Vikan - 28.05.1970, Blaðsíða 47
að liann fengi ekki send
handrit frá rithöfundum, sem
báðu liann að segja álit sitt
á þeim, umskrifa þau og
selja fyrir sig. Öll þessi hand-
rit, sem voru allt frá einnar
síðu kvæðum upp í 800 blað-
síðna skáldsögur, las hann
vandlega og sendi svo höf-
undinum langa og ítarlega
umsögn, þar sem liann gerði
grein fyrir þeirri tækni, sem
liann sjálfur hafði tileinkað
sér.
Ef honum fannst handrit-
ið vera gott, reyndi hann að
selja það einhverju forlagi,
ef honum fannst það lélegt,
sagði hann höfundinum álit
sitt á því. Oft varð þessi ein-
lægni lians til þess, að hann
sætti hinum svívirðilegustu
aðdróttunum. Það var eink-
uin einn höfundum, sem
skrifaði honum og har hon-
um á brýn alls konar vamm-
ir og skammir. Jack sat ])ol-
inmóður meiri liluta nætur
við að skrifa þessum verð-
andi rithöfundi bréf, álíka
langt og smásögu, sem liann
liefði getað fengið 500 doll-
ara fyrir, þar sem hann
reyndi að koma honum í
skilning um, hvernig hann
ætti að taka aðfinnslum,
þannig að þær yrðu honum
til góðs.
Þeir fáu rithöfundar, sem
liann reiddist, voru þeir, sem
háðu hann um að henda sér
á beinustu leiðina til frægð-
ar. „Sá, sem lætur sig dreyma
um að verða listamaður, og
ætlast lil þess að annar mað-
ur hjálpi lionum til þess,
getur aldrei orðið annað en
miðlungsmaður. Ef þér vilj-
ið inna af hendi stórvirki, þá
verðið þér að gera það hjálp-
arlaust. Herðið upp hugann!
Látið hendur standa fram
úr ermum! Gefizt ekki upp!
Rausið ekki um það við mig
og aðra, livað yður finnist
allt gott, sem þér hafið skrif-
að, og að yður finnist það al-
veg eins gott og það sem
þessi eða hinn hafi skrifað.
Iíættið ekki fyrr en verk vð-
ar eru orðin svo miklu,
iniklu betri, að þér fáið
livorki tíma né löngun lil að
bera þau saman við meðal-
mennsku annarra."
I spjaldskrá hans er skrá
yfir hréf frá flest öllum
Krommenie
Vinyl gólfdúkur og vinyl
flísar með áföstu
filti eða asbest undiriagi.
Mýkri, áferðarfallegri,
léttari í þrifum, endingarbetri.
KYNNIÐ YÐUR ÞAÐ BEZTA
Krommenie
Gólfefnl
KLÆÐNING H.F., Laugavegi 164
LITAVER S.F., Grensásvegi 24
MÁLARINN H.F., Bankastræti.
Grensásvegi 11
VEGGFÓÐRARINN H.F.,
Hverfisgötu 34
frægari samtíðarhöfundum
hans. í þessum bréfum hafa
þeir trúað honum fyrir fjár-
hagsörðugleikum sínum,
áhyggjum og vonleysi. Hann
tjáði þeim öllum samúð sína
og taldi kjark i þá. Ef eitl-
livað forlag gaf út hók um
jafnaðarstefnuna, sendi það
honum bókina, og hann las
liana samvizkusamlega og
simaði eins mikið lnós um
hana, og þurfti til að hún
næði útbreiðslu.
Frá því 1910, að „Hetjan
frá Klondilce“ kom út, hafði
„Macmillan“ gefið út eftir
hann eitt leikrit, sem liét
„Þjófurinn“, greinaflokk frá
Suðurliafseyjum undir nafn-
inu „í langferð með „Snark-
en“,“ og fjögur bindi af smá-
sögum frá Suðurhöfum, sem
ekki seldust sérlega vel.
En nú tilkynnti Brett hon-
um, að allur sá fjöldi af
ódýrum vikuhlöðum, sem
birtu góðar eftirlíkingar af
þessum spennandi smásög-
um, sem höfðu gert Jack
frægan, væri að eyðileggja
markaðinn fyrir smásagna-
söfn, og hann sæi sér því
ekki fært að verða við hinum
sífelldu heiðnum hans um
fyrirframgreiðsluð sem
sjaldan voru ininna en 500
dollarar.
Eftir tiu ára ágætt sam-
starf sagði liann skilið við
Brett og „Macmillan“ árið
1912. Hann gerði því næst
samning við „The Century
Company“, sem gat út
„Smoke Bellow-sögurnar“,
„Fæddur um nótt“, og
„Hnefaleikarinn“, en neituðu
að borga honum fyrirfram
1000 dollara á mánuði í þrjá
mánuði fyrir „Baltkus kon-
ung“.
☆
Ævintýri á Spáni
Framhald af bls. 29.
að sofa I bílnum. Ég stakk því upp á að ég hvíldi hann á að aka, en
hann vildi ekki þiggja það.
