Vikan


Vikan - 01.10.1970, Blaðsíða 40

Vikan - 01.10.1970, Blaðsíða 40
vandræðum þennan vetur, en engu að síður átti Magellan við margháttaða örðugleika að stríða. En kjarkur hans var óbil- andi, og snarræði og harðfylgi reyndist honum jafnan traust til sigurs. Er leiðangursmenn höfðu þarna skamma hríð dvalið, tóku fjandmenn hans, spönsku yfir- mennirnir, að efla undirmenn sína til mótþróa og uppreisnar gegn honum. Þeir náðu mörgum á sitt band, notfærðu sér óánægju þeirra, er dregið var úr vinskammtinum, sögðu þeim, að þessi vetrardvöl væri hið mesta óráð, og fengu þá til að styðja þá kröfu sína, að tafarlaust yrði haldið aftur heim til Spánar. En Magellan kvaðst ekki taka slík- ar kröfur til greina, heldur halda áfram förinni, þegar voraði, unz þeir næðu fyrir suðurodda þessa meginlands eða fyndu siglingar- fært sund milli meginhafanna. Hófst þá uppreisn á flotanum, en Magellan bældi hana niður með snarræði og hörku og dæmdi for- sprökkunum refsingu eftir því, er hann taldi þá hafa til unnið. Lét hann drepa suma þeirra og höggva lík þeirra í stykki. Ekki þorði hann samt að taka aðal- forsprakkan, Cartagena, af lífi, þar eð sjálfur keisarinn hafði falið honum forustu eins leiðang- ursskipsins. Þegar Cartagena lét sér samt sem áður ekki segjast og varð enn uppvís að samsæri gegn Magellan, var hann fluttur í land og skilinn eftir þar á auðn- inni, ásamt presti einum, er reyndist honum samsekur, en stýrimaður eins leiðangursskips- ins bjargaði þeim síðar, og hafði hann verið í vitorði með þeim. Hinn 14. ágúst 1520 lagði flot- inn úr vetrarlægi sínu og stefndi suður með ströndinni. Þá var tekið að vora, en veðurfar reynd- ist óstöðugt, og minnstu munaði, að allur flotinn færist í ofsa- veðri, er hann hreppti, skömmu eftir að hann lagði úr höfn. Hinn 21. október var flotinn kominn að 52° suðl. breiddar. Þann dag komu þeir að sundi einu, en álitu fyrst í stað, að um flóa eða fjörð mundi vera að ræða. Magellan sendi þá tvö skip til þess að athuga þetta nánar, en hin tvö biðu átekta í mynni sundsins. Á þriðja dægri komu könnunarskipin aftur, og áhafn- ir þeirra fluttu þá fregn, að svo virtist sem sund væri. Þeir sigldu inn sundið, unz þeir komu þar, er það skiptist i tvær kvíslir. Lá önnur í suðaust- ur, en hin í suðvestur. Magellan bauð þá, að skipin S. Antonio og Concepcion skyldu sigla um suð- vesturkvíslina, en sjálfur hélt hann suðausturleiðina. Þegar myrkva tók, gerðu skip- verjar á S. Antonio uppreisn undir forustu stýrimannsins, Estevan Gomez. Skipstjórann tóku þeir höndum og lögðu í fjötra. Síðan sneru þeir aftur til Spánar, en höfðu viðkomu á Þatagoníuströnd, áður en þeir lögðu á haf, og björguðu Carta- gena og prestinum, sem Magell- an hafði skilið þar eftir og fyrr er frá sagt. Gomez gat sér síðar frægðarorð sem sægarpur. Ekki verður á móti því mælt, að hon- um gekk forsjálni til, er hann reyndi að fá Magellan til að snúa aftur, því mjög var teflt á tvær hættur, eins og síðar sannaðist, er flotinn lagði á víð og ókunn höf svo illa vistum búinn, að að- eins nægði til þriggja mánaða, þó að naumt væri skammtað. í fjóra sólarhringa beið flot- inn þess. að S. Antonio kæmi aftur, því engan grunaði svik Gomez. Bátur var sendur í vest- urátt. Að þrem dögum liðnum kom hann aftur, og bátverjar sögðu þau gleðitíðindi, að þeir hefðu siglt sundið á enda og séð opið haf. Við þá fregn grétu margir leiðangursmanna af fögn- uði. Magellan lét skip leita S. An- tonio um allt sundið, en sú leit reyndist auðvitað árangurslaus. Flotinn hélt síðan af stað vestur, og hinn 28. nóvember 1520 sigldi hann úr sundinu út á Kyrrahaf. Magellan hafði tekizt að sigla torfærasta og lengsta sund, sem liggur hafa á milli. Glaðir og reifir lögðu leiðang- ursmenn á hið ókunna haf. Við vökudrauma um frjósamar strendur og unaðseyjar gleymd- ust þeim allir erfiðleikarnir, sem þeir höfðu átt við að stríða á undanförnum mánuðum. Hafið, ómælisvítt og blikandi slétt, seiddi þá með fyrirheitum um sigurlaun fyrir þrekraunir og þrautseigju þeirra. En langt reyndist þess að biða, að draumar þeirra rættust. Það, sem sumir nefna hending eina, en aðrir örlög, réð því, að þeir sigldu átta þúsund sjómílna leið, án þess að verða annars lands varir en nokkurra óbyggðra smáeyja, sem þeir nefndu „Ólánseyjar“, en hefðu þeir breytt stefnu sinni um nokkrar gráður, mundi þá skjótt hafa borið á hafsvæði, sem þakin eru mergð gróðurríkra eyja, stórum og smáum. Dag eftir dag og viku eftir viku sigldu þeir um spegilsléttan sæ og sáu hvergi til landa. Sól skein í heiði frá morgni til kvölds, og leiðangursmenn 40 VIKAN 40- tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.