Vikan


Vikan - 01.10.1970, Blaðsíða 8

Vikan - 01.10.1970, Blaðsíða 8
nytsöm framleiðsla neytendum í hag FATAVERKSMIÐJAN HEKLA AKUREYRI Heklu-úlpur á drengi og stúlkur fást í þremur litum í stærðunum 4-18. Gefið börnum yðar Heklu-úlpur, - sterkar, létfar, hlýjar; allfaf sem nýjar. ELDURINN GERIR EKKI BOÐ Á UNDAN SÉR c SLÖKKVITÆKI Valntlakl VeljiS þá stærð og gerð slökkvitækja, sem hæfa þeim tegund- um eldhættu sem ógna ySur. Við bendum sérstaklega á þurr- duftstæki fyrir alla þrjá éldhættuflokkana. A flokkur: Viður, pappír og föt. B flokkur: Eldfimir vökvar. C. flokkur: Rafmagns- eldar. Gerum einnig tilboð í viðvörunarkerfi og staðbundin slökkvikerfi. I. Pálmason hf. VESTURGATA 3 REYKJAVlK SlMI 22235 8 VIKAN «• tw. á D L REYMl í tvo tíma Kæri draumráðandi: É'g ætla að biðja þig að ráða fyrir mig draum, en ég er búin að segja hann tveimur konum; þeim ber bara ekki saman. Fyrir nokkru reiddumst við vinkona mín tveimur strákum sem við erum með, ’og nóttina eftir dreymdi mig þetta: Við gengum inn langan gang í kirkju en prestur í messuklæðum gekk á undan okkur og fór með okk- ur inn í stóran sal. Þar fór hann að lesa yfir okkur. Ég man ekki lengur hvað hann sagði, en þeg- ar við fórum tókum við vinkona mín utan um strákinn sem ég er með, og spurðum hann hvers vegna hann væri vondur út í okkur. - Spurðu Stjána, sagði hann, en Stjáni er strákurinn sem vinkona mín er með. En þá labbar vinkona mín í burtu og ég tek utan um strákinn og segi: -— Af hverju ertu vondur? Þá segir hann: — Hún Maja er búin að gera mig áhyggju- fullan í tvo tíma. Hann sagði mörgum sinnum „í tvo tíma“. En i þessu kallaði presturinn í okkur og sagði: — Komið hingað, þið hafið svo hátt. Svo opnaði hann dyr í veggnum; ég fór síðust út en þegar ég labba út er þar lítil, Ijóshærð stelpa, sem ég hafði ekki séð áður. En þegar ég kem út er enginn af krökkunum þar og presturinn skellir hurðinni. Fyrir framan mig var þá kviksyndi og ég var að hugsa um hvernig ég ætti að komast yfir það, en þegar ég steig á grasið opnaðist jörðin og allir krakkarnir sitja þar og ég hjálpaði þeim upp úr. Svo dreifðum við okkur, svo við dyttum ekki öll þar niður sem jörðin opnaðist. En þegar við höfum gengið stuttan spöl yfir þúfur, þá dett ég og strákurinn sem eg er með, og vaknaði ég við það að við vorum að reyna að komast upp úr. Afsakaðu skriftina. XX. Hefðir þú sofið 10 mínútum skemur, hefði þig aldrei dreymt þetta samhengislausa rugl. MogV Kæri draumráðandi! Mér fannst ég koma hingað í mitt heimapláss úr löngu ferða- lagi, ásamt eiginmanni mínum á stórum, yfirbyggðum vörubíl. Við urðum að sitja á bekkjum aftan á pallinum, því einhver annar keyrði. Við fórum hér niður í þorpið að litlu og gömlu koti, sem er ekki lengur uppi- standandi. Þar finnst mér fóst- urmóðir mín koma út, en hún er látin. Hún er mjög tötraleg að sjá og meðal annars er hún í tveimur kjólum, og er sá ytri styttri en sá sem innan undir er. Mér finnst ég vera undrandi á útliti hennar og klæðaburði, og að hún skyldi eiga heima í þessum húsakynnum. Þó minnist ég ekki á neitt og tek í sama mund eftir því að það er mikill snjór, og finnst mér það furðulegt, því þetta var að sumarlagi. Þá tek ég eftir því að ermin á kjól fóstru minnar er gegnvot af blóði, og bregður mér mjög við. Ég spyr hana hvort hún hafi meitt sig? — Já, segir hún, — þess vegna fór ég í annan kjól utan yfir hinn, því hann er orð- inn gegnvotur í blóði. Svo smeyg- ir hún upp ermunum á kjólnum og sýnir okkur þrjú stór göt á upphandleggnum, hvert niður af öðru, og drýpur úr þeim blóðið. Mig hryllir við að sjá þetta, en i sama bili bendir hún okkur í átt þangað sem húsið okkar stendur, en það er einbýlishús, en þá er húsið okkar horfið og al- veg auðn þar sem það stóð. En utar stendur stórt, tveggja hæða einbýlishús, Ijósbrúnt að lit. Mér finnst maðurinn minn segja: — Hér byggi ég ekki aft- ur. Ég spyr þá hver eigi þetta hús, og fóstra mín svarar mér að þeir eigi það nú, hann VM og hann MK. LKN. Þessi draumur boðar ykkur mikla örðugleika, fjárhagsvand- ræði og jafnvel slys, en á endan- um fer allt vel (eins og sjálfsagt er) því það er fyrir hagsæld og auðsæld að dreyma nöfn mann- anna sem þú nefndir. Þvi er að híta á jaxlinn.... Rétti mér happdrættismiða... Kæri draumráðandi! Mér fannst ég vera heima hjá systur minni. Ég var alein í eld- húsinu þegar barnsfaðir minn kom inn. Um leið og ég sá hann hellti ég yfir hann skömmum fyrir það hvað hann kæmi illa fram gagnvart mér og barninu. Hann svaraði mér engu en rétti mér nokkra happdrættismiða og bað mig að endurnýja þá. f því fór hann og þar með endaði draumurinn. Strúnó, Akranesi. Þessi draumur er fyrir eigna- missi eða tjóni barnsföður þíns, og er ekki ósennilegt að það komi til með að snerta þig á ein- hvern hátt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.