Vikan


Vikan - 28.05.1970, Blaðsíða 18

Vikan - 28.05.1970, Blaðsíða 18
Hráa grænmetisrétti er auð- velt og fljótlegt að útbúa. — Hér á eftir fara uppskriftir af salötum, og getur síðan hver húsmóðir breytt þeim eftir sínum smekk. Það er mjög auðvelt að útbúa gott salat, en þá verður hráefnið líka að vera gott. Grænmeti er hollt, Ijúffengt og fljót- legt í framleiðslu. Berið fram salat sem álegg á smurt brauð sem forrétt, millirétt eða meðlæti með fisk- og kjötréttum. — Til- breytingu í salatgerð má fá t. d. með að breyta til með sósur. Útbúið þá gjarnan stærri skammta en þarf til hverrar máltíðar og geymið þær í lokuðu íláti í kæli- skápnum, þá eru þær alltaf við hendina. Þá má einnig kaupa ýmiss konar salatsós- ur tilbúnar í verzlunum. Algengasta salatsósan er senni- lega svonefnd frönsk salatsósa. 3 hlutar olía 1 hl. edik, salt og pipar. Þá sítrónusósan úr pressuðum sítr- ónusafa með örlitlu vatni í eða olíu, sykri og kryddi. Mayonese og þeyttur rjómi. Það má nota hvort fyrir sig eða sitt í hvoru lagi og má þá bragða hvort- tveggja til með sinnepi, sítrónu- safa, tómatsósu eða saxaðri stein- selju, karsa eða graslauk. Þá er það gullvaég regla að útbúa salatið á síðustu stundu. Þá heldur grænmetið sér bezt og C-vítamín- innihaldið, sem rýrnar svo mjög við súrefnisáhrif loftsins. Og þá bragð- ast salatið bezt. GRÆNMETISRFTT1R Það er mjqg auSvelt að útbúa gott salat, en þá verður hráefnið líka að vera gott. Grænmeti er hollt, Ijúffengt og fljót- legt í framleiðslu. Sumarsalat 2 salathöfuð 750 gr agúrka radísur sósa: 1'/2 dl súrmjólk eða þunnt úthrært skyr 2 msk. fíntsöxuð steinselja V2—1 msk. sykur Salatið þvegið vel og skorið í strimla o'g agúrkan í bita. Radísurn- ar þvegnar vel og skornar í sneiðar. Sósunni hellt yfir. 18 VIKAN 22- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.