Vikan - 01.10.1970, Blaðsíða 31
STEVIE WONDER í ÞAÐ HEILAGA
Einn veröugasti fulltrúi þess,
sem venjulega er kallað „the
Motown" er tvímælalaust Stevie
Wonder, blindi blökkumaðurinn
sem í sumar gerði lagið
„Yester-me, Yester-you, Yester-
day“ svo gífurlega vinsælt. Nú
hefur hann ákveðið að gifta sig
í haust, og heitir sú hamingju-
sama Syreeta Wright. Hefur hún
verið hluta af svokallaðri
„backing“-grúppu Woinders.
Hafa þau fengizt við að semja
lög og texta á nýjustu LP-plötu
Stebba, sem á að koma út innan
tíðar, og mun hún eiga þar heið-
urinn af flestum textunum, sem
Stevie hefur viðurkennt sem
„frábæra".
Eydal breytir til
Hljómsveit Ingimars Eydal,
frá Akureyri, nýtur sífellt meiri
vinsælda, og satt að segja virð-
ist hljómsveitin vera orðin vin-
sælli nú, heldur en þegar allir
rokkuðu „á sjó“. Á sumar-
hátíðinni í Húsafellsskógi átti
hljómsveitin langmestu fylgi að
fagna á útidansleikjunum þar,
og er dansleik lauk á sunnudags-
kvöldinu stóð mannfjöldinn í 20
mínútur og yngri helmingurinn
hrópaði á Bjarka Tryggvason,
sem nú hefur verið með hljóm-
sveitinni í 9 mánuði.
Fyrir um það bil mánuði síð-
Árni Friðriksson, hinn nýi trommu-
leikari hljómsveitar Ingimars Eydal.
Hann var áður í „Óvissu“.
an kom hljómsveitin til Reykja-
víkur og lék á fimmtudags-
kvöldi í Sigtúni: klukkan hálf-
ellefu var uppselt! í Stapa í
Njarðvíkum kvöldið eftir seld-
ist upp á dansleikinn á 20 mín-
útum og þeir fyrstu komu í bið-
röðina klukkan 6 um kvöldið. Á
Hvoli voru nærri því 1000 manns
á dansleik, og um kl. 10 var
hætt að selja miða og allt
opnað út, svo að alls voru í hús-
inu um þúsund manns, eins og
áður segir. Og á sunnudags-
kvöldinu var farið í Búðardal,
þar sem komu um það bil 300
manns á dansleik, en íbúar í
Búðardal eru um 200.
Nú um mánaðamótin verða
breytingar á hljómsveitinni. —
Hinn stórvinsæli Þorvaldur Hall-
dórsson er hættur og sömuleiðis
trommuleikarinn, Hjalti Hjalta-
son. í staðinn fyrir hann hefur
komið ungur bumbari úr hljóm-
sveitinni Óvissu, sem við sögð-
um frá í vor og heitir sá Árni
Friðriksson. í stað Þorvaldar
kemur enginn, en þeir Finnur
Eydal og Bjarki munu að öllum
líkindum skiptast á um bassa-
leikinn, þar sem menn gera sér
vonir um að Þorvaldur mæti
aftur til leiks um eða upp úr
áramótum.
Sögðust þau í hljómsveitinni
binda miklar vonir við Árna,
því það væri alltaf gott að fá
nýtt blóð sem frískaði upp á
andann, og það er víst, að hann
er með efnilegri bumburum um
þessar mundir. („Bumbari" er
úr einkaorðasafni Bjarka
Tryggvasonar). Engar hljóm-
plötuupptökur eru á döfinni hjá
Ingimari og liðsfólki hans.
^Hljómplötu
gagnrýni
ÚDMENN
Síðari stereoplata Óðmanna, sem hljóðrituð var i London fyrir
nokkrum mánuðum, er komin út. Enn sem fyrr eru bæði lögin frum-
samin, bæði lög og textar. Fyrri plata hljómsveitarinnar var í slík-
um gæðaflokki, að ekki var hægt að jafna henni við neitt annað, og
því er eðlilegt að þessi síðari sé borin við hana á einhvern hátt.
Sá samanburður er ekki hagstæður. Þessi plata er ekki nándar
nærri eins forvitnileg, og veldur þar mestu um að hún er ekki eins
„orginal" og sú fyrri. Bæði lögin bera keim af „einhverju" sem
maður hefur heyrt áður. Á A-hlið er lagið ,>Bróðir“ (Jóhann G.
Jóhannsson/Guðm. Reynisson — Jóhann G. Jóhannsson), og er það
tvímælalaust betri hlið plötunnar. Lagið er skemmtilegt og auðlært,
og flautuleikur Vic Ash‘s, brezks hljóðfæraleikara, gefur því
skemmtilegan blæ. En það sem mér finnst skipta meginmáli í sam-
bandi við „Bróður", er textinn. Hann er algjörlega órímaður en
felur samt vel að laginu, og sannar það að Jóhann veit við hvaða
tónlist hann er að fást. Þá er textinn lipurlega samansettur og
sannarlega tímabær. Óðmenn hafa þá sérstöðu í íslenzkri tónlist,
að þeir taka afstöðu sem þó er hálfgert afstöðuleysi, því þeir
benda aðeins á gallana og skilja svo við okkur með spurningamerki
í framan.
Hljóðfæraleikur er góður; gítarleikur Finnst Stefánssonar er ef
til vill full máttlaus, en þó bregður fyrir skemmtilegum effektum.
í enda lagsins fer allt í „upplausn", of svo má segja, og þar á undan
má heyra skemmtilega kraftmikinn bassaleik. Ólafur trommuleik-
ari nýtur sín hins vegar ekki eins vel og áður.
Hinum megin er lagið „FIótti“ (Finnur T. Stefánsson), og er það
fyrsta lagið frá Finni. Lagið er með sterkum byrjendabrag og text-
inn rækilega sömuleiðis, og það voru stór mistök að láta Finn syngja
sjálfan. Píanóleikur, skemmtilega stríður á köflum, er frískandi.
Upptaka er góð, umslag gott, skemmtilega mynd tók Kristinn
Ben. S.G.-hljómpIötur gáfu út.
4o. tbi. VIKAN 31