Vikan


Vikan - 01.10.1970, Blaðsíða 10

Vikan - 01.10.1970, Blaðsíða 10
Innsigli og eiginhandaráritun Magell- ans, en leiðangur hans varð fyrstur til að sigla umhverfis jörðina. Sú ferð kostaði ólýsanlega erfiðleika: hungur, sjúkdóma, uppreisnir og dauða. Ferdinand Magellan var af portúgölskum aðalsættum kom- inn, en ekki voru foreldrar hans auðugir menn. Hann fæddist um eða eftir 1480 í portúgalska fjallaþorpinu Trazos Montes. Héraðsbúar þar þóttu löngum hugrakkir og harðfengir, en drengir góðir. Ungur að aldri var Magellan sendur til dvalar við hirðina í Lissabon. Þar hlaut hann menntun góða, einkum í landafræði og stærðfræði. Árið 1505 sendu Port.úgalar fjölmennan leiðangur til Ind- lands, og hafði Don Francisco de Almeida forustu hans. Um sjö ára skeið tók Magellan þátt í þeim leiðangri sem sjálfboðaliði og gat sér frægðarorð fyrir dirfsku og hreysti. Með snar- ræði sínu tókst honum að bjarga lífi allra þeirra leiðangursmanna, er tóku þátt í för til Malakka árið 1508. Malajarnir höfðu í ráðagerðum að drepa þá alla með skyndiáhlaupi og svikum, cn foringi Spánverja, Sequeiras, uggði ekki að sér. Mundu Malai- arnir hafa stráfellt leiðangurs- liðið, ef það hefði ekki notið snarræðis Magellans. Ekki vann Magellan sér þó hylli yfirmanna sinna. Hann hafði varað undirkonung Ind- lands. Alfonso d'Albuquerque, við illa undirbúnum hernaðar- aðgerðum, sem undirkonungur- inn fyrirskipaði. Hernaðarað- gerðir þessar mistókust, en und- irkonungurinn, sem var maður skaobráður og ráðríkur, lagði fæð mikla á Magellan eftir þetta. Það varð til þess. að Magellan sn°ri aftur til 'Portúgals árið 1512. Ári síðar tók hann þátt í annars einvalda, Karls V. Spán- arkeisara. Síðan fór hann til Spánar og hlaut, með aðstoð áhrifaríkra manna, einkaáheyrn keisarans, skýrði honum frá áætlunum sínum, viðvíkjandi verzlunar- og könnunarleiðangri miklum, og reyndi, að því er mælt er, að sannfæra keisarann um það, að Molukkueyjarnar lægju á þeim hluta hnattarins, er heyrði Spánverjum til, sam- kvæmt úrskurði Alexanders páfa VI. Spánarkeisari var þó fyrst í stað á báðum áttum, en fyrir áhrif ýmissa mikilsvirtra manna, afréð hann og ráðuneyti hans, að ríkið skyldi bera kostnað af slík- um leiðangri. Hinn 22. marz 1518 voru samningar þar að lúf- andi undirritaðir með mikilli viðhöfn. Samkvæmt þeim tóku þeir Magellan n« Roy Faleiro að sér forustu leibtu.gursins. Fal- eiro var kunnur portúgalskur stjörnufræðingur og stærðfræð- ingur, er flúið hafði ættjörð sína og gerzt spánskur þegn, af lík- um orsökum og Magellan. Þeir félagar áttu að hljóta fimm hundraðshluta af væntanlegum verzlunarágóða leiðangursins, ríkisstjóravald yfir þeim lönd- um. er þeir kunnu að finna, og verzlunarsérréttindi þar, sér og afkomendum sínum til handa. Keisarinn dubbaði báða þá fé- laga til riddara San Jago regl- unnar og auðsýndi þeim hylli sína á margan hátt. Þetta varð til þess. að Magell- an eivnaðist marga öfundar- menn, er reyndu að spilla fyrir honum og hindra, að leiðangur- inn kæmist í framkvæmd. Var í Magellan lánaðist ekki að komast lífs af til heimalands síns aftur. Á eyj- unni Mactan neituðu eyjaskeggjar að játast undir vald Spánarkeisara. Ma- gellan og menn hans gerðu þá inn- rás, en eyjaskeggjar brugðust til varnar og hröktu aðkomumenn á flótta. Magellan var myrtur í þessum bardaga, eins og teikningin hér að neðan sýnir. herferð Portúgala í Afríku, særðist á fæti í orrustu einni og var haltur síðan alla ævi. Er hann kom úr herförinni, dvaldist hann um hríð við hirð Emanuels einvaldskonungs á Portúgal, en þar var hann ofsótt- ur með rógburði og vanmetinn svo mjög, að sízt var að undra, þótt garpur, er þrásinnis hafði lagt líf sitt í hættu fyrir land sitt og konung og borið frægðarorð úr orrustum, gæti ekki við það unað. Er hann leitaði leiðang- ursstyrks hjá konungi og kvaðst hafa í hyggju að leita nýrra og skemmri leiða til Molukkaeyja, virti konungur hann varla svars. Magellan taldi sér að vonum misboðið. Hann lét skjalfesta, að hann skipti um þjóðerni lögum samkvæmt, og gekk í þjónustu mæli, að þeir hefðu gert tilraun til að myrða hann. Ekki bætti það heldur úr skák, að Spán- verjar litu á þá Magellan sem portúgalska ævintýramenn, þó þeir hefðu tekið spánskan rík- isborgararétt lögum samkvæmt, en Portúgalar nutu á þeim ár- um smárrar hylli spönsku þjóð- arinnar, því töluvert gætti rígs og öfundar í tvíbýlinu á skagan- um. Keisarinn lét róg þennan eins og vind um eyru þjóta og bauð, að sleitulaust skyldi unnið að undirbúningi leiðangursins. Þrátt fyrir þessa afstöðu keisarans lágu öfundarmenn Magellans ekki á liði sínu. Þeim tókst að æsa almenning, og þó einkum skríl hafnarhverfanna í Sevilla, gegn honum með lognum sakar- giftum, svo að minnstu munaði, að skríllinn hæfi árás á leiðang- ursskipin, og við sjálft lá, að Magellan yrði fangelsaður. Er þeirri hættu var afstýrt, hófust deilur með Magellan og Faleiro. Mun undirróðri portúgalska S''ndih°’'-ans á Spáni hafa verið um að kenna, þar eð hann reyndi eftir mætti að koma "í veg fyrir, að úr leiðangursáformunum yrði. Deilum Faleiro og Magell- an lauk þannig, að Faleiro sagði sig úr samningum við hann. Ma- gellan gerðist þá að boði keisar- ans einn ábyrgur foringi leið- angursflotans. Hvorki var floti þessi glæsi- legur að sjá eða traustur; fimm gömul, fúin og lítil seglskip, svo lélega búin, að reyndir sjómenn töldu varla óhætt að sigla þeim 10 VIKAN 40. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.