Vikan - 28.05.1970, Blaðsíða 29
mér og hann getur. En ég gefst ekki upp á að finna hann. Ég get verið
miög þrár."
„Og á meðan notar hann peningana þína? En hann vonast auðvitað
til, að þú gefist upp og farir heim til Irlands, því það kostar peninga
og tíma að eltast við flóttamann."
Hann kinkaði kolli: „Þú ert mjög hugsandi af kvenmanni að vera."
„En gætirðu ekki látið lögfræðing sjá um málið."
Desmond gretti sig og svaraði: „Hann er svo heppinn að vera hátt
settur Kjá spænsku stiórninni, og þá leyfist honum allt. Hann er valda-
meiri en nokkur utan ráðuneytanna. Hann er af háum ættum frá Falangen
og vel ríkur, enda á hann margar eignir milli Pyrneafialla og Algeciras."
„Og samt borgar hann ekki skuldir sínar. En það eru víst margir
svona gerðir."
„Já, og ekki siður á Spáni en annarsstaðar. En nú skal ég sýna þér,
hvernig bezt er að taka hettuna af, þegar vatnið sýður. Færðu þig dá-
lítið frá . Já, þetta er gott."
Hann huldi lokið með samanbrotnu handklæði, snéri tvívegis og hljóp
svo nokkur skref burt frá bílnum. í sömu andránni flaug klæðið og
hettan upp í loftið undan gufu- og vatnsþrýstingi.
„Ég var heppm að skaðbrenna mig ekki!" stundi ég upp lafhrædd.
„Næst skaltu annað hvort bíða þar til vatnið kólnar ellegar fara að
eins og ég var að gera. Andlitið á þér er of fallegt til að verða fyrir
skemmdum!" Og hann flýtti sér að bæta við: „Það sama gildir fyrir
Onnu."
Ég roðnaði og snéri mér undan.
„Ég var heppinn að taka eftir ykkur frá lestinni." bætti hann við.
„Morgunvélin til Valencia var yfirfull, svo ég ákvað að taka lestina.
Skuldunautur minn er ekki sá eini, sem hefur góð sambönd í Valencia.
Nokkrir vina minna vilja vita, hvert hann hefur farið. Ég sat og kíkti
út um gluggann, þegar ekið var hér framhjá."
„Þú og allir hinir 'karlmennirnir?" spurði Anna.
Hann kinkaði kolli. „Ég sá, að varla mundi liða á löngu áður en þið
néyddust til að stanza. Auðséð var á gufunni, að vatnskassinn lak. Þeg-
ar lestin stanzaði til að losa sig við ávexti, stökk ég af og beið þar til
þið ókuð framhjá."
„Þessi maður er hreinasti engill, finnst þér það ekki, Lisa?" gall Anna
við stórhrifin.
„Það var vinsamlegt af þér," viðurkenndi ég. „En við verðum
þér svo skuldbundnar, Desmond. Við gleymum ekki, hvað þú gerðir fyr-
ir okkur í Barcelona."
„Þú verður að borða með okkur," sagði Anna. „Viltu opna flöskuna
fyrir okkur?"
„Ég verð að viðurkenna," sagði hann eftir að hafa breitt úr teppinu
og við setzt á það, „að það var víst eigingirnin, sem réði, þegar ég
stökk út af lestinni og beið eftir ykkur Mig langaði til að fylgjast
með ykkur."
„Ekki getum við skilið þig hérna eftir, Desmond," sagði ég hlæjandi.
„Það er víst sjálfsagt langt í næstu lest."
Grá augun hans virtu mig fyrir sér, og hann brosti töfrabrosi. „Ég er
líka smeykur um, að mig langi til að slást í förina með ykkur."
„Gerðu það bara," samsinnti Anna og hellti víni í glas. „Við höfum
ekki nóg glös, Anna. Getum við ekki notað lokið af hitabrúsanum?"
Eftir nokkra þögn hélt Desmond áfram: „Þið viljið auðvitað sjá Valencia
og Madrid og halda svo áfram til Frakklands. Ur því við erum á sömu
leið, datt mér í hug, að það gæti orðið hagur fyrir alla aðila að verða
samferða. Ég þarf að komast leiðar minnar eftir þjóðvegunum. Þið hafið
bíl. Maðurinn, sem mig langar til að hitta, á margar eignir milli Valencia
og Madrid og milli Madr'd og Frakklands. Einhversstaðar þar gæti hann
verið, og því þarf ég að spyrjast fyrir sem víðast."
Ég leit spyrjandi til Önnu. „Hvað sýnist þér?"
„Þetta er indælt," svaraði hún áköf. „Þú getur verið túlkur hjá okk-
ur. Og þú ert verkfræðingur og ættir því að hafa eitthvert vit á bíl-
vélum."
Snögglega fann ég til grunsemdar, þótt ég fyndi enga ástæðu til þess
og horfði því á Desmond. Andlitsvöðvar hans voru strengdir.
„Ég hef í huga að fara heim gegnum Madrid og seinna yfir Frakk-
land," svaraði hann. „Þú sagðir í gær, Lísa, að þú kynnir frönsku. Ég
kveð ykkur svo við landamærin, því þá hittið þið mikið af frönskumæl-
andi Spánverjum."
Hann laut ákafur í áttina að mér og var bersýnilega meir í hug að
sannfæra mig en Önnu um þessa skynsamlegu ráðagerð.
Ég fellst á þetta," svaraði Anna glaðlega. „Já, auðvitað gerum við það
báðar."
„Og við skiptum kostnaðinum?" spurði ég efins.
„Ef þú vilt halda þér stíft við það, — já. Við skiptum öllum kostnaði
viðvíkjandi bílnum, þar á meðal öllum viðgerðum. Og ef bíllinn fer í
mask, kaupi ég annan, þar sem ég get ekki verið bíllaus."
„Þú féllst þá í alvöru á, að við skiptum öllum kostnaði?-'
Hann kinkaði kolli, og bros færðist á varir hans, er hann fann, að ég
var byrjuð að gefa eftir. Ég sá vel hagnaðinn við þetta, en eitthvað kom
mér til að hika við að samþykkja.
En loks kinkaði ég kolli. „Þá er þetta aftalað."
Desmond lyfti glasi sínu og skálaði við okkur.
„Alla leið til frönsku landamæranna," sagði ég.
3. KAFLI
Við ókum meðfram ströndinni ,og sáum akrana í Valenciahéraðinu.
Hvarvetna voru tré og blóm. I hæðadrögunum gnæfðu við loft appel-
sínutré með þroskuðum ávöxtum.
Eftir að hafa gist í hótelinu í Torreblanca komum við til Valencia-
borgar upp úr hádeginu. Anna hafði auðvitað orðið ásátt með að sitja
frammi í við hlið Desmonds. En ég varð að láta mér nægja að sitja aftur
í við hlið hattaöskju Önnu og bakpoka Desmonds.
Það leit út fyrir, að bíllinn hefði gerbreytzt eftir að Desmond tók við
honum, enda hafði Desmond verið fram á nótt í Torreblanca að gera við
bílinn í stað þess að sofa.
Desmond var hinn ágætasti bílstjóri. Hann hafði unnið svo lengi að
viðgerðinni, að hótelið var lokað þegar hann kom, svo hann mátti til
Framhald á bls. 47
22 tbl VIKAN 29