Vikan


Vikan - 24.09.1970, Qupperneq 8

Vikan - 24.09.1970, Qupperneq 8
f UMSJÚN ÓLAFS BRYNJOLFSSONAR Nú styttist óðum í leikinn sem íslenzkir knattspyrnuáhugamenn og konur hafa beðið eftir með hvað mestri eftirvæntingu, og telja má að tvímælalaust sé mesti knattspyrnuviðburður þessa árs, þ.e. leikurinn í Evrópubikar- keppni meistaraliða milli Eng- landsmeistaranna frá því á s.l keppnistímabili, Everton og Is- landsmeistarana frá því í fyrra, íþróttabandalags Keflavíkur. Þó segja megi að saga þessara félaga sé að flestu leyti ólík er það þó eitt, sem þau eiga sam- merkt að bæði hafa einu sinni áður unnið sér keppnisrétt í Ev- rópubikarkeppninni og voru einnig bæði slegin út í fyrstu um- ferð. Everton lenti í hörkumikilli baráttu á móti Inter-Milan og lagði ítalska liðið alla áherzlu á varnarleik í fyrri leiknum sem fram fór á Goodison Park í Liv- erpool og tókst að halda markinu hreinu og lauk leiknum án þess að mark væri skorað. Síðari leik- urinn fór fram á San Siro leik- vanginum í Mílanó og var mikil harka í honum, eins og í þeim fyrri. Lauk honum með sigri Int- er, sem skoraði eina mark leiks- ins, og gerði síðar gott betur, því það vann keppnina það árið. Með sigri sínum í deildar- keppninni s.l. keppnistímabil, komst Everton í hóp þeirra fé- laga sem oftast hafa unnið deild- arkeppnina, eða alls sjö sinnum, en þau eru auk Everton, Arsenal, Liverpool og Manchester United. Þá hefur Everton sex sinnum hlotið önnur verðlaun deildar- keppninnar og þrisvar orðið enskur bikarmeistari, síðast árið 1966 er lið félagsins sigraði Shef- field Wednesday 3—2, eftir að hafa verið undir um tíma 0—2. Sigur Everton í ensku I-deild- arkeppninni s.l. keppnistímabil var mjög sannfærandi. Hlaut fé- lagið alls 66 stig í 42 leikjum og var 9 stigum fyrir ofan næsta fé- lag, sem var Leeds. Vann Everton-liðið alls 29 leiki, 8 enduðu með iafntefli, en tapaði 5 leikjum. Tapleikirnjr voru gegn Liverpool á heimavelli (0—3), en á útivelli tapaði liðið fyrir Derby (2—1), Leeds (2—11. Southampton (2—1) og W.B.A. (2—0). ÞORSTEINN ÓLAFSSON ÁSTRÁÐUR GUNNARSSON VILHJALMUR KETILSSON HJORTUR ZAKARÍASSON EINAR GUNNARSSON GRÉTAR MAGNÚSSON MAGNUS TORFASON EINAR MAGNÚSSON HORÐUR RAGNARSSON FRIÐRIK RAGNARSSON STEINAR JÓHANNSSON BIRGIR EINARSSON HARRY CATTERICK, FRAMKVÆMDASTJÓRI JÓN Ó. JÓNSSON ALAN BALL FYRIRLIÐI GUÐI KJARTANSSON FYRIRLIÐI I. B. K. HAFSTEINN GUÐMUNDSSON. FORMAÐUR Í.B.K. EVERTON GORDON TOMMY KEITH BRIAN SANDY JOHN WEST WRIGHT NEWTON LABONE BROWN HURST HOWARD KENDALL COLIN ALAN JOE JIMMY HARVEY WHITTLE ROYLE HUSBAND JOHNNY MORRISEY 8 YIKAN 3S>- tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.