Vikan


Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 12

Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 12
Einn af þeim ekki mjög mörgu Vesturlandamönnum sem sýnt hafa áhuga og lagt eitthvað á sig til liðsinnis Kúrdum í frelsis- baráttu þeirra gegn íraksstjórn er íslendingurinn Erlendur Har- aldsson. Hann hefur heimsótt yfirráðasvæði byltingarmanna í Kúrdistan og gert margt til að kynna málstað þeirra, skrifað um þá bók á íslenzku og þýzku, flutt erindi og tekið kvikmyndir. Þetta hefur Erlendur allt haft með höndum jafnframt sálfræði- námi, sem hann hefur undanfar- in fimm-sex ár stundað í Vest- ur-Þýzkalandi. Fyrir rúmu ári lauk hann háskólaprófi í þeirri grein frá háskólanum í Múnchen og fór síðan til Bandaríkjanna, þar sem hann hefur síðan starf- að við stofnun eina í tengslum við Duke-háskólann í Norður- Karólínu. Stofnun þessi fæst við rannsóknir og tilraunir í þeirri grein sálfræði sem á ensku er nefnd parapsychology, en þeim vísindum hefur Erlendur lengi haft áhuga á. Vikan náði fyrir skömmu tali af Erlendi, en hann var staddur hér á landi um nokkurra daga skeið, en hann er nú aftur far- inn til Bandaríkjanna og mun á næstunni starfa þar á sjúkra- húsi. Fjallaði viðtalið einkum um parasálfræðina, en þau vís- indi ættu ekki hvað sízt að vera forvitnileg í augum íslendinga. — Ég lærði sálfræði í. Þýzka- landi; fyrrihlutann, þrjú ár, var ég í Freiburg, hóf Erlendur máls. Þar við háskólann er stofn- un, sem sinnir því sem við nefn- um dulræn fyrirbæri. Eftir það var ég í svipaðan tíma í Múnch- en, og lauk þar prófi í fyrra- sumar. Þá hafði ég haft nokkurt samband við prófessor Rhine, sem hér er dálítið þekktur, en hann hefur flestum fremur stað- Raimyeruleild hugsanaflutnings oii' CÖ| • p 11 O ö ij arnni a ekkert vafamál 12 VIKAN 39. tbi

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.