Vikan


Vikan - 24.09.1970, Qupperneq 50

Vikan - 24.09.1970, Qupperneq 50
ingarnar, þrjár-fjórar vélritaðar síður um hvern, voru síðan lagð- ar fyrir okkur ómerktar, og átti hver að þekkja eigin lýsingu og helzt að geta séð hvaða lýsing átti við hvern hinna. Allir að einum undanteknum þekktu lýs- inguna á sjálfum sér, og ég hef aldrei vitað Geir lýst betur. — Þú minntist á forvizku. fs- lendingar þóttu löngum búa vel hvað snerti forvitra menn, en hvernig er það hjá öðrum þjóð- um? — Einn sá merkasti af forvitr- um mönnum, sem ég veit um, er Hollendingur að nafni Croizet. Einnig hann hefur tekið þátt í tilraunum í Freiburg. Tilraun- irnar hafa oft verið á þann veg, að fyrir einhvern opinberan fund, sem halda átti á tilteknum tíma, hefur Croizet verið látinn spá fyrir um hvaða fundarmaður sæti í þessum eða hinum stóln- um. Þannig hefur hann stundum heiman frá sér í Hollandi lýst í smáatriðum mönnum, sem sátu í ákveðnum stólum á fundum, sem síðar hafa verið haidnir í Freiburg. Þegar fundi iýkur eru hinir fyrirhöfðu menn spurðir spjörunum úr til að komast að raun um hversu nákvæm lýsing- in sé. Jafnframt velja menn, sem ekki þekkja lýsingu Croizets, ör- fáa menn úr hópi fundarmanna og eru þeir á sama hátt spurðir spjörunum úr. Þá hefur það tíð- ast komið fyrir að lýsing Croi- zets en nákvæm um hina fyrir- höfðu menn en kemur að engu gða mjög litlu leyti heima við þá menn, sem valdir hafa verið af handahófi til samanburðar. Nýlega var slík tilraun gerð í Denver í Kólóradó, Bandaríkjun- um. Sjálfur sat Croizet þá heima í Hollandi og lýsti fundarmanni, sem setjast myndi í ákveðið sæti á fundi í Denver mánuði síðar. Þetta virðist renna stoðum undir forlagatrúna gömlu. — Um það fullyrðir parasál- fræðin ekkert. Hún fullyrðir aldrei annað en það. sem teljast má sannað með tilraunum — og sannað oftar en einu sinni. Inn- an þeirrar fræðigreinar forðast menn kenningar. — Segðu okkur eitthvað fleira af þínum eigin rannsóknum. — Ég get til dæmis minnzt á tilraun, sem ég gerði í vetur í Durham. Hún var á þá leið að tveir voru alltaf þátttakendur í senn. Annar var sendandi, hinn móttakandi. Móttakandi lá á dívan og var fest á fingur ann- arrar handar tæki, sem mælir blóðmagnið í fingrinum. Sjálf- ritandi tæki í öðru herbergi sýndi breytingar á blóðmagninu, en þær breytingar eiga sér stöð- ugt stað. Sendandinn sat í enn öðru herbergi á annarri hæð í húsinu. Er tilraunin byrjaði fékk sendandinn í hendur spjöld, eitt í senn, sem á voru rituð manns- nöfn, sem móttakandi taldi hafa sterk tilfinningaleg áhrif á sig. Sendandinn hafði hvert nafn í tuttugu sekúndur, las nafnið og átti jafnframt að hugsa til mót- takandans. Notuð voru fimm mismunandi nöfn, hvert nafn tvisvar og svo tíu auð spjöld, alls tuttugu spjöld. Nokkurt hlé var haft milli afhendinga spjald- anna. Sjálfritandi tækið sem mældi blóðmagnið skráði jafn- framt hvenær sendanda var af- hent spjald og hversu lengi hann hafði það. Er sendandi fékk autt spjald þurfti hann ekkert að að- hafast. Það er löngu kunnugt að háræðar í útlimum þrengjast við geðshræringu. Þar sem nöfn þau er móttakandinn hafði gefið höfðu sterk áhrif á hann, þótti eðlilegt að búast við því að hár- æðarnar þrengdust þær sekúnd- ur er sendandinn var með spjald með nafni, ef fjarhrif eða hugs- anaflutningur ættu sér stað. Ef honum var rétt autt spjald, var hins vegar ekki við neinum við- brögðum að búast. — Og hver varð niðurstaðan? — Niðurstaðan varð sú, eftir tilraunir með fjölda fólks, fólks sem ekki taldi sig hafa neinar sérgáfur, að meiri breyting varð á blóðmagni í fingrinum þegar spjald með nafni var ,,sent“. Þetta varð þó aðeins þegar send- andi og móttakandi voru vinir eða skyldmenni. Einnig virtust innhverfir menn betri móttak- endur en úthverfir. Þá virtust þau nöfn hafa mest áhrif sem móttakandi taldi tilfinningalega sterkust. Athyglisvert við þessa tilraun er að móttakandi veit ekkert um þær breytingar, sem stöðugt eru að gerast í háræðunum. Hann getur ekki rakið orsakir þeirra smáu, geðrænu sveifla, sem munu valda þeim, til neinna sér- stakra atburða. Honum er sagt að liggja hinn rólegasti og hugsa ekkert sérstakt og hann er einsk- is spurður meðan ó tilrauninni stendur. Hann fær ekki að vita hvenær sent er spjald með nafni og hvenær nafnlaust spjald. Hann veit ekki einu sinni hve- nær byrjað er að senda. Hvers konar samband milli sendanda og móttakanda er auðvitað al- gerlega útilokað. Sá sem mælir breytingar á blóðmagni á hverju senditímabili veit ekki fyrr en eftir á