Vikan


Vikan - 28.05.1970, Blaðsíða 39

Vikan - 28.05.1970, Blaðsíða 39
eftir því, ekki undir neinum kringumstaeðum, að Hans Hátign fái vitneskju um þetta mál. Við verðum að ganga frá þessu með leynd. Þér hafið yðar fólk í Gali- síu. Það getur ekki verið erfitt að finna hinn rétta sökudólg! Fabbri sagðist hafa gert ráð- stafanir til þess, og hann skyldi láta Hohenlohe vita um fram- vindu málsins. Á leiðinni út leit hann í spegil. Nefið á honum var skakkt, og þannig yrði það til æviloka. Það minnti hann daglega á hnefa Jó- hanns Salvator. En nú var tími hefndarinnar kominn. Fabbri vissi að hann gat ekki komist í færi við keisarann, nema gegnum Hohenlohe, en hann vissi hvert hann átti að snúa sér; — í hermálaráðuneytið, til Albrechts erkihertoga, hetj- unar frá Costozza .... Næsta dag ók Jóhann Salvator gegnum Herrenstrasse í Jemice. Klukkan var eitthvað yfir þrjú og hann var að koma frá þjónustu- störfum, á leiðinni heim. Hann sá vagn Millyar fyrir utan verzlun- ina. Þetta var eitthvað óvenjulegt; Milly var vön að gera innkaup á morgnana. Hann steig út úr vagni sínum og sendi ökumanninn með hann til herbúðanna. En þegar hann kom inn í búð- ina, var Milly þar ekki. Hann leit inn í veitingastofuna. Þar sátu aðeins tveir ungir liðsforingjar, sem sprutttu á fætur, þegar þeir sáu hann. Hann fór þá til að tala við Goldwasser, eigandann. Gamli maðurinn leit undrandi upp. — Ungfrú Lubowska? Hún var hér um ellefuleytið, — síðan hefi ég ekki séð hana, Yðar Há- göfgi. Jóhann Salvator skildi þetta ekki og hann varð órólegur. — En vagninn hennar stendur hér fyrir utan, sagði hann. — Er það mögulegt? Gold- wasser hljóp út að glerhurðinni og leit út. — Þetta er skrítið, hvert hefir ungfrúin farið? — Einmitt! Hún ætlaði ekkert anað en til yðar. — Kanske hún hafi farið með einhverjum öðrum vagni; einum af vögnum Stralowskis. — Var hún einsömul, eða var barónsfrú Galatz með henni? — Hún var ein, Yðar Hágöfgi. — En hversvegna hefir hún látið vagninn og hestana standa hér? Goldwasser hristi höfuðið. — Ég veit enga skýringu á þessu, hún hlýtur að vera komin heim. Það getur verið að, annaðhvort vagninum eða hestunum ... — Þá væri hún löngu búin að senda einhvern hingað. Jóhann Salvator reif upp dyrnar og hljóp út í vagninn. Það var greinilega allt í lagi með hann og hestana. Hann ók af stað. Hestarnir voru óþolinmóðir eftir hina löngu bið, svo þeir sprettu úr spori... En Milly var ekki heima. Hún hafði ekið til bæjarins um morg- uninn, og hafði ekki komið heim aftur. Nú varð hann alvarlega hræddur. Það var aðeins einn möguleiki eftir, — að hún væri hjá núbúunum. Honum fannst það ekki sennilegt, en hann hélt í síðasta hálmstráið. Hann rauk út úr húsinu, en þá sá hann hvar Yvonne Galatz kom ríðandi, með sígarettu í mxmnin- um, eins og venjulega. Hún veif- aði glaðlega til hans og stökk af baki. Jóhann Salvator varð undr- andi. — Er Dana ekki með yður? — Með mér? Nei, það er hún ekki! Barónsfrúin fleygði sígarett- unni, greip í pilsin og hljóp til hans. — Ég hefi ekki séð hana í allan dag. Er hún ekki heima? — Hún er horfin! sagði Jóhann Salvator æstur. — Klukkan ell- efu var hún hjá Goldwasser, síð- an hefir enginn séð hana. Vagn- inn hennar stóð fyrir utan búð- ina, þangað til ég tók hann. Barónsfrúin starði á hann. — Horfin... Allt í einu varð hún náföl. — Hamingjan hjálpi mér ... Röddin sveik hana og hún skjögraði. Klefinn var sex feta langur og fjögra feta breiður. Á gólfinu var hrörlegt borð og tveir pinnastól- ar. Við