Vikan


Vikan - 01.10.1970, Blaðsíða 48

Vikan - 01.10.1970, Blaðsíða 48
heppnina með sér, aðrir leituðu með logandi ljósi og fengu ekki einu- sinni herbergiskytrur. Og vegna þess að til stóð að rífa húsið, var leigan ekki svo há. Loksins voru þau búin að fá fast athvarf, svo þau þurftu ekki að laumast inn á herbergi hvors annars, eða jafnvel leigja sér hótelherbergi, til að geta verið samvistum. Þessar tvser vikur sem þau höfðu búið þar, áður en þau fóru burt úr bænum, höfðu þau notað til að koma sér fyrir. Þau höfðu hlegið sig máttlaus, þegar þau voru búin að bera upp dótið sitt, þetta var eins og krækiber í ámu, ekki einu sinni nóg í hálft herbergi. En flygilinn og teikniborðið fylltu svolítið upp. Og svo höfðu þau reynt að snapa saman gamalt dót hjá ættingj- um og vinum og keypt smávegis ódýrt á fornsölum. Það var til- hlökkunarefni að koma sér fyrir aftur. Þá voru þau komin upp. And- dyrið var svalt í hálfrökkrinu. Cissi hljóp upp stigann, gat ekki beðið eftir Sten, sem var að borga bílstjóranum og taka við töskunum. En þegar hún opnaði dyrnar sló hitinn og óloftið á móti henni, jafnvel ennþá mollu- legra en úti á götunni. Sten setti frá sér töskurnar og þurrkaði af sér svitann. — Púh, hér er heitt! Opnaðu gluggana og svo förum við út . að borða, meðan loftið hreins- ast.... Það var svolítið kjánalegt að koma heim, til að fara strax út aftur, en Cissi sá að þetta var skynsamleg tillaga. Þau mættu engum á leiðinni út, það var eins og húsið væri mannlaust. Sten tók undir arm hennar og þau gengu inn á „Players Inn“. Það var notalegt þarna inni. Á borðinu stóð körfuflaska með rauðvíni og karfa með brauði, einhver framandlegur blær yfir öllu. Hnífapörin voru með tré- sköftum og keramikdiskarnir stórir og dökkbrúnir. Þau fengu sér nautasteik og með henni fengu þau stórar skál- ar af salati og heljarstóra pipar- kvörn. Cissi steinþagði og naut þess að borða. Það var Sten sem rauf þögnina: — Hvað segirðu um að lofa gluggunum að standa svolítið lengur opnum og fara í bíó? Cissi kinkaði kolli, svolítið undrandi. Það var eins og Sten vildi draga það sem mest á lang- inn að fara heim, eins og hann kviði fyrir því. Stundum hafði hún það á tilfinningunni að hún þekkti hann alls ekki, þótt þau væru búin að vera saman í hálft annað ár. Framhald í næsta blaði. Eg flyt ekki í dag Framhald af bls. 29 sagði herra Cartwrighl, — en ég er hræddur um að þið verðið að koma aftur á morgun. — Þú veizt sjálfur að það er ekki hægt, sagði röddin. — Við eigum að flytja fyrir þig i dag. — Og ég segi á morgun, sagði herra Cartwríght. — Ég er einungis að hlýðnast skipunum, sagði röddin. — Viltu að ég segi yfirmanni mínum hvað þú sagðir? — Segðu yfirmanni þín- um að við ætlum ekki að flytja í dag og svo nær það ekki lengra. Herra Cartwright lokaði og læsti. George fjarlægði byssuna. — Hvers konar fyrirtæki ert þú að skiptá við ? spurði hann. — Eru þeir svona harðir að þeir lcoma tvfsvar og heimta að fá að fiytja? Herra Cartwright svaraði ekki og George varð litið út um gluggann. Allt í einu stökk hann til hhðar með hræðslusvip á andlitinu. — Clay! Upp með þig! Löggan er fyrir utan! Nú heyrðist margfalt fóta- tak fyrir utan og á endanum var lamið hraustlega á dyrn- ar. — Opnið! hrópaði ný rödd. — Þetta er lögreglan! Clay ’stökk upp af sófan- um og skaut þremur skotum í gegnum dyrnar. — Hvem- ig fundu þeir okkur? æpli hann á félaga sinn. Púðurreykur erti nefgöng herra Cartwrights, og rétt á eftir skutu lögreglumennirn- ir i gegnum gluggann. Herra Cartwríghl fann kúlurnar þjóta allt í kringum sig og liann þreif í konu sína og dró hana með sér inn í eldhúsið. í hávaðanum og ruglingn- um öskruðu bófarnir hvor á annan. — Við verðum að komast héðan út! hrópaði Clay. — Það er ekki hægt! svaraði George. — Við verð- um þá að skjóta okkur út! Skyndilega komu tveir hlutir í gegnum stofuglugg- ann, og áður en hægt var að snúa sér við sást ekki lianda skil í stofunni fyrir þykkri þoku. Herra Cartwright fór að nudda augun. — Tára- gas! sagði hann við konu sína. Rétt á eftir opnuðust úti- dyrnar og Clay og George lilupu út, skjótandi út i loft- ið. Fyrir utan voru nokkrir lögregluhílar og hópur lög- reglumanna sem svöruðu skothríðinni. Bófarnir féllu slrax. Tveir bílar komu til viðbótar og fleiri lögreglu- menn komu út með vopnin í skotstöðu. — Ekki skjóta! hrópaði Bifreiðaeigendur! Munið að vetur fer í hönd og tímabært að gera snjóhjólbarðakaupin. Eins og endranær bjóðum við yður hina óviðjafnanlegu NOKÍA-snjóhjólbarða. Flestar stærðir fyrirliggjandi. v---------------------------- ...___________________________^ r A ÞAÐ ERU ALUR SAMMÁLA UM GÆÐI NOKÍA HJÓLBARÐANNA. V_________________J Sendum í póstkröfu. ALLT Á SAMA STAÐ Egill ¥ilhjálm§»on li.f. Laugaveg 118, sími 2-22-40. 48 VIKAN 40- tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.