hvenær hvað var sent. Síðan er fólk sem ekki hefur unnið að tilrauninni látið vinna úr henni. Þetta fer nú að minna á það sem maður hefur heyrt um galdra. Það væri kannski ekki úr vegi að minnast að síðustu á trúna, sem til forna átti að geta flutt fjöll. — Ekki hefur parasálfræðin uppgötvað neina svo magnaða trúmenn. En það hefur þótt sýna sig að þeir, sem trúa að fyrir- bærin geti átt sér stað, ná bezt- um árangri í tilraunum varðandi þau. dþ. MIG DREYMDI Þrjár hvítar perlur Til draumráðanda Vikunnar: Mig langar til að biðja yður að ráða fyrir mig draum sem mig dreymdi fyrir nokkru, og veldur mér áhyggjum. Ég er gift, en í „nánum“ kunningsskap við ann- an mann, sem ég met mjög mik- ils. Draumurinn er þannig: Mér finnst okkur hafa sinnazt eitthvað, mér og þessum vini mínum, og finnst mér ég bíða eftir því að hann geri það gott. Þó fæ ég sendan lítinn pakka, allan þakinn í blómum og verð ég mjög hrifin. Opna ég pakk- ann og sé að í honum er gull- hringur með þremur hvítum perlum og var sú í miðið stærst. Set ég hann á baugfingur vinstri handar. (Á hægri hendi ber ég minn giftingarhring og fyrir framan hann gullhring með einni perlu, hvorttveggja gjöf frá-eiginmanni mínum). í draumnum finnst mér ég taka þann perluhring af og setja hann á mig fyrir framan þann nýja, svo hann sjáist síður, og var það aðallega eigimaður minn sem ég hafði í huga. Og sem ég virði báða hringana fyrir mér á sama fingri, tek ég utan um þann fremri (þann frá manninum mín- um) og fer þá öll húðin af perl- unni. Held ég á henni á millum fingra mér og stari steinilostin á. Lengri varð draumurinn ekki. Þar sem þessi draumur er afar persónulegur fyrir mig, set ég ekki nafn mitt undir þetta bréf, og er það alveg á yðar valdi hvort þér svarið mér eða ekki. Með fyrirfram þakklæti og kveðju. Kolbrún. Jú, vissulega var það algjörlega á okkar valdi, og þó að það sé regla hjá okkur að birta aldrei nafnlaus bréf, gerum við undan- tekningu í þetta skiptið, ef ske kynni að við gætum orðið yður að Iiði. Þér hafið ætíð tekið manninn yðar framyfir vin yðar, en það kemur að því, og sennilega er það nú þegar orðið, að mesti glansinn fer af því — þegar mað- urinn yðar uppgötvar (uppgötv- aði) hvað allt hefur snúizt um. „Við komum aftur“ Kæri draumráðandi! . . . Ég var stödd inni í búð og var að verzla. Frá búðinni sást niður að höfn og lá þar bátur sem mágur minn er skipstjóri'á. Fannst mér maðurinn minn vera kominn til hans sem stýrimaður. Komu þeir báðir inn í búðina á meðan ég var að verzla, og var ég með nótu í hendinni; var nótan stíluð á mág minn og fannst mér hún vera nokkurs konar ávísun. Fór ég til hans og bað hann að skrifa aftan á nót- una, og gerði hann það. Ekki sögðu þeir orð við mig allan tímann, en ég borgaði með nót- unni og fékk eitthvað til baka. Fóru þeir svo út á undan mér og gengu í áttina til hótelsins sem er þarna stutt frá. Ég fór á eftir þeim og fannst ég vera með litlu dóttur okkar, sem var 1— 2 ára, en hún er í rauninni að- eins þriggja mánaða gömul. Ég kom að hótelinu í sama mund og þeir gengu upp tröppurnar, og kalla í þá hvort þeir ætli ekki að koma heim? Þá snýr mágur minn sér við og segir: — Við komum aftur! Lengri varð draumurinn ekki, en mágur minn er alls ekki á bát héðan og mér fannst í draumnum að maðurinn minn væri farinn frá okkur. Ég hef skrifað þér einu sinni áður og þá rættist ráðning þín. Með þakklæti fyrir allt. Ein forvitin. Þessi draumur er þér mjög hag- stæður, og boðar þér pcninga, jafnvel óvæntan arð, og ferða- lag. Þó er alls ekki ólíklegt að það líði eitt eða tvö ár þar til það verður, en okkur finnst óhætt að fullyröa þetta samt sem áður. Svar til Lillýar Draumurinn er allur nokkuð óljós og þokukenndur og hæpið að gera ráð fyrir að hann sé annað og meira en órar. En væri eitthvað að marka hann, gæti hann boðað næsta uggvænleg tíöindi, og þá helzt sviplegan og vofeiflegan dauðdaga mannsins, sem rétti þér klútinn, og alvar- legar deilur og jafnvel illindi. Veruleg hætta gæti steðjað að ykkur feðginunum í sambandi við þetta, og ættuð þið til vonar og vara að halda ykkur á næst- unni sem lengst frá manninum með klútinn og samtökum þeim, sem hann stendur fyrir. Ef þið sleppið við öll áföll og slys í sambandi við þá atburði, sem draumurinn gæti boðað, er hins vegar vel líklegt að þið eigið batnandi gengi að fagna í fram- tiðinni, bæði í einkalífi og á op- inberum vettvangi. Hið síðar- nefnda mundi frekar eiga við föður þinn. 50 VIKAN 39- «>i.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.