Vikan - 01.10.1970, Blaðsíða 16
ÞAÐ VORU EKKI MARGIR LEIGJENDUR
í GAMLA HÚSINU VIÐ ÖSTERMALM, EN
EITTHVAÐ DULARFULLT VAR í FARI ÞEIRRA
ALLRA. FRAM AÐ ÞESSU HÖFÐU ÞEIR GETAÐ
LEYNT LIFNAÐARHÁTTUM SÍNUM FYRIR ÖÐR-
UM ÍBÚUM OG UMHEIMINUM, EN NÚ LEIT ÚT
FYRIR AÐ SITT AF HVERJU VÆRI AÐ KOMA í
DAGSINS LJÓS. — Og ÞAÐ VAR VEGNA ÞESS AÐ
NÝFÆTT ÓSKILABARN FANNST í STIGAGANGIN-
UM . . .
SYLVIA VAN DER HEFT
Stóra, gráa húsið við Rytt-
mestergötu 6, hafði staðið þarna
í sextíu ár, en nú átti bráðum
að rífa það niður, til að víkja
fyrir stórri byggingu úr stein-
steypu og gleri og þar áttu að-
eins að vera verzlanir og skrif-
stofur. En þrátt fyrir aldur og
niðurníðslu, var einhver sérstak-
ur virðingarsvipur yfir þessu
gamla húsi. Yfir bogadyrunum
var ennþá mynd af ljóni úr
sandsteini, og inni í anddyrinu
var tíglagólf úr marmara og
sprungin skilti vitnuðu um forna
frægð. Á þeim stóð: BANNAÐ
AÐ BETLA OG SELJA VIÐ
DYRNAR og SENDLAR ERU
BEÐNIR AÐ FARA BAKDYRA-
MEGIN.
16 VIKAN 4o. tbi.