Vikan


Vikan - 01.10.1970, Blaðsíða 21

Vikan - 01.10.1970, Blaðsíða 21
Faruk var trúaður og fór daglega í einhverja moskuna. I»arna er hann við Sayeda Nefissa í Kairo. Faruk konungur og Farida drottning með fyrsta harniö, dóttur- ina Ferial, sem varð ársgömul í nóvember árið 1939. Faruk hafði mikið yndi af fuglaveið- um. Þjónar hans sáu um að hann hitti sem flesta fugla. ksinSjVildi öllum vel, afturfótunum” var ráðgjöfum hans við hirðina að þakka, enda notaði hann þann stuðning út í yztu æsar. Ári síðar rak hann forsætisráðherrann úr stöðunni og setti í hans stað Muhamed Mahmud (sterka manninn) í stjórnarfor- ustuna. Sjálfur svaf hann á daginn og skemmti sér á nóttunni. Matarvenjur hans fóru fljót- lega að segja til sín. Faruk byrjaði daginn með því sem hann sjálfur kallaði „hollan morgunverð“. Venjulega voru það um 20 linsoðin egg, nokkrir humrar og rússneskur kavíar, sem hann borðaði venjulega með skeið upp úr krukkunni. Svo datt honum í hug að tími væri kom- inn til að kvænast. Hann varð strax ást- fanginn af sextán ára stúlku, Safinaz Zul- ficar, sem var dóttir háttsetts málafærslu- manns og einnar hirðfrúar móður hans. Faðir stúlkunnar var ekki hrifinn af að mægjast við konunginn, hann hafði heyrt of margar sögur. af honum hjá konu sinni og hann reyndi að skjóta málinu á frest. En dag nokkurn í ágúst árið 1937, ók kon- ungur í einum kappakstursbíla sinna, til Alexandríu, ók svo hratt að allir vegfarend- ur voru skelfingu lostnir, þar til hann kom að skrauthýsi Zulficar fjölskyldunnar. Sa- finaz var ein heima, faðir hennar var nýlega lagður af stað til Libanon og móðir hennar var í heimsókn hjá vinkonu sinni. Faruk bað hennar og stúlkan svaraði hik- andi já, en tók það fram að hún þyrfti að fá blessun foreldra sinna. — Nei, öskraði Faruk, — ég get ekki beð- ið svo lengi. Hitler sendi brúðargjafir. Meðan á þessu stóð hafði Zulficar dómari farið um borð í skip í Port Said, skip, sem hann ætlaði að sigla með til Libanon. Faruk hringdi í ofboði til Port Said og lét egypzka lögreglu sækja hann um borð, hvort sem hann vildi eða ekki og síðan var hann færð- ur, eins og hver annar glæpamaðifr til Montazahallarinnar, þar sem konan hans var fyrir . Henni hafði líka verið „fylgt“ þangað. Konungurinn tók á móti þeim í vinnustofu sinni og nú bað hann auðmjúklega um hönd dóttur þeirra. Móðir stúlkunnar lét strax undan, en faðir hennar var mállaus af reiði. Faruk tilkynnti þeim þá að hann hefði í hyggju að kvænast dóttur þeirra, hvort sem þau leyfðu það eða ekki. Dómarinn vissi hvaða ráð Faruk var vanur að nota, svo hann lét undan. Safinaz var gefið nýtt nafn, hún var köll- uð Farida (hin óskeikula) og þau giftu sig á næsta ári. Brúðkaupið var ennþá ein þjóð- hátíðin, en Farida hafði oft orðið fyrir von- brigðum meðan á trúlofun þeirra stóð, það var eins og hann hefði sérstaka ánægju af að auðmýkja hana. Faruk var nefnilega al- veg búinn að missa áhugann á henni. Það eina sem hann hafði ánægju af, var að undir- búa mesta brúðkaup veraldarsögurnar. Brúðkaupsgestir streymdu alls staðar að. Þjóðhöfðingjar gáfu miklar gjafir; Ibn Saud konungur frá Saudiarabíu, gaf þeim 24 ara- biska gæðinga og Farida fékk skartgripi fyrir tugi milljóna, — jafnvel Adolf iHtler færði stórgjafir, þar á meðal sérstaklega byggðan Mercedes Penz sportbíl. Þetta var svo sem engin tilviljun, þýzku nasistarnir höfðu mikinn áhuga á að hafa sem bezt samband við Faruk og egypzku þj óðernissinnana, því að í Evrópu var nú mikið rætt um heimsstyrjöld og nasistarnir vildu notfæra sér óvild milli Egypta og Breta. Brúðkaupshátíðahöldin voru stórkostleg, en þau gátu ekki dulið að níu tíundu af þjóð- inni bjó við ýtrustu neyð. Þetta var eins og ógeðslegur skrípaleikur. Einn þeirra sem sá í gegnum þessa yfirborðsmennsku og lagði framtíðaráætlanir, var ungur maður, liðs- foringjaefni í herskólanum. Hann hét Gamal Abdel Nasser og var þá 18 ára, sonur póst- meistara í Alexandríu. Það varð svo hann, sem steypti Faruk af stóli 14 órum síðar og sá til þess að hann var rekinn í útlegð. í næstu viku: Það var eins og Faruk væri fæddur til að tapa. Framhald í nassta blaði. 4o. tbi. yiKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.