Vikan


Vikan - 01.10.1970, Blaðsíða 5

Vikan - 01.10.1970, Blaðsíða 5
Því jleiri bílastæði sem bœtast við, þeim mun fleiri bílar munu koma á vettvang til þess að fylla þau. Það er líkt og að mata dúfur á torgi. Hoss Carthwright týndi hjarta sínu í París — Það eru þessi kvöld í París, segir Dan Blocker, betur kunnur sem Hoss Cartwright í sjónvarps- þáttunum „Bonanza", við kunn- inga sinn, sem er að sýna honum skmmtistaðina við Signu. Síðan hætt var upptöku Bonanza þátt- anna, hefir hinn feitlagni Hoss verið að litast umeftirnýju verk- efni. Það fékk hann í Evrópu. Hann lék í sjónvarpsþætti með Mireille Mathieu, næturgalanum frá Avignon. Hoss segir: — Mir- eille er mest töfrandi af öllum stúlkum, sem búa hér í nágrenni Eiffelturnsins. Ég gæti kysst hana til eilífðar. Mireille var líka miög ánægð. — Þetta var skemmtileg- asti siónvarpsþáttur sem ég hefi tekið þátt í. Hoss er mikill ær- ingi, segir hún. # vísur vikunnar UM JÓN SÝSLUMANN í RAUÐUSKRIÐU Beiði ég þann, er drýgir dáð og deyð á hörðum krossi leið, að sneyða þig af nægt og náð, ef neyðirðu mig að vinna eið. Dómarinn Jón, þú dæmir mig, dómurinn sá er skæður. Dómarinn sá rriun dæma þig, sem dómunum öllum ræður. S J ÁLFSLÝ SING Getið er ég sé grýlan barna af guði sköpt í mannalíki. Á mig starir unginn þarna eins og tröll á himparíki. Látra-Björg. Með dýragar9 á höfði f sambandi við konunglegu veðreiðarnar í Ascot í Englandi fer árlega fram furðuleg hatta- sýning, sem jafnan vekur mikla kátínu. Takmarkið er að sýna sem fáránlegasta hatta og sýn- ingardömurnar eru ekki af verri endanum: Hefðarmeyjar og til- haldsrófur taka þátt í þessum leik til að skemmta sér og öðr- um og fá tækifæri til að láta svolítið á sér bera. Á meðfylgj- andi myndum sjáum við þá hatta, sem verðlaun hlutu í ár. Fyrstu verðlaun hlaut risate- bolli með undirskál og teskeið. Því miður er hatturinn svo um- fangsmikill, að fagurt andlit berandans sést ekki. Önnur verðlaun hlaut hattur, sem var hvort tveggja í senn: heill dýra- garður og flugvél. ☆ Heitir fætur og kaldir Samel Upham, þekktur lær- dómsmaður og háðfugl, var orð- inn mjög hljóðlátur og kyrrlátur á sjúkrabeði sínu, skömmu áður en hann skildi við. Vinir hans og ættingjar, sem safnast höfðu saman við rúm háns, héldu því, að nú væri hann vissulega bú- inn að gefa upp öndina. Einn viðstaddra stakk því upp á þvi, að einhver þreifaði á fótum hans, vegna þess, að „enginn hefur dá- ið með heita fætur“, eins og hann komst að orði. Og kímnigáfa dr. Uphams lét ekki á sér standa, heldur bar sigur af hólmi yfir óttanum við hinn nálæga dauða. Hann opnaði annað augað og hvíslaði: „Jú, það gerði heilög Jóhanna“. Ætlar að verða fjallgöngumaður Þannig lítur Joseph Kennedy III. út, elzti sonur Ethel og Ro- berts Kennedy. Öllum sumar- leyfisferðum sínum í ár eyddi hann í fjallgöngur í Mount Rainer skammt frá Washington. Þar dvaldist hann ásamt fleiri fjallgöngugörpum; svaf í svefn- poka undir berum himni; lifði frumstæðu lífi í skauti náttúr- unnar fjarri óhreinindum og skarkala borgarinnar. Áhuga sinn á fjallgöngum hef- ur Joseph erft frá föður sínum, sem kleif fjallstinda hvenær sem tækifæri bauðst. Síðasta árið sem Robert lifði gat hann ekki lagt stund á þessa eftirlætis íþrótt sína. Stjórnmálin tóku hug hans allan. Joseph Kennedy segist hins vegar aldrei ætla að skipta sér af stjórnmálum. Hann er stað- ráðinn í að gerast fjallgöngu- maður og ekkert annað. ☆ 40. tbl. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.