Vikan


Vikan - 01.10.1970, Blaðsíða 42

Vikan - 01.10.1970, Blaðsíða 42
bæði var lærdómsmaður mikill og djarfur og hraustur hermeð- ur, tók þátt i förinni. Hann seg- ir þannig frá atburðum: „Um miðnætti rerum við af stað áleiðis til eyjarinnar. Sex- tíu leiðangursmenn tóku þátt í förinni, alvopnaðir og brynklæð- um búnir. Konungur Zubu- manna, tengdasonur hans og nokkrir höfðingjar aðrir voru í fylgd með okkur, ásamt nokkr- um þegnum sínum, og voru þeir allir vopnaðir. Til Mactan kom- um við þrem stundum fyrir dag- ris. Magellan vildi gefa eyja- skeggjum síðasta tækifæri til yfirbótar, áður en hann gengi til orrustu við þá, og í því skyni sendi hann höfðingja þeirra þá orðsendingu, að hann skyldi með vinum talinn, ef hann aðeins vildi játast undir vald Spánar- keisara, hlýða hinum kristna konungi Zubueyinga og gjalda honum skatt, en færi svo, að hann neitaði þessum skilyrðum, yrðu vopnin látin skera úr um mál þeirra. Höfðinginn og menn hans létu engar hótanir á sig fá. Svöruðu þeir því einu, að þeir væru vopnum búnir sem við, en ekki höfðu þeir samt önnur vopn en reyrspjót og eldhertar lensur. Þeir báðu um það eitt, að við hlífðum þeim við árásum, unz birta tæki af degi, þar eð þeim gæti ekki borizt fyrr nauðsyn- legur liðsauki. Þetta var þó að- eins bragð þeirra, því þeir höfðu grafið djúpar holur víðs vegar skammt frá ströndinni, er þeir ætluðu okkur að falla í í myrkr- inu. Við biðum birtunnar. Ekki var hægt að lenda við ströndina sökum grynninga, svo við urðum að vaða langan spöl að landi. Þegar við náður til strandar, voru eyjaskeggjar þar fyrir, fimmtán hundruð saman, og höfðu skipað liði sínu í þrjár fylkingar. Þeir réðust þegar á okkur með ógurlegum hrópum og hrinum. Magellan lét okkur hefja skot- hríð á þá, en færið var langt, svo byssuskot okkar og bog- skeyti unnu óvinunum ekkert teljandi mein. Skothríðin varð einna helzt til að espa þá.“ Eyjaskeggjar hófu nú harða hríð að innrásarliðinu, köstuðu að þeim grjóti og sþjótum, og svo mikil var grimmd þeirra, að Magellan þótti sem einhverjum brögðum yrði að beita til þess að snúa vörn manna sinna í sókn. í því skyni bauð hann nokkrum þeirra að hlaupa svo hratt sem þeir mættu og kveikja í kofum eyjaskeggja, og var það gert. Það varð þó aðeins til þess, að eyjaskeggjar urðu hálfu tryllt- ari til sóknar og skutu nú eitr- uðum örvum að fjandmönnum sínum. Ein slík ör særði Magell- an á fæti. Hann bauð þá mönn- um sínum að láta undan síga, en hægt og skipulega. í sömu svipan brast flótti í lið hans, en hann stóð að síðustu eftir við sjöunda eða áttunda mann. Enn segir Pigafetta: „Fjandmenn vorir veittu því skjótt athygli, að vopn þeirra unnu okkur ekki mein, þar sem brynklæðin skýldu. Þeir tóku það því til bragðs að beina spjót- álögunum að fótum okkar. Sókn þeirra var svo æðisgengin, að við máttum ekkert viðnám veita. Fallbyssurnar, sem við höfðum um borð- í bátunum, komu okk- ur ekki að neinu gagni, þar eð þeir komust ekki í námunda við ströndina. Við létum undan síga, en vörðumst samt eftir megni Þeg- ar við vorum komnir þann spöl frá landi, að sjór tók okkur í hné, fylgdu eyjaskeggjar okkur svo fast eftir, að til návígis kom. Þeir þekktu Magellan og beindu sókn sinni gegn honum. Tvisvar eða þrisvar tókst þeim að svipta hjálminum af höfði hans með kastvopnum, en þrátt fyrir það kom honum ekki