Er við komum að útjaðri Valencia, nam Desmond staðar við umferð-
arljós, mændi út um gluggann og tautaði: „Fjandinn sjálfur, veginum
er lokað. Ríkislögreglan er að leita að einhverjum. Það kemur fyrir ann-
an hvern dag á Spáni. Lísa, þú sagðist vilja sjá dómkirkjuna. Það er lítil
gata hér til vinstri. Hún liggur til dómkirkjunnar, og þá losnum við líka
við allar tafir."
Ég brosti til hans-. „Þú ræður þessu, Desmond!"
Desmond beygði niður í þröngt sund, þar sem há hús voru beggja
vegna,- fljótt á litið virtust þau vera bakhlið stórra vöruhúsa.
Sundið var autt, og Desmond ók hratt í gegn og rétt slapp við að rek-
ast á vörubíl, sem kom út úr hliðarsundi. En hann varð að hægja á ferð-
inni, er komið var á fjölfarnari götu. Ég andvarpaði af létti.
Anna leit til mín um öxl og hló. „Þetta var spennandi, fannst þér
ekki? Sástu lögregluþjóninn? Hann veifaði byssu á eftir okkur!"
„Hvað ertu að segja, Anna?"
Desmond leit til mín og mælti: „Ég hefði auðvitað ekki átt að gera
þetta. En ég gleymdi einfaldlega, að við höfum nægan tíma, en ég þoli
alls ekki ríkislögregluna. Mér þykir fyrir þessu, Lísa."
„Það er ótrúlegt, að hann hefði skotið á eftir okkur fyrir svona smá-
ræði," svaraði ég gremjulega. „En hvað gerist, ef þeir rekast aftur á
okkur í Valencia?"
Desmond yppti öxlum. „Ég segi bara, að við höfum ekki tekið eftir
neinni lögreglu. En það kemur ekki til að þeir finni okkur."
Þessi skýring hans þótti mér ekki fullnægjandi.
Desmond hélt áfram að aka í ýmsar áttir eftir þröngum götum, og ég
gat ekki stillt mig um að segja háðslega: „Þú þekkir Valencia ágætlega,
Desmond, og þú verður að fyrirgefa, að mér finnst heldur mikil fyrir-
höfn til að sneiða hjá einni vegarhindrun."
„Eg er vel kunnugur í Madrid og Barcelona, og líka í Malaga og
Sevilla, já, í hvaða iðnaðarborg sem vera skal. Nú ökum við út úr þessu
hverfi. Þegar við beygjum til hægri, sjáum við dómkirkjuna. Ég vona
að þið verðið ckki fyrir vcnbrigðum. Heyrið þið í sírenum?"
Ég lagði við hlustirnar og heyrði skerandi væl, sem ýmist sté eða hneig.
„Sjúkrabíll," svaraði Desmond. „Og sjálfsagt að leita að okku’r. Það
er ekki gott að reikna ríkislögregluna út. Þeir eru síhræddir við raunveru-
lega og ímyndaða andstæðinga stjórnarinnar."
„Ef leitað er eftir einum karlmanni og tveim stúlkum í Citroen-bíl,
ætti ekki að vera erfitt að finna okkur," sagði ég skyndilega óttaslegin.
„Bílstjórinn í vörubílnum sá okkur að minnsta kosti."
„Alveg rétt," svaraði Desmond. „En enginn segir ríkislögreglunni neitt,
eins mikið og hún er hötuð. Ég held við getum verið óhrædd!
Ég virti fyrir mér hnakkann á honum, — og tortryggði hann. Atferli
hans stafaði ekki af fljótfærni eins og hann vildi vera láta, heldur benti
allur andlitssvipur haris til, að hann væri óvenjulega viljasterkur og fylg-
inn sér.
Anna var mjög óróleg og mælti: „Heldurðu, að þeir séu að leita að
morðingjanum, Desmond?"
Ég sá andlit hans úr sætinu, þar sem ég sat, og sá, ag það var nú ná-
fölt og augun dekkri.
„Morðingjanum? Hvaða morðingja?" svaraði hann harðskeytlega.
„Við heyrðum það í útvarpinu í gærmorgun. Þulurinn sagði, að rík-
islögreglan væri á höttunum eftir honum. Hann drap vinkonu sína í
Barcelona á mánudagskvöldið var. Það er reynt að hindra, að hann kom-
ist frá Spáni."
„Ég hélt að þið skylduð ekki spænsku." Rödd Desmonds virtist hás.
Anna var ekki hið minnsta uppnæm og masaði áfram: „Það gerum
við ekki heldur Lísa er alltaf með nefið niðri í orðakverinu. En við heyrð-
um þetta í fréttasendingu frá Gibraltar."
Eftir andartaksþögn sagði Desmond: „Þið hljótið að hafa gott útvarps-
tæki. En hafið þið leyfi til að nota það?"
Framhald á bls. 50.
22. tbi. VIIÍAN 47