Vikan


Vikan - 24.09.1970, Síða 26

Vikan - 24.09.1970, Síða 26
„Ger það sem þú vilt, hvar sem þú vilt og hvenær sem þú vilt.“ Þetta er kjarninn í heimspeki „hlómabarna“, og samkvæmt henni lifðu þau og léku í Brederode i Hollandi, rétt hjá Rotterdam. Þar höfðust við frá föstudagskvöldi til mánudagsmorguns undir berum himni um sjötiu þúsund æsku- menn frá flestum Iöndum Evrópu. Til skemmtunar var popmúsík, fíknilyf og sex. Lögreglan í Rott- erdam hafði ekkert við þetta að athuga, enda munu Hollendingar með umburðarlyndara fólki. Líka má scgja að engin þörf hafi verið fyrir lögreglu á þessari samkomu, sem fór fram með allra friðsam- asta móti. Þar voru engar þrætur, engin slagsmál — og ekkert aikó- hól. Því að þetta þrennt er hreinn viðbjóður í augum sannra hippa. Þeir .sækjast eftir heimi friðar og hamingjusamlegs athafnaleysis. Og þegar þeir eru meðal sinna líka, er auðvelt fyrir þá að telja sér trú um að takmarkið sé skammt undan. Gallinn er hara sá að hipp- arnir afla varla þess, scm þeir sækjast eftir, nema þcir sjálfir cða aðrir vinni fyrir þvi. Þótt með- fylgjandi mynd bendi til þcss að þeir eyði heldur Iitlu í föt, þá minnir hún einnig á fíknilyfin, sem eru mikilsverður liður f lífi þeirra. Og þau kosta sitt. Einn hippinn á myndinni hcfur hengt þýzkan járnkross á magann á sér, hvað sem það á nú að þýða á slíkri friðarhátíð. rf Vib gepwm abems þa& sem okkut* gott pykb*rf Á víðu garðsvæði hjá Rotterdam í Hollandi var nú í sumar haldin mesta hippahátíð í Evrópu til þessa. Stúlkurnar voru í nokkrum minnihluta á hátíðinni og mun það hafa aukið söluna hjá höndlurum þeim er höfðu nektarmyndir á boðstólum. Framan við þetta söluskýli hvílir einn unglingurinn í hasjvímu. 26 VIKAN 39. tbi.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.