Vikan


Vikan - 15.10.1970, Blaðsíða 19

Vikan - 15.10.1970, Blaðsíða 19
kynjað, ef frumurnar halda sig innan sinna takmarka. Illkynjað verður það, þegar frum- urnar komast út í bandvefjina, blóð eða sogæðavökva. Þá er komið krabbamein. Það er oft skrifað um krabbameinsgátuna og um það hvenær sú gáta verði ráðin. Ge- org Klein segir að það sé út í hött að tala þannig um þetta. Þetta sé engin ráðgáta, heldur mörg vandamál. Hvenær hægt verður að leysa þessi vandamál og finna einhverja úrlausn til að vinna bug á flestum tegund- um krabbameinsins er mál sem Georg Klein álítur að ekki sé hægt að segja um, að svo komnu. Hann gerir viðmiðun aftur í tímann: — Fyrir tíu árum hélt ég að ekki yrði endanlega hægt að leysa erfðalögmál- ið í mína tíð, en sú hefur orðið raunin. Þetta skeður í stökkum. Ýmislegt sem virðist erf- itt og óleysanlegt, getur orðið ljóst á óvænt- an hátt og annað, sem virðist liggja ljóst fyrir, getur þvælzt fyrir í áratugi. Hvað gerir vírusinn að verkum? Eitt vandamálið er hver ástæða er fyrir því að eðlileg starfsemi frumanna fer úr skorðum. Menn vita, til dæmis, ekki hvort virus getur orsakað krabbamein, æxlafrum- ur í mönnum, eða hvort sá virus, sem finnst í sjúkri frumu, laumist inn í æxlin. Það sem vitað er um virusinn er að hann er lífseig- ur, en hann hefur ekki lífsmöguleika, nema hann komist inn í frumu. Þar hefur virus- inn möguleika til að margfaldast, með því að nota starfsemi frumanna og eggjahvítu- efni þeirra sér til framdráttar. Sannanir eru ekki fyrir hendi um það hvort virus komi mikið við sögu við myndun æxlisfruma, en persónuleg skoðun Georgs Klein er að virus sé mikið bendlaður við leukemi (hvítblæði) og sarkoma (beinkrabba). En aftur á móti sé engin ástæða til að halda að virus geti átt nokkurn þátt í þeim tegundum krabba- meins, sem myndast í maga, brjóst- og kvið- arholi. En aftur á móti er það eiginlega ör- uggt að hormónar koma þar mikið við sögu. Joniskir geislar og vissar efnablöndur hafa líka áhrif á krabbamein. Hvaða tegundir krabbameins er hægt að lækna í dag? Staðbundin æxli, sem finnast það fljótt að hægt sé að fjarlægja þau með skurðaðgerðum. Það er miklu erfiðara að eiga við hvítblæði og aðrar krabbameinsteg- undir, sem breiðast út um allan líkamann. Þá verður að nota lyf, sem koma í veg fyrir frumuklofningu. En þá liggur hættan í því að það eru ekki eingöngu sjúku frumurnar sem eru stöðvaðar, heldur kemur það líka niður á heilbrigðum og nauðsynlegum frum- um, þess vegna verður að fara að öllum slík- um aðgerðum með gát. Það sem hægt er að gera og miklar vonir eru bundnar við, er að hindra frumustarfsemi að vissu marki með lyfjagjöfum, því marki að ónæmishæfni lík- amans geti ráðið við það sem eftir er. Flogið með æxli frá Afríku til Svíþjóðar. Ónæmisvarnir líkamans er eitt af því sem Georg Klein er að fást við um þessar mund- ir. Það er hinn svokallaði Burkitts sjúkdóm- ur, sem að öllum líkindum orsakast af virus og þjáir mjög börn í Afríku, á aldrinum 2— 12 ára. Vikulega koma æxli frá Afríku flug- leiðis til Stokkhólms. Það er einmitt Burkitts sjúkdómurinn, sem er kallaður Trójuhestur æxlavísindanna. Það hefur tekizt að bjarga 15—25% sjúkl- inga á móti 0,1% af hvítblæðissjúklingum. Þetta hefði ekki tekizt ef ónæmisvörnum hefði ekki verið komið við. Ef hægt er að komast að ónæmisástandi þeirra sjúklinga sem hljóta bata, er það stórt spor í áttina. Georg Klein segir frá ýmsum og oft mjög djörfum tilraunum sem eru gerðar hingað og þangað í rannsóknastofnunum víða um heim og segir í því tilefni að það sé aðeins svart- sýni að halda því fram að það krabbamein, sem er ólæknandi í dag, þurfi að verða það í framtíðinni. Það sem um er að gera er að slaka aldrei á með rannsóknir og grípa hvert jákvætt tilfelli. Eins og er, er ekki hægt að tala um ónæm- islyf eða bóluefni gegn krabbameinsæxlum, vegna þess að þau eru svo margvísleg. Aðstaða vísindamanna mjög mikilvæg. Vísindamennirnir í Stokkhólmi hafa sam- bönd um allan heim: — Við lítum á þoturnar sem tilraunaglös. Stöðugt koma sendingar af vefjum og æxl- um frá Afríku, Englandi, Ameríku og Jap- an. Þetta alþjóðlega samstarf er mjög mikil- vægt og gengur ágætlega, en þó fer það ekki fram gegnum opinberar stofnanir, þótt þær komi til með að setja sinn stimpil á þá starf- semi, sem nú þegar er komin á laggirnar. Georg Klein hefur líka sitthvað að segja um rannsóknirnar í Svíþjóð: — Það er erfitt að fá vísindamenn, sem í raun og veru þora að hætta á ýmsa hluti. Umhverfið getur verið óhentugt. Samstarf er nauðsynlegt. Hann tekur sem dæmi líffræðistofnunina í Cambridge, sem hefur komið með sex Nóbelsverðlaunahafa á tíu árum. — Þar er hátíðlegur háskólaandi ekki ríkj- andi. Engir titlar á dyrunum, það eina sem gildir er árangur rannsóknanna. Gamla til- högunin, þar sem skýrslur og skriffinnska voru allsráðandi er nú orðin úrelt. Það er kominn tími til að gleyma gloríunni á ein- staka vísindamönnum, sem klifra upp met- orðastigann þar til þeir ná Nobelsverðlaun- um. Nú í dag er það samvinnan sem mestu varðar. VIÐ RÁÐUM VIÐ KRABBA MEINIÐ MEÐ GEORG KLEIN VEIT MEIRA UM KRABBAMEIN EN FLESTIR AÐRIR, HANN GETUR LÍKA TALAÐ UM ÞAÐ ÞANNIG AÐ ALMENNINGUR SKILJI.... 42. tw. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.