Vikan


Vikan - 01.10.1970, Blaðsíða 45

Vikan - 01.10.1970, Blaðsíða 45
desember 1521, með sextíu manna áhöfn. Þrettán skipverj- anna voru frá Tidore, en nokkr- ir Spánverjar kusu að verða eft- ir á eynni; þóttust þeir hafa reynt næga hrakninga og töldu tvísýnt, að „Victoria" kæmist alla leið til Spánar. Þeir reyndust sannspáir hvað það snerti, að áhöfn skipsins varð að þola mikla hrakninga, hungur og þrautir á heimleið- inni, en heim til Spánar komst skipið, en þá voru aðeins átján menn eftir á lífi af þeim sex- tíu, sem lögðu af stað með skip- inu frá Molukkaeyjum. Til Se- villa komu þessir langþreyttu sjómenn hinn 8. desember 1522. „Victoria“ var fyrsta skipið, sem sigldi umhverfis jörðina. Meðal þeirra fáu leiðangurs- manna, sem komu heilir á húfi úr þeirri för, voru þeir Piga- fetta og Del Cano, sem var skip- stjóri á „Victoria“ síðasta áfang- ann — frá Molukkaeyjum til Spánar. Spánarkeisari tók leiðangurs- mönnum með kostum og kynj- um og heiðraði Del Cano á margan hátt, aðlaði hann og veitti honum ríflegan lífeyri. Um örlög og afdrif „Trinidad" er það að segja, að skipið komst aldrei aftur til Spánar og fæstir af skipsmönnum sáu föðurland sitt aftur. Soldáninn á Tidore reyndist þeim stoð og stytta, á meðan þeir biðu þess, að viðgerð skipsins lyki. Hinn 6. apríl 1522 lagði það úr höfn undir stjórn Spánverj- ans Espinoza, en Juan Carvalho hafði látizt þá fyrir skömmu. Espinoza þessi var dugandi sjó- maður, en fákunnandi mjög og bar lítið skyn á skipstjórn. Skip- ið hreppti storma í hafi og kom aftur til Tidore eftir sex mán- aða hrakninga. Þá voru 35 skip- verjar af 54 látnir úr hungri og og sjúkdómum. Espinoza brá illa í brún, þegar hann náði höfn á eynni, því nú mátti soldáninn honum enga hjálp eða aðstoð veita. Orsökin var sú, að portúgalskur floti, sjö skip með þrjú hundruð manna áhöfn, var kominn til evjarinn- ar, en Portúgalar og Spánverjar voru svarnir keppinautar og fjandmenn á höfum. Portúgalar slógu eign sinni á „Trinidad“ og farm þess, en vörpuðu Espi- noza og mönnum hans í varð- hald. Um margra mánaða skeið sat hann í ýmsum portúgölskum fangelsum, en þegar hann komst að lokum aftur heim til ættjarð- ar sinnar, tók keisarinn honum vel og veitti honum árlega all- ríflegan lífeyri. Þá er að segja frá Gomez, stýrimanninum, sem kom af stað uppreisn á skipinu „Concepci- on“, lét leggja skipstjórann í fjötra og sneri síðan aftur til Spánar, eins og fyrr er getið. Þegar heim kom, laug hann sökum á Magellan og skipstjór- ann á „Concepcion“. Sögu hans var fyrst í stað trúað og skip- stjóranum haldið í fjötrum, en þegar frá leið, tók mönnum að þykja frásögn hans grunsamleg, og var hann fangelsaður. Þegar „Victoria" kom úr för sinni, kom sannleikurinn í ljós, skipstjóran- um var sleppt úr haldi og honum vel launaðar allar þjáningarnar, sem hann hafði orðið að þola. Spánska stjórnin tapaði ekki á leiðangri þessum. Kostnaðurinn við allan búnað hans nam 20 þúsund dúkötum, en krydd- jurtafarmurinn, sem „Victoria“ bar óskemmdan til hafnar, nam 41 þúsund dúkötum að verð- mæti. Savalle Framhald af bls. 23. bátana. En hún gaf sig ekki, stóð þarna við hliðið og öskraði. þá greip ég til hennar og sagði henni