Vikan


Vikan - 01.10.1970, Blaðsíða 37

Vikan - 01.10.1970, Blaðsíða 37
uð úr feldi af skepnum, er við fengum síðar færi á að skoða, og var skikkjan vönduð að gerð. Af skepnum þeim, er ég minnt- ist á, er mesti fjöldi í landi þessu. Þær hafa höfuð og eyru sem múldýr, skrokk sem úlfaldar, fætur sem hirtir og tagl sem hross. Þær hneggja og sem hross. Skó bar villimaðurinn, er einnig voru gerðir úr skinni slíkrar skepnu. Að boði leiðangursfor- ingjans var honum veittur mat- ur og drykkur. Síðan voru hon- um sýnd ýmis áhöld og hlutir, meðal annars skyggður stálspeg- ill. Er risinn leit sjálfan sig í speglinum, hörfaði hann undan skelfdur mjög, og var viðbragð hans svo mikið, að hann hratt fjórum mönnum okkar um koll.“ Eftir þetta tóku frumbyggjar héraðsins að venja komur sínar til skipanna. Tókst góð vinátta með þeim og skipverjum, og svo fór, að leiðangursmenn skírðu einn villimanninn til kristni. At- höfninni lýsir Pigafetta á þessa leið: „Viku síðar fór skipverji einn í land til að afla eldsneytis. Hitti hann risa af sama kynþætti og eins klæddan og þann, sem fyrr er nefndur. Hann bar boga og örvar að vopni. Er hann nálgað- ist skipverjann, snerti hann koll sinn og kropp, en benti síðan til himins. Skipverjinn fór eins að. Síðan urðu þeir samferða til skýlisins á hólmanum. Skýlið var í senn smiðja og vöru- geymsla. Risi þessi var stærri og sterklegri en þeir villimenn, er við höfum áður séð, og trylltari í öllu sínu atferli. Er hann stökk eða dansaði, sparn hann við fót- um svo fast, að spor hans í sand- inum voru marga þumlunga á dýpt. Hann dvaldi hjá okkur nokkra daga og við kenndum honum að nefna heiti frelsarans og lesa „Faðir vor“. Hann las það að síðustu jafnvel og við, en neytti róms sem hann mátti. Að lokum skírðum við hann. Hann hlaut nafnið Jóhann. Að skírn- argjöf gaf Magellan honum skyrtu, treyju, dúkbuxur, húfu, spegil, hárgreiðu. bjöllu og ýmsa smáhluti aðra. Er við fluttum hann í land, var hann glaður vel, og þótti honum för sín hafa vel tekizt. Daginn eftir fserði hann okkur að gjöf eina af skepnum þeim, sem ég hef áður minnzt á. Við launuðum honum með giöf- um og báðum hann að færa okk- ur fleiri, en ekki heimsótti hann okkur eftir það.“ Enda þótt leiðangursmenn sýndu þannig í verki sannkristi- lega umhyggiu fyrir sálarheill heiðingianna, víluðu þeir ekki fyrir sér að misnota barnslegt traust boirra og einfeldni, og ber sú saga trú þeirra ekki jafnfagr- an vitnisburð. Pigafetta segir söguna þannig: „Magellan fvsti miög að hafa tvo unga og íturvaxna menn af þessum kynþætti á brott með MUNIÐ NIÐURSUÐUVÖRUR MERKIÐ TRYGGIR GÆÐIN ★ AÐEINS VALIN HRÁEFNI ★ ORA VÖRUR í HVERRI BÚÐ ★ ORA VÖRUR Á HVERT BORÐ Niðursuðuverksmiðjan ORA hf. Símar: 41995 - 41996 FRÁ RAFHA RAFHA eldavél, gerð 2650, með föstum hellum, 30 ára reynila. - ÓDÝRASTA RAFMAGNSELDAVÉLIN á markaðinum. - Heim- keyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ 0ÐINST0RG - SlMI 10322 sér og flytja þá heim til Spánar, ef auðið reyndist. Ekki sáum við okkur fært að nema þá á brott með valdi, og því var það, að hann beitti þá brögðum nokkr- um. Hann gaf þeim býsnin öll af hnífum, speglum og glasperlum. Er þeir gátu ekki við meiru tek- ið, bauð hann þeim járnfjötra að gjöf. Járnin vildu þeir fyrir alla muni eignast. Magellan ráðlagði þeim að láta spenna fjötrana að fótum sér, þar eð þeir mættu ekki á annan hátt með þá kom- ast. Þeir treystu okkur og trúðu í öllu og létu skipverja mót- spyrnulaust leggja á sig fjötrana, en er þeir skildu, hvernig kom- ið var hag þeirra, ærðust þeir, hvæstu og blésu og kölluðu há- stöfum á liðsinni ,,Sebatos“, en hann er æðstur guða þeirra. Þannig náði Magellan nokkrum körlum af kynþætti þessum, og nú ákvað hann að beita öllum brögðum til að handsama nokkr- ar konur af sama kynþætti. Hann bauð leiðangursmönnum að fjötra aðra tvo með valdi. Var ætlunin að þvinga þá til að. vísa mönnum okkar leiðina til þorps- ins, þar sem konur þeirra höfð- ust við. Níu fílefldustu skipverj- arnir urðu að beita öllu sínu afli og harðfengi við að fella þá og koma á þá fjötrum. Öðrum þeirra tókst að spyrna af sér fjötrunum, en hinn veitti svo harða mótspyrnu, að menn okk- ar urðu að veita honum áverka á höfuð, svo að hann dasaðist. Síðan var hann neyddur til að veita mönnum okkar leiðsögn til þorpsins. Þegar þangað kom, og konur sáu, hvernig hann var leikinn, ráku þær upp slík vein, að heyra mátti langar leiðir. Þá var langt liðið kvölds, og Juan Carvalho stýrimaður, er hafði forustu í kvennaráninu, ákvað að dvelja um kyrrt í þorpinu til morguns, en hafa þó gát á öllu, er þar gerðist. f þann mund komu tveir villimenn til hans, voru hinir vingjarnlegustu og virtust fagna komu leiðangurs- hópsins. En þegar leið að morgni, mæltu menn þessir nokkur orð við konurnar, og á sömu andrá hvarf allt hyskið út í buskann, karlmenn konur og krakkar, og það svo skjótt, að menn okkar máttu ekkert aðhafast. Ekkert tók fólkið með sér, nema skepn- ur þær, sem fyrr er á minnzt. Menn okkar skutu á eftir því, en það bar skjótt undan sem hesta á stökki og hljóp á svig og- í króka, svo ógerlegt var að hæfa það með skotum. Einn villimað- urinn leyndist í kjarri og skaut þaðan eitruðum örvum að mönn- um okkar, særði einn, og fékk sá samstundis bana. Menn okkar jarðsettu hann, kveiktu í þorp- inu og héldu síðan brott þaðan til strandar.“ Vetrarlægið reyndist örugg höfn, og vistaskortur olli leið- angursmönnum ekki neinum Framhald á bls. 40. 40. tbi. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.