Vikan


Vikan - 28.05.1970, Blaðsíða 43

Vikan - 28.05.1970, Blaðsíða 43
TAKIÐ UPP HINA NYJU AÐFERÐ OG LÁTIÐ PRENTA ALLS KONAR AÐGÖNGUMIÐA, TIL- KYNNINGAR, KONTROLNÚMER, KVITTANIR O.FL. Á RÚLLUPAPPÍR. HÖFUM FYRIRLIGGJ- ANDI OG ÚTVEGUM MEÐ STUTTUM FYRIR- VARA YMIS KONAR AFGREIÐSLUBOX. LEITIÐ UPPLYSINGA SKIPHOLTI 33 - SÍMI 35320 ið, því að honum lagðist sí- vaxandi liópur af vinum og vina vinum, ættingjum og æltingja ættingjum, gestum, þurfalingum, flækingum og alls konar ómögum. Sjálfum var honum eins eiginlegt að miðla öðrum eins og að draga andann. Hver einasti flækingur í Ameríku vissi, að sá félagi þeirra, sem var frægastur allra, neitaði aldr- ei neinum um mállið eða liúsaskjól, og flestir þeirra lögðu leið sína um „Beauty Ranch“. Næstum allir vinir lians fengu lánaða hjá lionum peninga, ekki einu sinni, Iieldur oft og mörgum sinn- um, og aldx-ei fékk liann eyri aftur. Hann fékk bréf í þús- undatali með beiðni um pen- inga, og oft veitti hann úr- lausn. Rithöfundar, sem hann vissi engin deili á, skrifuðu honum og háðu hann að sjá fyrir sér á meðan þeir væru að ljúka við skáldsögu, sem þeir liefðu í smíðum; hann sendi þeim ávísanir mánað- arlega. Þegar lxlöð jafnaðar- manna voru í fjárkröggum, sem ósjaldau kom fyrir, sendi liann þeim áskriftar- gjald fyrir alla vini sína og ókevpis greinar og sögur. Þegar jafnaðai’menn og verkalýðsleiðtogar voru tekn- ir fastir, kostaði hann máls- vörn þeirra. Þegar verkföll voru að fara út um þúfur vegna fjárskorts, sendi hann verkamönnunum peninga, til að þeir gætu fengið mat. Þegar hann frétti, að áströlsk kona hefði misst báða syni sina i heimsstyrjöldinni, sendi hann henni ótilkvadd- ur 50 dollax-a og upp frá þvi sömu upphæð mánaðarlega á meðan hún lifði. Pólitískir skoðanabræður hans i þúsundatali skrifuðu honum og háðu hann um að mega koma og húa hjá hon- um. „Látið mig bara fá eina tunnu lands og nokkur hænsni og þá skal ég sjá fyi'- ir mér.“ — Þér eigið víst ekki aflögu eina eða tvær tunnur lands og eina kú?“ Ilann gaf Elizu skipun um að ráða ekki fleira fólk; en svo kom verka- maður með konu og börn, af því að hann hafði heyrt að hjá honum væri alltaf hægt að fá vinnu, og þá réði Jack hann sjálfur. Eliza, sem hélt búreikningana, segir, að helminginn á þeinx pening- um, sem Jack vann sér inn, liafi liann gefið. Ef þar við er hætl peningum, sem liann borgaði fyrir vinnu, sem liann hafði enga þörf fyrir, þá verður ]iað sem næst tveir þriðju hlutar af öllum tekj- um hans. Aðeins einu sinni neitaði hann um hjálp. Kona þekkts hnefaleikara, frú Fitzsim- mons, símaði honum og bað hann um að lána sér 100 dollara strax, en gaf cnga frekari skýringu. Jack var einmitt um þessar mundir að basla við að útvega sér 3000 dollara til þess að borga vá- tryggingariðgjöld og rentur af jörðinni, og símaði henni því aftur, að hann ætti ekki grænan eyri. Tveim dögum seinna las hann í blöðunum, að frú Fitzsimmons hefði verið skorin upp á fátækra- deild opinhers sjúkrahúss. Hann gat aldrei fyrirgefið sér þetta, og kæmi það fyrir, að liann væri peningalaus, ]ieg- ar einhver leitaði á náðir hans, tók liann sjálfur pen- inga að láni til þess að eiga ekki á hættu að láta þurfandi mann synjandi frá sér fara. Vorð 1913 var Jack Lon- don tekjuhæsti, þekktasti og vinsælasti rithöfundur heims ins. Sögur hans liöfðu verið þýddar á rússnesku, frönslcu, þýzku, spönsku, ítölsku og hehresku. Myndir af lionum voru svo oft birtar, að millj- ónir manna um allan heim þekktu orðið og elskuðu liinn unglega og fallega svip lians. Hvert einasta orð hans, liver einasta hreyfing kom sam- stundis í hlöðunum — og þó að hann liefði ekkert fyrir stafni, fundu blaðamennirn- ir upp á einhverju til að skrifa um liann. „Ég man, að dag nokkurn var mín þrisv- ar getið í blöðunum. Fvrst var þess getið að við hjónin liefðum lent í rifrildi í Port- 22. tbi. ynCAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.