Vikan


Vikan - 28.05.1970, Blaðsíða 17

Vikan - 28.05.1970, Blaðsíða 17
Þegar kísí Uont aftur SMÁSAGA ÚR DAGLEGA LÍFINU EFTIR HILMAR JÖNSSON angur: allir ketlir heima. Klukkan var orðin tíu og vandamálið krafðist slcjótrar úrlausnar. Ég var einbúi um þessar mundir. Konan var á spítala að ala mér dóttur og „pumm- arnir“ minir tveir voru hjá tengdamömmu. Húsið var með öðrum orðum tómt. Var nokkuð annað að gera en taka þennan óhoðna gest með sér heim i bílinn? Konan hafði ámálgað það að fá kött. Strákarnir mundu hafa gaman af því, sagði liún. Og það var rétt að þeir fóru ætið beina leið til kisu, þeg- ar þeir komu í Smáratúnið ellegar heimsóttu ömmu og afa i Höfnunum. En ég bar fyrir mig fyrri reynslu. Mamma hafði átt fleiri en einn kött. Á einn hafði ver- ið keyrt. Við bræðurnir köll- uðum þann mann aldrei ann- að en Jón Jónsson kattar- bana. Annar veslaðist upp i einhverju kattarfári.- Svo voru það húsgögnin. Þau höfðu aldrei farið varhhita af þessum vígreifu dýrum og síðast en ekki sízt var það þrifnaðurinn. Ivattarhlands- lykt er sko ekkert vellykt- andi eða finnst ykkur það? Þannig liafði ég heilmikið af rökum með mér. En i þetta sinn gleymdi ég öllum mótbárum gegn köttum. Það yrði liálf kalt í miðstöðinni um nóttina svo gestinum var boðið til stofu og þar skildi ég hann eftir þegar Iiann hafði fengið mat framreidd- an ásaml hljóðri ósk um að gera sínar þarfir ekki fyrr en með morgni. Svefnherbergis- dyrnar voru skildar eftir opnar, ef ske kynni að gest- urinn vildi fremur liggja i rúmi en sófa. Heimurinn var fullur af lilýju um þessar mundir: nýr einstaklingur mundi innan skamms koma heim og bælast í heimilis- kórinn. Og það var eins og mig hafði grunað, um morg- uninn var kisi kominn upp í til mín, liafði lagzt til fóta eins og allir góðir heimilis- kettir gera. En nú voru góð ráð dýr. Veðrið hafði litið sem ekkert batnað. Fyrir liádegi var ætlun mín að fara i innkaupaleiðangur til Reykjavilcur. Það var ekki hægl að skilja kisu eftir heima og út vildi hún ekki þótt henni væri það kurteis- lega hoðið. Eftir nokkra iliug- un ákvað ég að endurtaka ævintýrið frá kvöldinu áður. bjóða gesli mínum aftur í biltúr. Þið hlæið kannski, sem hafið reynslu af köttum sérstaklega af köttum í bil- um, en ég var nú bara svona einfaldur. í þetta sinn var ferðinni eins og áður segir lieitið til Reykjavíkur. Þið, sem liafið reynsluna eruð sjálfsagt farin að hrista liaus- iiin og ég verð að viðurkenna það, að ég var ekki kominn nema upp á Stapa, þegar ferðafélagi minn fór að ókyrrast, mjálma ámátlega og láta yfir höfuð öllum ill- um látum. Nú, liugsaði ég. Það er vist ekkert annað að gera en hleypa gemlingnum út. Hann lætur sér kannski segjast, þegar hann finnur rokið og rigninguna. Ég stoppaði og hleypti uppreisnarseggnum út. Og spá mín reyndist rétt. Kisi fór smáspöl út fyrir veg- inn en stóð þar síðan óráð- inn i rokinu og rigningunni. Ég kallaði. Jú, liann kom, að vísu með dálitlum semingi en kom ]xi samt. Komdu, greyið! Rétt við hurðina stanzaði hann eins og liann myndi að ferð í híl er verri en hin versta maga- pína. En hann gáði ekki að því að maðurinn er nú einu sinni slóttugur. Með því að teygja snöggt úr mér náði ég i rófuna á kauða og þar með var hann kominn á ferð á nýjan leik. Ég lnigsaði sem svo að nú hlvti allur mótþrói að vera brotinn á bak aftur, enda hafði hann fengið smjörþefinn af veðrinu og hugsaði nú eins og skynsam- ur köttur hlýtur að liugsa að það sé betra að vera í bíl en húka úti i rigningu og roki. En þetta var ekki skynsam- ur köttur. Það verð ég að segja, þótt liann hætti ráð sitt siðar. Hann liélt sig að visu á mottunni fyrst í stað en þegar kom inn á Stranda- heiði hafði öll skynsemi rok- ið út í veður og vind og katt- arafmánin fór aftur að mjálma og það eins og ég væri að kevra hann beint á aftökustaðinn. Hófst nú sam- tal við sálina: Var ekki ómannúðlegt að láta kött út úr bíl hér á miðri Stranda- heiði og það kött, sem ber- sýnilega var ekki vanur úti- legum og vondum veðrum. Nú fyrst fór að renna upp fyrir mér hvað ég hafði ver- ið vitlaus að taka þennan fugl með i bílinn. Ég jók ferðina i von um að dýrið Framhald á bls. 36. 22. tw. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.