Vikan - 01.10.1970, Blaðsíða 11
því, er að siglingafræði laut,
harla bágborin, hjátrú, hindur-
vitnum og kreddum blandin.
Ekkert kunnu menn þá til varð-
veizlu nýmetis, og næringar-
fræði var þeim óþekkt hugtak,
enda varð skyrbjúgur og aðrir
fjörefnisskortssjúkdómar mörg-
um slíkum leiðangri að tortím-
ingu. Við alla þessa örðugleika
og hættur bættist svo það, að
skipverjar voru oftast nær úr-
hrök hafnarborgaskrílsins, því
að þessar ferðir höfðu, og ekki
að ósekju, það orð á sér, að fáir
vildu til þeirra ráðast, er aðra
úrkosti áttu. Yfirmennirnir voru
oft og tíðum skipverjunum engu
betri. Leiðangursforingjarnir
máttu því sífellt vera við upp-
reisn búnir. Þeir áttu um það
eitt að velja að refsa hverjum
þeim grimmilega, er mótþróa
sýndi og allur agi byggðist á ótt-
anum við pyndingar og líflát.
Leiðangurssaga Magellans ber
þessu ljós vitni. Það jók og á
örðugleika hans, hvað stjórn
sn^rti, að Spánverjarnir, sem
fjölmennastir voru á flotanum,
höluðu hann og töldu sér sýnda
litilsvirðingu, er þeim var skip-
að undir stjórn Portúgala. Þeir
biðu því fyrsta tækifæris, er
þeim gæfist, til þess að svíkja
hann og koma fram við hann
hefndum.
Nokkrir stjörnufræðingar,
landfræðingar, sagnritarar og
aðrir lærðir menn tóku þátt í
leiðangri þessum. Þeirra á með-
al var ítalskur aðalsmaður, sagn-
ritarinn Antonius Pigafetta.
Hann var Feneyjabúi, en fékk
leyfi Karls keisara til þess að
taka þátt í leiðangrinum. Piga-
stendur ofar við fljótið, fóru þar
fram hátíðáhöld mikil í Santa
Maria de la Vittoria kirkju. Þar
tók Magellan við konungsfánan-
um og sór Karli keisara holl-
ustueiða, en yfirmenn leiðang-
ursflotans sóru Magellan trú og
hlýðni sem foringja sínum.
Flotinn stefndi til Kanaríeyj-
anna. Magellan hafði boðið, að
hans skip skyldi ætíð fara fyrst,
einnig að blys skyldu loga á
skutlyftingu hvers skips á nótt-
um, svo að sæist til ferða þeirra,
og með ljósmerkjakerfi, er hann
hafði samið, gat hann gefið öll-
um flotanum fyrirskipanir um
stefnu og seglahögun, er myrkt
var orðið. Hinn 26. september
var flotinn kominn að Teneriffa,
og þótt skammt væri af ferðinni,
var þó þegar tekið að örla á
mótþróa meðal yfirmannanna.
Skinstiórinn á ,,San Antonio“,
Juan de Cartagena, krafðist þess,
að Magellan skýrði frá fyrirhug-
aðri siglingarstefnu flotans, en
Magellan svaraði því einu, að
Cartagena kæmi slíkt ekki við.
Frá Kanaríeyjunum hélt flot-
inn suður með Afríkuströndum
og hreppti óhagstætt veður alla
leið suður að miðjarðarlínu. Um
þriggja mánaða skeið áttu þeir
við sífelldan mótbyr að stríða;
oft var hvassviðri og steypiregn.
Er Magellan bauð að minnka
skyldi matarskammt skipverja,
vakti það óánægju og undirróð-
ur, sem Cartagena skipstjóri
efldi eftir mætti. Magellan sá,
að skjótra og róttækra gagnráða
þurfti við. Hann boðaði æðstu
menn flotans til fundar við sig
á skin sitt. ..Trinidad". og setti
þar skipsrétt. Cartagena lézt
LOFTUR
GUÐMUNDSSON
RITHÖFUNDUR
SKRIFAR UM
SÆFARANN OG
LANDKÖNNUÐINN
FERDINAND
MAGELLAN
til Kanaríeyjanna, hvað þá
lengra.
Ahöfn flotans var af ýmsum
þjóðum, þótt Spánverjar væru
þar liðflestir. Auk þeirra voru í
þeim hóp 25 ítalir, 20 Portúgal-
ar, 10 Frakkar, nokkrir Þjóð-
verjar, Hollendingar, Grikkir,
negrar, Malajar og einn Eng-
lendingur. Ekki verður því ann-
að sagt, en áhöfn flotans hafi
verið æði mislit og líkleg til
sundrungar.
Betur hentaði leiðangursfor-
ingjum í þá daga, að þeir væru
harðfengir og kjarki gæddir um-
meðalmenn. Þeir sigldu
litlum, illa búnum skipum um
ókunn höf. Sjókort þeirra voru
villandi og verri en engin, mæl-
ingatæki öll ófullkomin og þekk-
ing foringjanna sjálfra á öllu
fetta var djarfur maður og
hraustur og lærður vel. Hann
reyndist Magellan tryggur og
einlægur förunautur og sýndi
þrásinnnis, að hann var þess al-
búinn að leggja líf sitt í hættu
hans vegna. Hann reit síðar sögu
leiðangursins, er þykir hin merk-
asta, þótt ekki sé hún laus við
ýkjur og hindurvitni. Er þess
heldur ekki að vænta, því bæði
var það, að þekking lærðra
manna átti þá enn nokkra sam-
leið með hjátrúnni, og ýkjur
þóttu sjálfsagt krydd í hverri
ferðasögu, — og virðist sá
smekkur þrálátur með mönnum.
Hinn 20. september 1519 lagði
floti Magellan í haf frá hafnar-
bænum San Lucar við mynni
Guadalquiver. Áður en flotinn
lagði af stað frá Sevilla, er
hvergi smeykur, atyrti og lítils-
virti leiðangursforingjann og
hvatti áhafnir skipanna til upp-
reisnar gegn honum. Magellan
hlýddi á mál hans, en bauð síð-
an, að hann skyldi lagður i
fjötra. Er Cartagena heyrði þá
skipun, trylltist hann af bræði,
skírskotaði til spánskrar aðals-
tignar sinnar og bauð skipstjór-
um og öðrum yfirmönnum flot-
ans að veita sér aðstoð og taka
Magellan höndum. Enginn varð
þó til þess að veita Cartagena
lið. Festa og hugrekki Magell-
ans vakti aðdáun og virðingu
leiðangursmanna; spanski aðals-
maðurinn var lagður í fjötra, og
þeir, sem stutt höfðu undirróð-
ur hans, þögnuðu um hríð.
Þegar flotinn kom suður fyrir
Framhald á bls. 36
Það var fríður floti, sem lagði af stað
í fyrstu ferðina umhverfis jörðina.
En aðeins eitt skip komst heilu og
höldnu aftur til baka og aðeins örfáir
menn lifandi af þeim sem lögðu af
stað. Þetta er teikning af skipinu, sem
kom aftur, en það hét „Viktoría“.
40. tbi. YiKiAN 11