Vikan


Vikan - 01.10.1970, Blaðsíða 9

Vikan - 01.10.1970, Blaðsíða 9
Pv /1/^xF^f i—1 n SSKARTGRIPIRl Modelskartgripur er gjöf sem ekki gleymist. - SIGMAR Ot PÁIMI - Hverfisgötu 16a. Sími 21355 og Laugaveg 70. Sími 24910 Systir þín er ólétt Kæri draumráðandi! Mér fannst ég vera heima hjá mér með vinkonu minni fyrr- verandi. Hún segir við mig: — Heyrðu, hún systir þín er ólétt. Eg varð mjög hissa, en þá sagði hún mér að systir mín hefði beðið sig að segja mér þetta, því hún þyrði það ekki sjálf. Eg varð strax reið við systur mína, að hún skyldi ekki hafa sagt mér þetta fyrst. Þá sagði vinkona mín mér að þetta væri allt í lagi, hún væri svo vel undir þetta búin að öllu leyti, en læknirinn væri ekki búinn að staðfesta gruninn. Mér fannst þessi draumur undarlegur, því systir mín er orðin 18 ára og hefur aldrei ver- ið við karlmann kennd. Hún er líka á skóla. og því varð ég hissa á orðatiltæki hennar í draumn- um. Mér fannst líka undarlegt hvernig mér leið; það var eins og ég fylltist gremju yfir því hvað hún væri kærulaus, af því að mamma er engin manneskja í að taka barn. Með fyrirfram þökk. EJ. Þessi draumur boðar systur þinni einhver mótlæti, þó ekki alvarleg. Sennilegast, er að hún, ung og óreynd, lendi í einhver.iu ástarævintri. og taki það alvar- legar en ætlun hins aðilans er. Það er töluverð tíðarandaspcki í niðurlagi bréfsins. Rautt blóm op svört föt Kæri draumráðandi! Mig dreymdi tvo drauma með stuttu millibili um daginn, og lðngar að fá þá ráðna. Sá fyrri er svona: Mér finnst ég ætla að fara að opinbera trúlofun mína, og mað- urinn situr við borð, hlaðið alls konar mat, en ég stend hjá og segi, er trúlofanir berast í tal: „Mér er nú ekki sama hverjum ég trúlofast.“ Þá stendur hann upp og ég sé að fingur hans eru alsettir silf- urhringum. Hann tekur einn af sér og dregur hann á fingur mér. Ég kyssi hann fyrir og er alsæl. Þá dregur hann upp öskju, dreg- ur upp tvo gyllta hringa, báða með einhvers konar pinna upp úr. Á pinnanum eru blóm, hvítt á öðrum og rautt á hinum, með öfuga liti innan í. Svo biður hann mig að velja. Ég valdi rauða blómið, en set ekki hringinn upp strax. Þá seg- ir hann: „Settu upp hringinn, því annars skila ég þeim báðum strax.“ Þá set ég hann upp og nær hann yfir alla hendina, og fannst mér hann of stór fyrir mig, en hafði hann samt. Eg man að ég hugsaði í draumnum: „Það er eins gott að vera ekki með þennan í vinnunni.“ Hinn er svona: Mér fannst ég vera við ein- hvern skíðaskála og ekki hugsa um annað en að komast út úr húsinu og heim. Ég var blá- klædd í draumnum en alltaf að hugsa um að skipta um föt þeg- ar ég kæmi heim. Þá ætlaði ég í svartar buxur, svarta peysu og setja á mig svarta húfu, vettlinga og klossa. Svo mætti ég stúlku með vöggu á undan sér (í skálanum) og fannst mér ég eiga dúkku sem ætti að vera í vöggunni og fór að gramsa í henni, en fann ekki dúkkuna, því vaggan var full af telpukjólum í öllum lit- um. Sagði stúlkan að dúkkan væri undir kjólnum, og fannst mér að dúkkan ætti að fara á sýningu sem átti að vera i skál- anum. VELJIÐ t e d d y VORUMERKIÐ, SEM ALLIR ÞEKKJA. V_____________________/ FROMLEIÐUM: Telpnakápur telpnaúlpur drengjaúlpur barnagalla drengjafrakka telpnadragtir kápur kvensíðbuxur kvenúlpur SOLIDO: Fataverksmiðja Bolholti 4, IV hæð. Ég held áfram að reyna að komast út en kemst ekki. Þá mætti ég pabba mínum, sem spyr hvert ég sé að fara. É'g segi honum það og einnig hvernig ég ætli að klæða mig. Þá segir hann hlæjandi: „Ha, ha, svartklædd á rauðum skíðurn!" Ég varð leið yfir því að skíð- in skyldu ekki passa við fötin og vaknaði við það. Þakka fyrirfram. Anný. Fyrri draumurinn boffar þér smávægileg óþægindi, sem geta ágerzt, ef þú ekki gáir að þér, en niðurlag draumsins bendir til þess að þú mundir gera það. Síðari draumurinn boðar þér mikla eftirvæntingu; þú átt eft- ir að hlakka mikið til einhvers hlutar og búast við mikilli gleði, en verður svo fyrir einhverjum vonbrigðum — mjög svo tíma- bundnum þó, en þú verður allra líklegast að deila þessari gleði þinni óskiptri. Svar til ÞÆÖ Draumur þinn er mjög óljós, og koma þrjár ráðningar til greina: Ykkur vinkonunum sinn- ast eitthvað, og verður það al- gjörlega þín sök; hún svíkur vináttu þína; hún lendir í slysi — og er það misráðið hjá okkur að telja þann möguleika siðast- an.... 40. tbi. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.