Vikan


Vikan - 01.10.1970, Blaðsíða 41

Vikan - 01.10.1970, Blaðsíða 41
kvöldust af þorsta og hungri og sjúkdómum. Þeim lá við örviln- an, en stálvilji Magellans knúði þá til að halda áfram förinni. Frásögn Pigafetta gefur glögga hugmynd um hörmungarnar, sem þeir urðu að þola. Sjálfur hefur hann verið hraustur mað- ur og harðger, því ekki virðist hann hafa hlotið mein af hungr- inu og þjáningunum. Frásögn hans er á þessa leið: „Hinn 28. nóvember þraut sundið, og við tók opið haf, er við nefndum Kyrrahaf. í þrjá mánuði og tuttugu daga sigldum við um þetta haf, og allan þann tíma höfðum við aðeins skemmd- an mat okkur til lífsviðurværis. Harðbrauðið var orðið myglað og maðkað, og af því lagði and- styggilegan músahlandsdaun. Drykkjarvatnið var fúlt og myglu mengað. Svo mjög svarf hungrið að okkur, að við tókum að leggja okkur til munns leður- vafningana af meginránni, sem verja áttu kaðlana núningssliti. Vafningar þessir voru harðir og skorpnir vegna sædrifs, sólskins og storma, en við létum þá liggja í vatni í fjóra eða fimm sólarhringa, til þess að við ynn- um á þeim. Viðarsag átum við einnig, og mýs, sem þó eru óhungruðum mönnum viður- styggð. Þótti okkur kjöt þeirra mesta sælgæti, og komust þær í hátt verð. Mestum þjáningum olli okkur þó sjúkdómur nokkur. Helzta einkenni hans var, að gómar þeirra, er sýktust, bólgn- uðu svo, að holdið huldi að síð- ustu tennurnar og sjúklingurinn mátti engrar fæðu neyta. Nítján menn á skipi okkar létust úr þessum sjúkdómi. Risinn, er við höfðum á brott með okkur úr Patagoníu, var einn þeirra. Auk þess veiktust allmargir af þraut- um í örmum og fótum, en þeir hlutu fulian bata.“ Frásögn sína af þjáningum leiðangursmanna endar Piga- fetta með þeim orðum, „að hann geti ekki gert sér í hugarlund, að nokkur maður muni eftir þetta freista að sigla þessa leið.“ Hinn 6. marz 1521 komu þeir loks í námunda við eyjar nokkr- ar, er þeir sáu að mundu vera mönnum byggðar. Fögnuðu þeir því miög og hugðu eott til þess að fá þar nýjar vistir hungri sínu til svölunar. Ekki spáðu þó fyrstu kynni þeirra af eyja- skeggjum góðu um viðskiptin, því þeir stálu öllu, er hönd mátti á festa, er þeir komu um borð, meira að segja skipsbátnum. Ma- gellan reiddist ágengni þeirra og gekk á land árla næsta dags með sveit vopnaðra manna, heimti aftur skinsbátinn. náði í allmikl- ar birgðir vista, en brenndi báta og bústaði fyrir eviaskeggjum. Eyjaskeggjar snerust til varnar, en oddsljó spjót þeirra dugðu lítið gegn skotvopnum Spánverj- anna. Pigafetta segir frá atburð- unum á þessa leið: „Þegar við bjuggum okkur til landgöngu, báðu sjúku skipverj- arnir okkur að færa sér innyfl- in úr þeim mönnum, er við kynnum að drepa. Þóttust þeir vissir um, að þeir myndu hljóta skjótan bata, ef þeir neyttu þeirra. Ef við særðum villimennina með bogskoti, urðu þeir næsta undrandi, þegar þeir sáu örv- arnar standa fastar í líkama sín- um, því þeir höfðu aldrei áður litið slík vopn. Þeir reyndu með öllu móti að losa örvarnar úr sárunum, unz þeir gáfu upp and- ann, og vakti dauðastríð þeirra að sjálfsögðu hryggð okkar. Þeg- ar við héldum á brott, veittu nokkrir eyjaskeggja okkur eftir- för á bátum sínum og sýndu okk- ur fisk, sem þeir þóttust vilja selja okkur. En ef við hægðum róðurinn, köstuðu þeir að okkur grjóti og reru síðan á brott, sem mest þeir máttu. Konur sáum við einnig í bátunum. Þær æptu hátt og rifu hár sitt, og tel ég líklegt, að þar hafi verið um að ræða ekkjur þeirra manna, er við felldum í orrustunni." Leiðangursmenn nefndu evjar þessar ,,Þjófaeyiar“, en síðar hlutu þær nafnið „Maríueyiar“ til heiðurs Maríu, drottningu Philips V. Viku síðar kom flotinn til Filipsevja. Eyjan, sem þeir komu fyrst að, var óbyggð. en Magell- an lét flytja sjúklingana þar á land og reisa tjöld þeim til skjóls. Þar nutu þeir hvíldar í nokkra daga eftir langvarandi erfiði og þrautir. fbúar næstu eyjar komu róandi þangað á bát- um sínum, er þeir urðu komu skipanna varir. Þeir voru mjög vingjarnlegir og friðsamir og að öllu ólíkir þeim Þjófeyingum. Skjótt hófst vöruskiptaverzlun með þeim og leiðangursmönn- um; keyptu leiðangursmenn af þeim nýjan fisk, pálmavín, ban- ana og kokoshnetur og guldu með smáspQglum, bjöllum, rauð- um húfum og öðru slíku. Menn þessir sögðu Magellan margt um gróðursæld þessara eyja og velmegun þeirra, er þær byggðu. Einu sinni buðu þeir honum til eyjar