Vikan


Vikan - 28.05.1970, Blaðsíða 21

Vikan - 28.05.1970, Blaðsíða 21
á sömu leið fyrir honum við báðar kosningarnar 1959, en mjóu munaði um haustið, og atkvæði þjóðvarnarmanna gátu reynzt hinum flokkunum dýrmæt aukageta, ef til kæmi. Var og leitað af kappi eftir þeim hak við tjöldin, en Al- þýðubandalagið hreppti feng- inn að lokum. Voru það sér í lagi talin ráð bræðranna Finn- boga Rúts og Hannibals Valdimarssonar, sem lögðu stund á að bjóða Gils Guð- mundssyni uppreisn. Varð úr, að hann erfði sæti Finnboga Rúts í Reykjaneskjördæmi, og heppnaðist sú tilraun ágæt- lega, þegar á reyndi, þó að tvísýn virtist í upphafi. Al- þýðubandalagið jók fylki sitt í kjördæminu og fékk 1969 atkvæði. Þar með var Gils Guðmundsson orðinn alþing- ismaður öðru sinni. Hann var endurkosinn í Reykjaneskjör- dæmi 1967 og slapp að kalla við heimilisböl Alþýðubanda- lagsins vegna ágreinjings Hannibals Valdimarssonar. Þrjózk seigla er ríkt ein- kenni í fari Gils Guðmunds- sonar. Vonbrigði þriggja kosn- inga röskuðu engan veginn sálarró hans, en lömúðu smám saman þrek mannsins. Þjóð- varnarflokkurinn bætti víg- stöðu sína að mun í haust- kosningunum 1959, er þing- mönnum Reykjavíkur fjölg- aði, en þá var Gils Guðnnmds- son loks uppgefinn að berja rokið. líins vegar langaði hann á þing sem fyrr og tók þess vegna boði Alþýðu- bandalagsins um mannvirð- ingar á Suðurnesjum. Gils Guðmundsson er svo ritfær, að hann hefur listræna túlkun á valdi sínu, þegar honum tekst bezt. Hann telst og betur læs en nokkur ann- ar alþingismaður og má sín einnig mikils í kappræðum. Gils undirbýr málflutning sinn dyggilega og nýtur sín öðrmn fremur í útvarpsum- ræðum. Ahugamál hans eru einkum atvinnuvegir landsins og utanríkisstefna íslendinga. Fjallar Gils um þau efni 'af þrótti og mvndugleik, festu og íhygli. Hann bregður aldrei á leik í sókn eða vörn, en ber sig að eins og sterkur maður í reiptogi. Tillögur hans eru jafnan rökstuddar og gagn- rýnin sannvjörn og málefna- leg, enda Gils raunsýnn og drenglyndur og hefur aldrei brigzl og öfgar í írannni. Þróttur hans reynist hins veg- ar allur í orðfæri og afstöðu. Gils Guðmundsson er gæfur og hagfara og minnir á björn- inn, sem lætur fara notalega um sig í lnðinu löngum stund- um. Fólk hlustar gjarnan á hann, og Gils hefur drjúg áhrif, en beitir sér aldrei fyrir byltingu annars staðar en í ræðustóli. Hann leggur sitt- hvað til mála, en á sjaldan frumkvæði að athöfnum. Styrkleiki hans er einlæg trú á íslenzkt þjóðerni og íslenzka menningu, og honum á Gils traust sitt að þakka. Að öðru leyti er frami hans tilviljun. Honum lætur ekki að taka af skarið og hlutast til um stór- ræði. Hannibal Valdimarsson átti drýgstan þátt í því, að Gils Guðmundsson komst aftur á þing. Þó varð ekki úr sam- vinnu af þeirra hálfu, er í odda skarst í Alþýðubandalaginu með Hannibal og Lúðvíki Jó- sefssyni og Magnúsi Kjartans- syni. Gils sat svo fast, að Hannibal bifaði honum hvergi, þegar hann gafst upp á sálufélaginu við kommún- ista og geystist brott. Hafa margir undrazt, hvað Gils var þungur rassinn í þeim svipt- ingum. Enginn vænir hann þó um heilaþvott eða mútur. Ástæða þessarar tregðu er að- eins sú, að Gils treystir sér ekki út í þá uggvænlegu óvissu, sem er Hannibal Valdinmrssyni kjörið tækifæri að sanna fífldirfsku sína í aug- sýn alþjóðar. Auk þess er kommúnistum lagið að kitla þá hégómagirni, sem dylst í fari Gils Guðmundssonar, þó að hann leyni henni vendilega. Skáka þeir honum ótæpt fram eftir viðskilnað Hannibals og Björns Jónssonar, og slíkt er Gils meira að skapi en flesta grunar. Lúðvík og Magnús kunna líka vel að meta nota- gildi þessa skyldurækna og þrautseiga manns. Þeir eiga ekki heldur kost á traustari skildi en verju Gils Guð- mundssonar. Sumir ætlá, að Gils Guð- mundsson sé daufgerður og fá- látur af meðfæddu geðleysi, en sú ályktun er fljótfær. Skapríki hans er vissúlega nokkurt, þó að lundarfar mannsins teljist fremur í ætt við vatnið, sem ýfist af Framhald á bls. 48. 22. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.