breytingar á sókninni, jafnvel eftir að keppnin hófst og datt þá niður á góða lausn, þar sem Geoff Hurst var. Hurst þykir hinsveg- ar ekki eins góður í dag og hann var þá og segja sérfræðingar að England vanti nú tilfinnanlega leikmann á borð við Lugi Riva frá Ítalíu, eða Gerd Muller frá Vestur-Þýzkalandi. Vörn enska liðsins er hinsveg- ar nú, eins og 1966, mjög sterk og verður ekki þess valdandi að Englendingar missi af titlinum. Málum er hinsvegar algjörlega öfugt farið hjá Brasilíumönnum. Vörn þeirra er talin fremur slök og háir þeim mjög reynsluleysi markmannanna. Sókn þeirra er hinsvegar mun strekari nú, en 1966, þegar Pele átti einn að vinna leiki þeirra. Nú hefur hann annann stórhættulegan sóknarmann við hlið sér, þar sem hinn tuttugu og þriggja ára gamli Tostao er, en hann gerði tíu af tuttugu og tveim mörkum Brasilíumanna í forkeppninni. 48 VIKAN 22- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.