til hugar að gefast upp. Þótt við værum fá- mennir, tókst okkur að verjast ofureflinu enn um stundarskeið. Einn fjandmannanna kom lensu- höggi á enni Magellan, en féll samstundis sjálfur fyrir vopnum hans. Að síðustu gat Magellan ekkj beitt sverði sínu, þar eð hand- leggur hans var máttvana orðin vegna sára. Eyjaskeggjar sáu þetta og sóttu nú allir að honum sem ákafast. Einum þeirra tókst að stinga hann í fótinn með lensu. Magellan féll við lagið, en fjandmannahópurinn níddist á honum með höggum og lögum. Þar féll foringi okkar, styrkur okkar og leiðarljós.“ Ekki skiptu eyjaskeggjar sér meira af Pigafetta og félögum hans, er þeir sáu, að foringi þeirra var fallinn. Þessir atburðir skeðu hinn 27. apríl 1521. Ekki fengust eyjarskeggjar til að skila leiðangursmönnum líki Magellans og kváðust halda því sem sigurminjum. Eftir fall Magellans völdu leið- angursmenn sér Portúgalann Du- arte Barbosa og Spánverjann Ju- an Serro fyrir foringja. Þessir atburðir skópu snögg umskipti í framkomu Filipsey- inga við leiðangursmenn. Höfð- ingjar eyjaskeggja höfðu borið óttakennda lotningu fyrir þeim sem voldugum verum, er hvorki yrðu sigraðir né vopnum vegn- ar. Nú hafði hið gagnstæða sann- azt. Þrátt fyrir brynklæði og fjölda furðulegra vopna voru þessir framandi menn dauðlegir og öðrum að engu leyti mátt- ugri. Þessi staðreynd nægði til þess, að konungur eyjanna og þegnar gleymdu allri kaþólsku þegar í stað, og ekki reyndust þeir minnugri á hollustuna við Spánarkeisara. Enda þótt leið- angursmenn skildu ekki þessi umskipti til hlítar, varð það að ráði, að þeir bjuggust til brott- ferðar. Þegar konungur Zubumanna frétti, að þeir voru á förum, bauð hann foringjunum báðum ásamt nokkru föruneyti heim til hallar sinnar. Þeir þáðu boðið og voru tuttugu og tveir leiðangursmenn í för með þeim. Túlkurinn, þrællinn frá Malakka, var einn þeirra. Tveir leiðangursmenn sneru aftur til skipanna, þegar er þeir komu á land, vegna þess að þá grunaði svikráð. Grunur þeirra reyndist réttur. Konung- ur lét myrða foringjana báða og alla fylgdarmenn þeirra, er eftir urðu, nema þrælinn, enda hafði hann átt frumkvæðið að svikun- um. Eftir að foringjarnir tveir höfðu verið myrtir, völdu leið- angursmenn sér Juan Carvalho til forustu. Svo mikið afhroð höfðu þeir goldið, bæði vegna sjúkdóma og víga, að ekki var eftir nægur mannafli á leiðang- ursskipin þrjú. Var það ráð tek- ið að flytja allan farm úr einu skipinu yfir í hin tvö og brenna skipið. Síðan héldu þeir áfram för sinni á tveim skipum, „Victoria“ og ,.Trinidad“. Fyrst héldu þeir til eynnar Palaoan. Á leiðinni þangað áttu þeir við nokkra örðugleika að stríða, og kom þá skjótt í ljós, að nú skorti slíka forustu, sem þeir höfðu áður haft, því ekki var Carvalho líkur Magellan að viljastyrk og þraut- seigju. Palaoanbúar tóku leiðangurs- mönnum vel og létu þeim í té birgðir als kyns matvæla. Þaðan héJt flotinn til Borneo. Á Borneo kynntust leiðangurs- menn í fyrsta skipti allri þeirri ævintýralegu viðhöfn, skrauti og fjársóun, sem einkennir hirð- menningu hinna auðugu Austur- landafursta. í viðskiptum við annan eins valdhafa og fursti REYNIÐ RUSKOUNE KRYDDRASP crumb dress.ing FÆST í NÆSTU MATVÖRUVERZLUN. HEILDSÖLUBIRGÐIR: JQHN LINDSAY H.F. SÍMI 26400 GARÐASTRÆTI 38, R. 42 VIKAN «. tw.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.