Vikan - 01.10.1970, Blaðsíða 20
Faruk hafði
skemmta sér
hann í St. Moritz árið 1937.
dálæti af því að
í Evrópu. Þarna er
Faruk var sýndur mikill heiður innan hersins, þegar hann kom heim frá Englandi, eftir að hann varð konungur. Sjálfur
hafði hann lélega þekkingu á herstjórn. Hann hafði ekki haft næga undirbúningsmenntun til að komast í herskólann í
Sandhurst í Englandi, svo það var settur upp sérskóli fyrir hann.
”Hann talaöi máli fól
gekk allt á
konungurinn sæti við stýri í einum bíla
sinna, þá væri sjúkrabíll alltaf í kjölfarinu,
til að hirða upp slasað fólk á leiðinni, fólk,
sem hafði orðið fyrir barðinu á hinu kon-
unglega æði.
Ef einhver ók fram úr honum, varð Faruk
æfur. Hann hafði alltaf byssu hjá sér og átti
til að skjóta í hjólbarða hjá þeim fram-
hleypnu, sem voguðu sér að reyna framúr-
akstur.
Flestir landsmenn litu þessi tiltæki hins
unga þjóðhöfðingja mildum augum, kölluðu
það ungæðishátt. Faruk var miklu mann-
legri en hinn strangi faðir hans, sem var al-
gerlega sneyddur allri kímni.
Það var jafnvel séð í gegnum fingur þótt
hann framkvæmdi ýmislegt, sem skipti
meira máli. Faruk kom einu sinni til föður-
bróður síns og sagði að nauðsynlegt væri að
rífa niður og byggja upp járnbrautarstöð-
ina við Montazah, vegna þess að hún væri
svo ljót. Ríkisstjórnin samþykkti það, þótt
hin konunglega lest færi þar um aðeins einu
sinni á ári.
Faruk lét þá vin sinn, arkitektinn Ernesto
Verucci, teikna geysiskrautlega brautarstöð.
Ríkisstjórnin neitaði þeim íburði, sagði að
hægt væri að byggja aðra fyrir tíunda hluta
af verðinu. Faruk svaraði með því að fara
sjálfur á staðinn, með mannafla og byggja
stöðina eins og hann hafði ákveðið, með
gífurlegum kostnaði.
Ríkisstjórinn fór þá að verða órólegur. Það
var fenginn maður frá Bretlandi, til að reyna
að hemja konunginn og kenna honum eitt-
hvað. Þetta var Edward Ford, síðar þekktur
sem einkaritari Georgs VI. Bretakonungs.
Ford sá strax að þetta vár alveg vonlaust
starf. Faruk eyðilagði allar tilraunir Fords
til að kenna honum stjórnmál og ríkisrekst-
ur. Það keyrði um þverbak, þegar Faruk lét
hann aka með sér á einni hryllingsferðinni
um Kairo og nágrenni.
Faruk hafði mikið dálæti á að synda og
skvetta vatni á þá sem voru að klæða sig.
Það var haft fyrir satt að í fínustu sund-
klúbbum í Kairo, voru alltaf tiltækar vatns-
slöngur, svo konungurinn gæti skemmt sér
„konunglega“.
Það versta var að enginn af hirðmönnum
konungs þorðu að anda því út úr sér að
framkoma hans væri óþægileg fyrir um-
hverfi hans. Englendingar í þjónustu hans
mótmæltu tiltækjum hans, en það tók hann
aðeins sem venjulega, brezka geðvonzku.
Faruk var mikill gortari og laug þegar
hann langaði til. Einu sinni sá Sir Edward
nokkra silfurbikara hjá honum. Faruk sagði
honum að þetta væru íþróttaverðlaun frá
æskuárum hans.
Sir Edward leit á botninn á einum bik-
arnum og sá þá verðmiða. Þá viðurkenndi
Faruk að þetta hefði verið sent sem sýnis-
horn, hann átti að velja verðlaun fyrir sigl-
ingaklúbb í Alexandríu.
- Ha-ha, þar gabbaði ég yður, sagði Far-
uk og hló dátt.
20 egg í morgunverð.
Það var sagt að Faruk væri mikill veiði-
maður, sérstaklega skotviss á andaveiðum.
Það var haft eftir honum að hann hefði lagt
að velli 200 fugla. Sir Edward spurði hann
hvort það væri rétt og Faruk sagði svo
vera. En það kom á daginn að hann hafði
aðeins skotið 40 endur og var það all nokkuð.
Það var aðeins á einu sviði, sem Faruk var
einlægur um þetta leyti. Hann var mjög trú-
aður og gekk alltaf með eintak af kóranin-
um í vasanum. Og þegar einhver af hirð-
mönnum hans höfðu drýgt það sem honum
fannst synd, lét hann hegna þeim grimmi-
lega.
Faruk varð myndugur í júlí árið 1937. Þá
tók hann sjálfur við stjórn. Hátíðahöldin og
gleðilæti fólksins voru engu minni, en þeg-
ar hann kom heim frá Englandi, en það féll
ekki í góðan jarðveg hjá Wafd-flokknum,
sem var í andstöðu við konungsfjölskyld-
una. Nú varð opið stríð milli forsætisráð-
herrans, Mustapha el-Nahas pasja og Faruks
og það setti sín merki á alla valdatíð kon-
ungsins.
Faruk hafði í fyrstu yfirhöndina og það
20 VIKAN 4°- tw.