Vikan


Vikan - 15.10.1970, Blaðsíða 49

Vikan - 15.10.1970, Blaðsíða 49
hliðrar hún sér hjá þungum ábyrgðarstööum, þar sem hugurinn er bundinn hjá ungum börnum liennar, en það er alltaf hægt að koma börnum í fóstur hluta dags, og þau þurfa ekki að hljóta af neinn andlegan skaða. Hins vegar getur það stór- skaðað börnin, ef móðirin er ekki ánægð heima hjá sér. Bryndís lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Að því loknu fór lnin til Frakklands um tíma. Svo var hún í Edinborg, en eftir að hún kom heim fór hún í Leiklistarskóla Þjóð- leikhússins og hefur síðan leikið í nokkrum leikritum, þar á meðal „Mjallhvít“, „Dimmalimm", „Afturgöng- um“, „Endasprett” og „Tán- ingaástum“. Einnig hefur liún lagt stund á frönsku og enskar bókmenntir við Há- slcóla Islands. Um tima kenndi hún dans. — Sá, sem einu sinni hef- ur unnið við leikhús, vill alltaf þangað aftur. Sá sem fær hlufverk, er alltaf reiðu- búinn að kasta öllu öðru frá sér til að geta verið með. Hitt er annað mál, hvort það er æskilegt að verða atvinnu- Icikari. Yfirleitt hef ég óbeit á öllu sem heitir ævistarf, framtíðarstarf. Það er þess vegna sem ég er bara fúsk- ari og verð aldrei annað. ó.vald. HEYRA MÁ... Framhald af bls. 33. hljómleikar, sem við, Trúbrot, Ævin- týri og Oðmenn myndu standa að. Við erum allir búnir að fá hundleið á þessum hljómleikum sem er verið að halda hér í tíma og ótíma af ein'- hver|um skuggalegum náungum sem ætla sér að græða á okkur og fólkinu sem þarf að borga morðf|ár inn. Við getum haft okkar tekjur af því að spila á böllum og þessvegna myndum við selja eins ódýrt inn á þessa hljómleika og mögulegt er, rétt svo við hefðum fyrir kostnaði. Hljómleikar eru nauðsynlegir, ekki bara sem skemmtun, heldur og mjög þroskandi fyrir þá sem koma fram þar, en það verður að stjórna þeim almennilega — með þvi hugarfari að gefa öllum kost á því að koma og hlusta á það sem við höfum fram að færa, sem yrði þá frumsamið efni. — Platan okkar á að vera algjör- lega „orginal", það er að segja við ætlum, og erum reyndar búnir, að semja allt á hana sjálfir, og ég held að þróunin verði sú að eftir ca. eitt ár, verði flestar hljómsveitir með eigið efni, allavega til helminga. Svoleiðis á það auðvitað að vera. Við erum farnir að vera með ör- lítið „orginal" sjálfir, og mér finnst fólk taka því vel. Og satt að segja er ég hálf-hissa hversu vel okkur hefur verið tekið, því síðan ég byrj- aði hefur verið fullt á svo gott sem hverju einasta balli hjá okkur. Við höldum allavega áfram þar til ekki nokkur lifandi maður vill hlusta á okkur meir. Eins og er, þá er betta hreinasta „þruma"! Bikarinn aftur kominn upp á Skaga Framhald af bls. 13. spil; settu þeir KR-vörnina brátt í hvern vandann af öðrum, sem endaði með því að Eyleifur gerði tvö ógleymanleg mörk. f ellefta leik sínum gerðu Ak- urnesingar jafntefli við Val á Akranesi og varð þetta til þess að Keflvíkingar náðu nú jafn hárri stigatölu og Akurnesingar og var nú spennan að komast í al- gleyming, og auðséð var að bar- átta stæði milli þessara liða eins og taflan sýnir hér fyrir neðan. Akranes Keflavík Fram Akureyri K.R. Valur Í.B.V. Víkingur 11 6 4 1 11 7 2 2 11 6 0 5 11 3 4 4 11 3 4 4 11 3 3 5 11 .4 1 6 11 3 0 8 20:11 16 16:9 16 19:16 12 23:19 10 14:14 10 17:20 9 11:19 9 11:23 6 f tólfta leik sínum unnu Akur- nesingar Fram 2—0, en í sömu umferð töpuðu Keflvíkingar fyr- ir KR. Var því greinlegt að er þessi lið mættust í næstu umferð gat orðið um hreint uppgjör um titilinn að. ræða þ.e. að Akurnes- ingar gátu tryggt sér titilinn með sigri í þessum leik. Þennan möguleika voru Skaga- menn staðráðnir í að notfæra sér, minnugir þess að þeir höfnuðu í öðru sæti beggja aðalkeppnanna í fyrra og skyldi því leikið til sigurs í þessum leik, til að fyrir- byggja að slíkt endurtæki sig. Byrjuðu þeir af miklum krafti og fyTr en varði hafði Teitur skorað eftir góða uppbyggingu af hálfu Eyleifs og héldu þeir uppi þungri pressu á mark Kefl- víkinga fyrsta stundarfjórðung- inn, en þá fóru Keflvíkingar að síga á og tókst að jafna metin. Skiptust liðin eftir það á sóknar- aðgerðum og buðust mörg tæki- færi á báða bóga sem hefðu getað kostað mark í þessum ágætlega vel spilaða fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur leiksins var ekki eins vel spilaður og var á stundum næsta þófkenndur. Léku Akurnesingar nú undan nokkurri golu og var búizt við að þeim tækist fljótt