Vikan


Vikan - 01.10.1970, Blaðsíða 44

Vikan - 01.10.1970, Blaðsíða 44
eynnar var, urðu þeir, þegnar hins stolta Spánarkeisara ,að sýna auðmýkt og undirgefni. Og gjafirnar, sem þeir færðu hon- um, urðu harla lítilmótlegar í samanburði við allar gersemarn- ar, sem hvarvetna blöstu við augum þeirra, er þeir komu í höll hans. Þama þýddi lítið að freista að kaupa menn til kaþ- ólsku eða hlýðni við Spánarkeis- ara og gjalda með smáspeglum og rauðum húfum! í Borneo dvöldu leiðangurs- menn nokkra hríð, nutu góðvild- ar og gestrisni valdhafanna, seldu íbúunum skrifpappír og kvikasilfur, en fengu kínverska postulínsmuni fyrir og birgðu skip sín vistum, vatni og elds- neyti. Eyjaskeggjar höfðu mestu tröllatrú á kvikasilfri sem lækn- islyfi og töldu það duga við öll- um sjúkdómum. En þessi dýrð hlaut skjótan og óvæntan endi, og verður ekki vitað um raunverulega orsök þess. Svikráð Zubukonungs höfðu kennt leiðangursmönnum að gjalda varhuga og tortryggni við vinmælum og fagurgala manna á þessum slóðum, og er þeir sáu dag nokkurn, hvar floti mikill kom siglandi til hafnar, vakti það samstundis grun þeirra um svikráð og ófrið. Ekki bætti það úr skák, að sum skipin námu staðar í hafnarmynninu og kró- uðu leiðangursskipin inni. Leið- angursmenn hafa víst verið þeirrar skoðunar, að sókn sé bezta vörnin, því þeir undu upp segl í skyndi og skutu af fall- byssum sínum á skipin, sem lagzt höfðu í hafnarmynnið. Skot- hríðin gerði mikinn usla, og leið- angursmenn tóku fjögur skipin að herfangi. Fyrir einu þeirra réð æðsti foringi flotans, og fleiri háttsettir menn voru með því skipi, en leiðangursmenn tóku þá alla til fanga. Carvalho lét þó flotaforingjann fara frjálsan ferða sinna gegn miklu lausnar- gjaldi, sem hann krafðist að greitt væri í skíru gulli. Ekki gáfu leiðangursmenn sér tíma til að bjarga nokkrum fé- lögum sínum, sem staddir voru í landi, þegar atburðir þessir hófust, og margs konar varning skildu þeir þar einnig eftir. Son- ur Juan Carvalho var einn þeirra, sem staddir voru í landi. Þegar leiðangursskipin voru sloppin úr gildrunni, fóru orð- sendingar milli Carvalho og furstans, og kvað furstinn ótta þeirra hafa verið á misskilningi byggðan og ástæðulausan með öllu. Carvalho svaraði því einu, að furstinn skyldi sanna orð sín og einlægni með því að skila þeim mönnum og vörum, sem orðið hefðu eftir í landi. Því neitaði furstinn og raunar ekki að ástæðulausu, þar eð flotafor- ingi hans hafði orðið að kaupa sér frelsi af Carvalho og það dýru verði. Sonur Carvalho varð eftir á Borneo, en leiðangurs- menn höfðu sextán tigna höfð- ingja þaðan á brott með sér. Svo virðist sem siðgæði leið- angursmanna hafi hrakað til muna um þessar mundir, því þeir haga sér samkvæmt siðum sjóræningja um nokkurt skeið eftir þetta, ráðast á skip, en ræna farminum. Skipshöfnunum gáfu þeir þó frelsi gegn ríflegu lausnargjaldi. Það vildi þeim til heppni, að meðal fanga þessara var maður einn, sem gat vísað þeim leiðina til Molukkaeyja. Þeir hlýddu leiðsögn hans og komu til eyj- anna hinn 6. nóvember 1521 og tveim dögum síðar lögðu þeir skipum sínum við akkeri viið eyna Tidore. Soldán nokkur, arabiskur, réð fyrir eynni. Hann fagnaði leið- angursmönnum með afbrigðum vel, og ekki var minna um skraut og viðhöfn við hirð hans en hjá furstanum á Borneo. Hann kvað þá skyldu vera und- ir vernd sinni á meðan þeir dveldu á eynni, öll verzlun væri þeim heimil og í öllu skyldi verða breytt við þá sem ást- fólgna gesti. Hann bauð þeim að leggja skipum sínum nær landi og bað þá að hika ekki við að skjóta á þá eyjaskeggja, sem kynnu að reyna að hnupla frá þeim. Leiðangursmenn komust skjótt að hagstæðum verzlunarvið- skiptum við eyjarskeggja. Hlóðu þeir nú skip sín kryddvörum, sem þeir keyptu fyrir lín, klæði, kvikasilfur, hnífa, skæri og ýmsa smámuni. Ekki þorðu þeir að treysta soldáninum, þrátt fyrir alla velvild hans og ljúfmennsku. Er hann bauð þeim að sitja veizlu í soldánshöllinni, óttuðust þeir svikráð og fóru hvergi, en soldáninn brá skjótt við, iét flytja sig um borð til þeirra, kyssti á kóraninn og sór þess dýran eið, að hann væri þeim trúr og einlægur vinur. Seinna fregnuðu leiðangursmenn, að ýmsir æðstu menn soldáns hefðu ráðlagt honum að láta taka þá alla höndum og drepa, en soldán hefði svarað, að enginn skyldi fá sig til að vinna slíkt fólsku- verk. Þegar bæði skipin voru full- fermd kryddjurtum og leið- angursmenn hugðust leggja af stað heimleiðis, kom í ljós, að annað þeirra, „Trinidad“, var ósjófært vegna leka. Soldáninn lét færustu kafara sína athuga botn skipsins, en þeir kváðu það mikið laskað. Sú ákvörðun var tekin, að „Victoria“ legði þegar af stað heimleiðis, en „Trinidad" yrði eftir á Tidore til viðgerðar. Fimmtíu og þriggja manna áhöfn varð eftir til að sigla skipinu heim að viðgerð lokinni. Juan Carvalho var einn þeirra, er eft- ir urðu. Soldáninn hét að reyn- ast þeim stoð og styrkur, og það efndi hann, að svo miklu leyti sem honum var unnt. „Victoria11 lét í haf hinn 21. 44 VIKAN 40- tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.