að fara, — og sló hana! Það var engu líkara en að hann væri hreykinn af því. — Þá varð hún algerlega brjáluð! — Og svo? sagði ég eins var- lega og ég væri að tala við Lu- cindu, ég var hrædd um að hann týndi þræðinum. — Esther frænka reyndi að tala við hana, en Savalle var ekki við mælandi, þegar hún var í þessum ham! sagði hann. — Hún elti mig niður á bátabryggi- una. Ég bað hana að láta mig í friði, en það var ekki við það komandi! Þá stjakaði ég henni frá mér og hún féll um koll. Sló hnakkanum við bryggjubrúnina. Ég sá þetta allt fyrir mér, storminn, regnið og Joel, sem var orðinn eins óður og Savalle. — Og svo fleygðuð þér henni í sjóinn! sagði ég. — Nei! Ég reyndi að draga hana inn á bryggjuna, því að höf- uðið hékk fram fyrir brúnina. Hún var nú ekki beinlínis lauf- létt. Það var rétt svo að ég rann ekki sjálfur í sjóinn og ég varð að sleppa henni. Þá rann hún út fyrir og ég sá hana ekki aftur. Hvað átti ég að gera? Stökkva á eftir henni? Hann hló æðislega. — Hún var horfin, ég kom ekki auga á hana. Það dæmir mig enginn kviðdómur fyrir það! En þér skuluð ekki heldur fá tæki- færi til að dæma mig . .. Hann herti á takinu ... Nú skeði allt í einu, ég fann að ég rann niður með veggnum, eins og tuskubrúða, — svört þoka lagðist yfir mig og ég sá ekkert. En ég skynjaði óljóst brakið í dyrunum, raddir. Ég þekkti þær allar. Ein röddin sem hafði spurt mig spjörunum úr rétt áður en ég fór inn til Joels, rödd Alans. — Og svo eina röddin sem mig langaði til að heyra — Nicholas .. Kverkatakið linaðist, svörtu þokunni létti. Nicholas vafði mig að sér. Ég opnaði augun. — Heldurðu að þú getir gengið út að bílnum? spurði hann. Mér fannst leiðin ótrúlega löng. Bíllinn var svolítið í burtu, ég hefði ekki komizt þennan spöl af eigin rammleik. Ég hresstist fljótt við tæra loftið. Lögreglubíll stóð fyrir aftan bíl Nicholas. Nicholas hjálpaði mér inn í framsætið, en þegar ég brosti til hans, hristi hann höfuðið og sagði: — Það ætti að flengja þig! Að fara svona ein inn í ljóna- gryfjuna í stað þess að senda lög- regluna! — Hvernig komst þú að þessu? — Alan var órólegur. Hann kom til High Trees eftir að hann hitti þig og sagði mömmu hvert þú hefðir farið og svo hringdu þau til lögreglunnar. Nokkrum mínútum síðar kom ég heim. — Ég var að reyna að hjálpa þér! hvíslaði ég vesældarlega. — Ég veit það, sagði hann blíð- lega og klappaði mér á hnéð. Alan kom hlaupandi út úr hús- inu, þegar við vorum að leggja af stað. Hann stakk höfðinu inn um bílgluggann og sagði: — Næst þegar þú ætlar að leika Sherlock Holmes, þá máttu ekki gleyma lífverðinum! Joel misskildi þetta með brúðuna. Lögreglan er lengi búin að hafa gætur á honum fyr- ir eiturlyfjasmygl, — örsmáa pakka, saumaða innan í brúðu- kjóla... Ég fór með brúðuna, sem Savalle gaf Luci á lögreglu- stöðina og þeir fundu örlítið af hvítu dufti. Þeir sóttu hinar brúðurnar, eftir að þú fórst út í dag... Ég fór að hugsa sitt af hverju, athugasemd Nicholas um að það væri auðvelt að sigla ljóslaus inn í höfnina á nóttunni, um frú Dan- by í herbergi Savalle að nætur- lagi, til að sækja smádót, — lík- lega brúðu, sem ennþá bjó yfir leyndarmáli. Alan sagði að Joel hefði ekki vitað að lögreglan