sinnar, sýndu honum miklar birgðir, er þeir áttu af ýmsum dýrmætum kryddvörum, og einnig nokkuð af gulli. Magellan launaði þeim boðið með því að bjóða þeim um borð í skip sitt. Þar þótti þeim margt nýstárlegt að skoða, en þegar hann lét skjóta af fallbyss- um, í því skyni að skemmta þeim, urðu þeir frávita af hræðslu, og minnstu munaði, að þeir hlypu fyrir borð. Innan skamms tókst Magellan þó að sefa hræðslu þeirra og sannfæra þá um, að þeir þyrftu ekkert að óttast, og ekki varð þeim þetta að vinslitum. Flotinn hélt síðan í könnunar- för milli eyjanna. Á fimmta sunnudag í föstu komu þeir til eyja, er þeir nefndu eftir St. Lazarus, en síðar voru þær nefndar Filipseyjar, í heiðurs- skyni við Filip prins, son Karls V. Þræl nokkurn átti Magellan, og var hann frá Malakka, og hafði Magellan haft hann þaðan á brott með sér fyrir allmörgum árum. Nú kom í ljós, að Filips- eyjabúar skyldu móðurmál hans, og gerði það leiðangursmönnum öll skipti við eyjaskeggja auð- veldari. Konungar réðu ríkjum á stærstu eyjunum. Pigafetta segir þannig frá viðskiptum Magell- ans og eins þeirra: „Þegar konungurinn kom um borð í skip aðmírálsins, faðmaði hann aðmírálinn að sér og færði honum að gjöf tvær postulíns- krukkur fylltar af hrísgrjónum og tvo mjög stóra gullfiska. Að- mírállinn gaf honum kyrtil úr rauðu og gulu klæði með tyrk- nesku sniði og skarlatsrauða húfu, en fylgdarmönnum hans gaf hann ' smáspegla og hnífa. Öllum var þeim boðið til morg- unverður, og aðmírállinn bað túlkinn að skýra konungi frá því, að hann vonaði, að friður og vinátta mætti ríkja með sér og honum, og virtist konungur- inn fagna þeim boðskap. Að mál- tíð lokinni lét Magellan sýna konungi ýmsar vörur, er við höfðum meðferðis; klæði, lín, kóralla og fleira þess háttar. Einnig lét hann sýna honum skotvopn okkar, lét meira að segja skjóta af fallbyssum hon- um til heiðurs og gamans, en eyjaskeggjar urðu mjög felmtr- aðir við skothvellinn. Þá klædd- ist einn af mönnum okkar bryn- klæðum, og aðmírállinn bauð þrem öðrum að vega að honum með höggvopnum og spjótum, og urðu eyjaskeggjar næsta undr- anöi. er þeir sáu, að ekki varð sárum á hann komið. Konungur bað túlkinn að spyrja, hvort einn slíkur maður gæti ekki barizt ?egn hundrað fjandmönnum. Túlkurinn svaraði því játandi og bætti við: „Skip okkar eru þrjú talsins, og tvö hundruð slíkra manna eru um borð í hverju skipi... . “ Konungur launaði þeim við- tökurnar, er hann bauð tveim yfirmönnum af aðmírálsskipinu heim til „hallar“ sinnar. Piga- fetta var annar þeirra. Þáðu þeir þar veizlu mikla og drukku pálmavín og urðu svo ölvaðir, að þeir urðu að dvelja í híbýlum konungs um nóttina. Höllin var nefnilega reist á háum stoðum, en stigi til jarðar, brattur og tor- fær þeim, sem ekki kunnu fót- um sínum forráð. Tóku þeir því vænlegri kostinn og lögðust til hvíldar á hallargólfið, og svaf krónprinsinn á milli þeirra. Ekki lét Magellan sér nægja að öðlast vináttu eyjabúa og konunga þeirra. Hann áleit skyldu sína að snúa þeim til kaþólskrar trúar og hlýðni og undirgefni við Spánarkeisara. Sparaði hann ekki nein ráð til þess, enda varð ekki annað séð en honum yrði vel ágengt. Tveir helztu konungarnir tóku kristni, ásamt hirð sinni og þegnum og játuðu um leið einvaldi Spánar hollustu sína, en vinátta eyja- skeggja og leiðangursmanna óx með degi hverjum. Kom svo að lokum, að konungarnir og þegn- ar þeirra álitu Magellan dauð- legum mönnum meiri. Um nokkurt skeið dvöldu leið- angursmenn við eyjarnar og verzluðu við íbúa þeirra. Gaf sú verzlun góðan arð, því að gull var grafið úr jörð sums staðar á eyjunum, og eyjaskeggjar guldu leiðangursmönnum vörurnar með þeim eftirsótta málmi. Kristniboðsáhugi Magellans og trúmennska hans við Spánar- keisara reyndust honum örlaga- LYKILLINN AÐ VARAN- LEGUM BROTUM BUXURNAR SEM EKKI ÞARF AÐ PRESSA ríkir geðþættir, því þeir réðu dauða hans. Mactan nefndist eyja ein lítil á þessum slóðum. Fyrir eyja- skeggjum réð höfðingi, er var svo stórlátur, að hann neitaði al- gerlega að játa hinum volduga Spánarkeisara hollustu sína. Ma- gellan afréð að kenna honum hógværari siði og áleit sig ekki þurfa á miklum liðstyrk að halda til þess. Margir leiðangursmanna urðu til þess að letja hann farar- innar, en Magellan taldi sig hafa skyldum að gegna við guð sinn og Spánarkeisara. Pigafetta, sem 40. tbi. VIK'AN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.