vegginn var óhreint fleti. f einu horninu þvottagrind úr blikki, í öðru fata með loki yfir. Rimlaglugginn var svo hátt uppi á veggnum, að Milly sá að- eins lítinn blett af himninum. Hún barðist ekki um og öskr- aði ekki lengur. Hún grét ekki heldur. Það var tilgangslaust. Hún sat við borðræfilinn og studd hönd undir kinn, — starði á flekkótta veggina og reyndi að skilgreina ruglingslegar hugsan- ir sínar. Hún hafði verið tekin til fanga. Það var það eina, sem hún vissi með vissu. Og hún var í Lem- berg. Allt annað. var dularfullt. Mennirnir voru vingjarnlegir við Milly. Við og við kom ein- hver til að spyrja hvort hún ósk- aði einhvers. En hún gat ekki gert sér grein fyrir óskum sínum. Hún vildi aðeins losna úr þess- ari prísund! En hversvegna var hún tekin til fanga? Það gat hún ekki fengið að vita. Þeir brostu og ypptu öxlum ... Aðfarirnar voru líka einkennilegar. Þeir vildu fá upplýsingar um þjón- ustufólk erkihertogans ... Hún var rétt komin út úr verzlun Goldwassers, þegar ung- ur maður kotn til hennar og spurði hvort hún vildi koma með sér á lögreglustöðina, til að líta á nokkrar myndir? Hann hafði grun um að glæpamenn hefðu komizt inn í íbúð erkihertogans. Milly varð skelfingu lostin og fór viljug með honum út að svarta vagninum, sem beið við endann á Herrenstrasse. Ungi maðurinn fullvissaði hana um að henni yrði strax ekið til baka. En í Lemberg var hún sett í fangaklefa. Nei, það þýddi ekki að öskra. Hún sagði við sjálfa sig að menn- irnir væru aðeins að gera skyldu sína. Það var um að gera að halda sönsun. Hirðklíkan í Vín stóð ábyggilega á bak við þetta. Fabbri hafði auðvitað komizt að því að Dana var Milly Stubel. Hvað yrði gert við Gianni nú? Henni varð þungt fyrir brjósti, þegar hún hugsaði til Giannis. Hann var búinn að leggja svo hai’t að sér, til að vinna álit hjá keisaranum. En svo var hann skotinn í bakið. Ég færi Gianni aðeins óham- ingju, hugsaði Milly dapurlega. Hann eyðileggur framtíð sína mín vegna... Hún hrökk við, það liringlaði í lyklum. Dyrnar opnuðust og inn kom ungi maðurinn. Hann var smáfríður, með kinnaskegg og hárlokk fram á ennið. — Fyrirgefið ónæðið, sagði hann á pólsku og hneigði sig hæ- versklega. — Má ég setjast, ung- frú? Milly benti honum á stólinn. Hann settist og brosti vingjarn- lega. — Afsakið, en ég veit ekki vel hvaða nafni ég á að kalla yður. Þér haldið því fram að þér heitið ungfrú Dana Lubowska, fædd í Jaroslav. En við höfum fengið upplýsingar frá Jaroslav um að það kannist enginn við yður þar. Með öðrum orðum, þér heitið ekki Dana Lubowska. Er það allt og sumt, er ég ákærð fyrir það? Hann lyfti höndinni. — Ég er ekki að ásaka yður um eitt eða annað, ungfrú. Það er ekki í mín- um verkahring. En svo við snú- um okkur að öðru, sagði hann á rússnesku, — hvað heitir maður- inn hér í Lemberg, sem þér af- hentuð skjölin? Milly starði undrandi á hann. Hún skildi nokkuð af því sem hann sagði, en vissi ekki hvað hann var að tala um. — Skjölin? Hvaða skjöl? Hversvegna talið þér allt í einu rússnesku? — Þér eruð þá rússnesk? — Nei ,það er ég ekki, — og ég kann ekki rússnesku heldur. Hvaða skjöl á ég að hafa afhent? Ég skil ekki hvað þér eigið við. Hann hallaði sér rólega aftur á bak og togaði í skeggið. — Hvar hittuð þér Golowin síðast? spurði hann. — Hver er Golowin? — Það er bar einn Golowin. Golowin ofursti í þriðjudeild. Molly hristi höfuðið, hún skildi ekki hvað hann var að fara. — 22. tbi. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.