grunaði hann um smygl. Þegar þeir komu, hélt hann að það væri um dauða Sa- valle að ræða og bunaði öllu út úr sér .... Ég var dauðþreytt. Nicholas ræsti bílinn og ók spölinn að High Trees þegjandi. — f rúmið! sagði frú Mede ákveðin, þegar hún kom auga á mig. Ég snerti við handlegg hennar. — Fyrirgefið mér, en nú verður allt gott, sagði ég. — Nicholas segir yður allt saman. Það var dásamlegt að skríða í rúmið og borða matinn, sem hún færði mér. Ég sofnaði strax og vaknaði mörgum klukkutímum síðar... Klukkan var ellefu. Eg glað- vaknaði, svo ég fór fram úr og klæddi mig í slopp. Það var eitt- hvað sem ég varð að sjá . .. Dyrnar við stigann upp á efstu hæð voru opnar. Ég gekk hægt upp þrepin og var komin inn i tóma herbergið, þar sem ekkert var eftir nema húsgögnin. Ég þreyfaði eftir borðlampanum, fann rofann og kveikti. Nú var tómt þarna og svip- laust. Savalle var horfin, engin afturganga í rauðum kjól, engin fögur og grimmlynd kona, sem brosti háðslega, sem hótaði mér með beittum nöglum sínum. Mér létti, ég fann öryggið, sem nú hvíldi yfir þessu húsi. Ég heyrði öldusogið, gat það verið að þetta væri rödd hennar, sem lét heyra til sín, áður en hún hvarf að ei- lífu. Ég slökkti ljósið og gekk niður. Nicholas stóð í gættinni að her- bergi mínu. Hann var alklæddur. — Hvað er að? spurði hann. — Mér fannst ég heyra eitthvað, þegar- ég kom upp til að hátta. Þú hefir verið uppi í herbergi Savalle — hversvegna? — Til að vera viss um að engin andavera væri þar á ferli,, sagði ég. Hann leit á mig og í augnaráði hans mátti lesa svo mikla ástúð að hjarta mitt tiraði af sælu, en um leið fann ég til einhverrar smánartilfinningar. Ég skammaðist mín fyrir að hafa einu sinni álitið Nicholas hrokafullan og fjarrænan, sem hann svo sannarlega ekki var. — Langar þig í kaffi? spurði hann. — Já, þakka þér fyrir. Við gengum niður í dagstofuna. Það var hljótt í húsinu. Eina hljóðið sem heyrðist var gnauðið í storminum, það var sem væri hann að gráta. Nicholas hitaði kaffið og kom með tvo bolla, sem hann setti á lítið borð. Svo beygði hann sig yfir mig og tók andlit mitt í báða lófa sína. Ég fann til, þegar ég horfði á hann, elskaði hann svo tak- markalaust og þráði að vefía hann örmum og segja honum að aldrei framar skyldi hann verða einmana. — Serena, sagði hann hlióðiát- lega, — ég vona að þú verðir hér kyrr. Ég veit ekki hvernig við gætum lifað án þín. Mig langar til að hafa þig hjá mér, alla ævi. Það er ekki tímabært nú að segja fleira, en vilt þú hugsa um þetta? — Já. Ég sneri andlitinu svo kinnin hvíldi betur í lófa hans. — Þú hefir einu sinni orðið von- svikinn, ertu ekki hræddur um að verða það aftur? — Nei, sagði hann fastmæltur, — ekki þegar þú átt í hlut. Sa- valle kallaði þig „aprílregn“. Hún sagði það til að striða þér, en það er einmitt það sem þú ert. Apríl- regn, hlýtt, milt og ferskt, eftir langan vetur. Eftir langan vetur, hugsaði ég með þakklæti. Eftir storma og óveður, — kyrrð og friður, nýr heimur fyrir okkur Nicholas. Mér fannst þetta upphaf lífs míns, eins og ástin og gleðin væru að bíða eftir því að við gætum notið þeirra saman ... SÖGULOK. 40. tbi. viKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.