Vikan


Vikan - 28.05.1970, Blaðsíða 40

Vikan - 28.05.1970, Blaðsíða 40
Loksins. Loksins eftir allt tekkiS: Pira- System gefur ySur kost á aS lifga uppá híbýli ySar. Ljósar viSartegundir eru sem óSast aS komast í tízku. Framúr- skarandi í barnaherbergi. SkrifborS úr Ijósri eik. UppistöSurnar svartar eSa Ijósgráar eftir vali. Smekklegt, nýtt, margir uppröSunarmöguleikar. Hvorki skrúfa né nagli í vegg. Ekkert annaö hillukerfi hefur þessa kosti. Því ekki aS velja ódýrustu lausnina, þegar hún er um leiS sú fallegasta. LifgiS uppá skammdegisdrungann meS Ijósum viSi. SkiptiS stofunni meS Pira- vegg. Frístandandi. ESa upp viS vegg. Bezta lausnin í skrifstofuna. Höfum skápa, sem falla inní. BæSi f dökku og Ijósu. KomiS og skoSiS úrvaliS og möguleikana hjá okkur. Pira fæst ekki annarsstaSar. PIRA Frábær lausn í húsbóndaherbergið EINKAUMBOÐ FYRIR PIRA-SYSTEM A ÍSLANDI HUS 09 SKIP Armúla 5 - Sími 84415-84416 Þér getið ekki verið með réttu ráði. Hvað er þriðja deild? Ég þekki engan Golowin og veit ekki um nein skjöl. Segið mér hvað þér eigið við! Ungi maðurinn brosti, svo það skein í sterklegar tennumar. — Ég vil vita hver er milligöngu- maður ykkar Golowins. Milly stóð upp og sneri við honum baki, horfði á litla ljós- blettinn út um rimlagluggann. Nú var þetta að skýrast, þeir tóku hana fyrir einhverja aðra. Þetta mál hafði ekkert með Miily Stubel að gera. — Ég anza þessu ekki, þetta er fáránlegt. Ég heimta að fá að tala við erkihertogann. — Auðvitað, náðuga ungfrú. Það fáið þér, þegar þar að kem- ur. Hún heyrði að hann ýtti stóln- um til hliðar og stóð upp. Þá sneri hún sér að honum. Hann leit vingjarnlega á hana. — Takið það ekki illa upp, þótt ég hafi spurt yður nokkurra spurninga. Það eru aukaatriðb að miklu alvarlegra máli. Ég er reyndar hingað kominn í allt öðrum tilgangi. — Hvaða tilgangi? Hann tók fram spjald með gyltum röndum. Á því stóð: „Hótel de Cravovie“. — Ungfrú- in hefir ekki fengið neitt að borða í dag. Má ég stinga upp á að þér fáið þetta, sem stendur á matseðlinum. — Ég hefi enga matarlyst. — Það er samt skynsamlegt að fá eitthvað að borða, sagði hann með umhyggjusamri rödd. — Ég er hræddur um að við fáum ekki að borða á leiðinni. — Hvaða leið? spurði Milly undrandi. — Afsakið. Hann hneigði sig. — Ég var næstum búinn að gleyma að segja yður það. Við förum til Vínarborgar í kvöld ... Framhald í næsta blaði. Á hátindi frægðarinnar Framhald af bls. 23. þá frani eldheitar varnir fyr- ir rétti mannsins til að fremja sjálfsmorð. Á slíkum stund- um virtist byrði sú, sem hvildi á herðum hans vera honum ofvaxin og þá leitaði liann á náðir vinsins. En köstin liðu hjá, stóðu oft ekki nema i einn sólarhring. „Bakkus konungur“ líkist skáldsögu; hann er lifandi, hreinskilinn, látlaus og hrif- andi. Suinir kaflarnir eru hreinustu perlur, og hann hefur öðlazt sess sem sígilt verk um ofdrykkju. Þó að hann væri tómur skáldskap- ur, væri hann engu að síður sannfærandi, lifandi skáld- skapur. Hann kom fyrst út neðanmáls í „Saturdey Even- ing Post“ og seinna í hókar- formi og var lesinn af millj- ónum manna. Prestarnir notuðu hann sem grundvöll að siðferðisprédikunum sín- um gegn drykkjuskapnum; bannfélögin tileinkuðu sér hann og sérprentuðu kafla úr honum og dreifðu út í hundruðum þúsunda. Kenn- arar, stjórnmálainenn, blaða- menn og fyrirlesarar og fé- lög, sem óhugsanlegt var að hefðu getað unnið saman að nokkru máli, sameinuðust nú, fyrir tilstilli „Bakkusar konungs" i baráttunni gegn vínauðvaldinu. Það var gerð kvikmynd út af efni hókar- innar, sem vinframleiðendur buðu stórfé fyrir að fá stöðv- aða, og fólk, sem ekki hafði opnað bók siðan það sat á skólabekk, gleypti hana eins og gráðugir úlfar. Þó að Jack hefði i bókinni lýst sigri sínum á vininu, var hann af flestum lesendum skoðaður sem túramaður. Sá viðbjóð- ur á ofdrykkjunni, sem „Bakkus konungur“ vakti hjá meginþorra fjöldans, átti tvímælalaust drjúgan þátt í lögleiðingu liannsins i Ame- rílcu.---- Landbúnaðurinn tók nú hug Jacks svo, að hann gleymdi öllu öðru. Hann ætl- aði að gera bú sitt að fyrir- myndarbúi og lagði allan áhuga sinn og allar eigur í það. Hann ruddi land, sáði, plantaði, og hann breytti vín- ekrum sinum í eukalyptus- skóga. Hann keypti hesta, naut, kvígur, svín og angóra- geitur. Hann skrifaði fjölda greina um búvísindi og frum- drög að skáldsögu, sem átti að fjalla um „afturhvarfið til moldarínnar“. Bændurnir í sveitinni hlógu að honum, eins og menn höfðu hlegið að hon- um, þegar hann var að byggja „Snarken“, en hann lét það ekki á sig fá. „Ef maður finnur einhverja heil- brigða og skynsama aðferð til að vinna sér inn og eyða peningum, þá setjast allir að manni. Ef ég aftur á móti eyddi peningum minum i veðmál og dansmleyjar, þá væru engin takmörk fyrir umburðarlyndi manna.“ — Þeim, sem vöruðu hann við að eyða svona miklum pen- ingum í tilraunir, svaraði hann. „Ég afla mér peninga á heiðarlegan liátt og ekki á kostnað verkalýðsins. Ef mig langar til að nota peninga mína til þess að veita mönn- um atvinnu og til að endur- reisa landbúnaðinn i Cali- forníu, hef ég þá ekki fullt leyfi til þess?“ Bitstörf hans gáfu honum 75.000 dollara i árslaun, en hann notaði 100.000. Þegar búreksturinn náði hámarki sinu, voru launaútgjöld hans 3000 dollarar á mánuði. Hann hafði 100 manns við bústörf og byggingar og ef skyldulið þeirra er talið með, hefur liann haft fimm hundr- uð manns á framfæri sínu. En með því er ekki allt tal- 40 VIKAN 22- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.