Vikan - 01.10.1970, Blaðsíða 36
KRISTJÁNSSON h.f. Ingólfsstrœti 12 Símar: 12800 - 14878
Innihetó'*'
iw.
Vito
oð
9'jó
andi
Frá Sevilla til
Framhald af bls. 11.
miðjarðarlínu, var breytt um
stefnu og siglt í vesturátt. Hinn
29. nóvember náðu leiðangurs-
menn Brasilíuströndum.
„Þegar logn var,“ segir Piga-
fetta í ferðasögu sinni, „sáum
við mergð stórra fiska synda í
nánd við skip okkar. Fiskar
þessir nefnast hákarlar. Þeir
hafa ógurlegar og hvassar tenn-
ur og éta þá menn, er falla lífs
eða liðnir í sjóinn. Þegar storm-
ar geisuðu, birtist dýrlingurinn
Anselme okkur þrásinnis. Eina
nóttina, þegar fárviðrið var sem
mest, birtist dýrlingurinn okkur
í reginbjörtum eldsbjarma, er
lék um stórsiglutoppinn. Sýn
þessi stóð í hálfa þriðju klukku-
stund samfleytt og varð okkur
til ósegjanlegrar huggunar, því
áður vorum við harmþrungnir
og gráti lostnir og hugðum, að
skip okkar mundi farast þá og
þegar. Er hið heilaga eldskin
hvarf sjónum okkar, hrópuðum
við á náð, því svo skær var
bjarmi þess, að um hríð vorum
við sem blindu slegnir. Enginn
okkar hafði þorað að vona, að
við lifðum óveðrið af, en þess
ber að geta, að hvenær sem dýr-
lingur þessi birtist áhöfn skips,
er í stormi er statt, boðar sú
sýn, að skip það muni ekki far-
ast.“
Á Brasilíuströnd öfluðu leið-
angursmenn sér nýrra vista-
birgða, og var þess ekki van-
þörf, því þeir höfðu lengi átt
við einhæfan og nauman kost að
búa. Gott þótti þeim að eiga
kaup við strandbúa, og segir
Pigafetta þannig frá viðskiptun-
um:
„Þarna var gott að verzla. Við
keyptum sex eða sjö hænsni fyr-
ir einn öngul og tvær gæsir fyrir
einn hárkamb. Fyrir lítinn speg-
il mátti fá þau býsn af fiski, að
ekki þurfti hópur manna meiri
mat til máltíðar. Lítil bjalla eða
dúkborði nægði sem greiðsla
fyrir fulla körfu af kartöflum,
en kartöflur eru rótarávöxtur
einn, ekki ósvipaður rófum að
sjá og að bragði til líkur kasta-
níuhnetum. Þá reyndust spil
ekki lakari gjaldmiðill. Til dæm-
is að taka keypti ég sex hænsni
fyrir eitt mannspil, og imynd-
uðu seljendurnir sér, að þeir
græddu á viðskiptunum. ... “
„Brasilíubúar eru ekki kristn-
ir og ekki heldur afguðadýrk-
endur. Eðlið eitt ræður öllum
þeirra athöfnum. Þeir ná mjög
háum aldri, og er ekki sjaldgæft,
að menn verði þar 125 eða jafn-
vel 140 ára gamlir. Allt fólk
gengur þar nakið, jafnt konur
sem karlar. Það býr í löngum
kofum og oft eitt hundrað mann-
eskjur í sama kofanum. Er þar
æði hávaðasamt inni, eins og við
má búast. Er maður lítur þenn-
an sæg hörundsdökkra, nakinna,
skítugra og sköllóttra manna,
gæti maður ímyndað sér, að þar
væri mergð djöfla....“
Leiðangursmenn dvöldust tvær
vikur á þessum slóðum og sigldu
síðan suður með ströndinni. Hinn
11. janúar 1520 komu þeir að
fljótsmynni einu miklu. Fyrst í
stað hugðu þeir, að þarna væri
um sund að ræða, ef til vill sjó-
leiðina til Molukkueyja. Þetta
var mynni fljótsins Rio de la
Plata.
„Á ströndinni skammt frá
fljótsmynninu,“ segir Pigafetta,
„hittum við fyrir menn nokkra
af kynþætti „kannibala“. Þeir
éta mannakjöt. Einn þeirra, risi
að vexti, kom um borð í skip
leiðangursforingjans, þeirra er-
inda að spyrja, hvort félögum
hans væri leyfilegt að heim-
sækja okkur. 'Rödd manns þessa
var sem nautsöskur. Á meðan
hann dvaldi um borð í skipi
okkar, notuðu félagar hans sér
tækifærið og fluttu allt sitt haf-
urtask langa leið til öruggs stað-
ar, því þeir óttuðust okkur. Þeg-
ar þeir sáu okkur ganga á land
og komust að raun um, að við
höfðum fullan hug á að hand-
sama einhvern þeirra, tóku þeir
á rás og höfðu meira í skrefi
hverju en við í mörgum.“
Á leið sinni suður með
ströndinni komu leiðangurs-
menn að eyjum nokkrum. Þar
sáu þeir mergð sela og mörgæsa.
„Svo spakar voru gæsimar,"
segir Pigafetta, „að skammrar
stundar veiði nægði áhöfnum
fimm skipa til máltíðar. Gæsir
þessar eru svartar að lit,
skrokkur þeirra allur dúni þak-
inn en flugfjaðrir engar. Þær
geta heldur ekki flogið og lifa
eingöngu á fiski. Svo feitar voru
þær, að við urðum að fletta af
þeim hamnum, þar eð ógerlegt
reyndist að reyta þær. Nef
þeirra líkist horni.“ Lýsing þessi
sýnir, að Pigafetta hefur ekki
séð mörgæsir fyrr en þarna.
Enn sigldu leiðangursskipin
suður með ströndum og hlutu
veður stór. í marzmánuði náðu
þeir 49° 20‘ suðl. br. Þar fundu
þeir góða höfn og fiskisæla. Ma-
gellan ákvað að hafa þar vetr-
arlægi. Er þeir höfðu dvalið þar
um hartnær tveggja mánaða
skeið, án þess að verða manna
varir, sáu þeir dag nokkurn,
hvar risi mikill steig dans í fjör-
unni og stráði sandi á höfuð sér.
Hann var allsnakinn og söng við
raust. Magellan sendi skipverja
einn í land og bað hann haga sér
eins í öllu, til sannindamerkis
um vináttu okkar og friðarhug.
Risinn fylgdist þá fús með hon-
um til skýlis, er við höfðum reist
á hólma við ströndina. Magellan
var staddur í skýlinu, ásamt
nokkrum mönnum sínum, og var
ég meðal þeirra. Þegar villimað-
urinn leit okkur, varð hann
næsta undrandi. Svo hávaxinn
var hann, að við náðum honum
vart í beltisstað. Hann var glæsi-
legur að vallarsýn, en andlit sitt
hafði hann málað rautt, gula
bauga um augu, en hjartalagaða
flekki á vanga. Ekki var hann
mikið hærður, og virtist okkur
sem hárið væri hvítum salla
stráð. Hann bar eins konar
skikkju eina fata. Hún var saum-
36 VIKAN 40- tbl.