að tryggja sér sig- urinn, en það var ekki fyrr en tíu mínútum fyrir leikslok sem sigurmarkið kom og reyndist það sannköUuð perla. Guðjón fékk góða sendingu og enn var það Ey- leifur, sem sá um þá hlið málsins. Guðjón fékk boltann rétt utan við vítateig og lék aðeins í átt að marki, síðan skaut þessi tuttugu og fimm ára gamli netagerðar- maður þvílíku þrumuskoti á markið að boltinn festist í neta- möskvunum og var engu líkara en Guðjón hefði hnýtt boltann þar fastan. Þetta glæsilega mark reyndist tryggj a Akranesliðinu fslands- bikarinn og þar með þátttökurétt í Evrópubikarkeppni meistara- liða næsta ár. Þetta var síðasta mark liðsins í I-deild að þessu sinni, því það tapaði síðasta leik sínum í mótinu fyrir Vestmanna- eyingum með þrem mörkum gegn engu og var lokastaða móts- ins þessi: Akranes 14 8 4 2 24:15 20 Fram 14 8 0 6 28:19 16 Keflavík 14 7 2 5 18:15 16 K.R. 14 5 4 5 18:16 14 Valur 14 5 4 5 23:24 14 Akureyri 14 4 5 5 32:30 13 Í.B.V. 14 6 1 7 20:25 13 Víkingur 14 3 0 11 18:37 6 Eins og sést á þessari töflu, gerðu Akurnesingar tuttugu og fjögur mörk í deildarkeppninni að þessu sinni og skiptu fram- línumennirnir þeim nokkuðjafnt á milli sín þannig: Guðjón var þeirra markahæstur með sjö mörk, þá Teitur með sex, síðan Eyleifur með fimm og Matthías með fjögur, en tvö markanna voru sjálfsmörk. Varnarmenn Akranesliðsins geta og verið stoltir af frammi- stöðu sinni í I-deildinni í ár, því liðið fékk aðeins á sig fimmtán mörk, eða jafn mörg og hin margrómaða vörn Keflvíkinga. ☆ HLJÖMPLÖTUGAGNRÝNI Framhald af bls. 33. Tólfta september síðastliðinn kom út tólf laga plata með lögum eftir „Tólfta september“ frá S.G.-hljómplötum. Það eru systkin- in Elly og Vilhjálmur Vilhjálms sem syngja þessi lög, sem Jón Sig- urðsson, hljómsveitarstjóri og útsetjari hefur útsett. Þetta „tríó“ vann saman fyrr á þessu ári, að plötunni með lögum Sigfúsar Hall- dórssonar, og hefur þeim ekki tekizt Síður upp á þessari plötu — þegar á heildina er litið. Það er sennilega óþarfi að taka fram, að „12/9“ er Freymóður Jóhannesson, sá góðkunni listamaður, sem á „mikinn heiður skilið fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir íslenzka dans- og dægur- lagatónlist. Fyrst og fremst fyrir lög sín og ljóð, og síðan fyrir braut- ryðjendastarf sitt í sambandi við danslagakeppni SKT (Skemmti- klúbb templaraj og ekki sízt fyrir að halda merki íslenzkrar dægur- lagatónlistar á lofti æ síðan. Ég er ekki í minnsta vafa um að það er að all verulegu leyti þessu starfi hans að þakka, að síðasta hálfan annan áratuginn hafa íslendingar tekið góð íslenzk lög og ljóð langt fram yfir það sem erlent er“, segir Svavar Gests á baksíðu umslags. Freymóður getur verið leikandi léttur eins og í laginu „Sumar- leyfið", óvenjulega melódískur eins og í „Frostrósir“, og hæfilega viðkvæmur (sentimental) eins og í „Draumur fangans" og „Litla stúlkan við hliðið". Beztu lögin finnst mér persónulega þó vera „Bergmál" og „Litli tónlistarmaðurinn", en í báðum þeim lögum tekst Vilhjálmi svo vel upp, að maður fær nærri því tár í augun. Ellý nær sér ekki eins vel upp á þessari plötu og hinum tveim fyrri sem þau systkin hafa sungið inn á, og má í því sambandi benda á „Halló“, þar sem nun er nærri því hjáróma og „Litla stúlkan við hliðið“ þar sem hún virðist einhvern veginn missa tökin á viðfangs- efninu þegar líður á lagið. Bezt er hún í tvísöngslögunum, eins og til dæmis „Bergmál“ og „Blikandi haf“. f fyrrnefnda laginu tekst Vilhjálmi sérlega vel upp, og kemst alveg ótrúlega hátt — með full- komið vald' á röddinni. Þegar ég skrifaði um síðustu plötu þeirra sagði ég að Vilhjálmur væri bezti söngvari á landinu og ekki ætla ég að snúa aftur með það. Öll ljóðin eru eftir Freymóð að undanskildu „Blikandi haf“, (sem er eftir Reinhardt Reinhardtsson) og eru þau öll full af rómantík, sem lögin sjálf, full af ævintýri úti í móa, reiðum og rjúkandi sæ, og barnslega blíðu „Mamma, ertu vakandi, mamma mín?“ Útsetn- ingar Jóns Sigurðssonar eru góðar og fjölbreyttar við aðra eða þriðju hlustun en serlega var ég hrifinn af „Frostrósum“. Hljóð- færaleikur er góður, enda valinn maður í hverju rúmi, en sérlega hreifst ég af írammistöðu blásaranna. Upptökumaður var Pétur Steingrímsson, og hefur hann leyst sitt hlutverk af hendi með prýði. Pressun er og í stakasta lagi, en þó umslag sé „sætt“ og snoturt, þá er það mjög ófrumlegt og um leið hlutlaust. Ljósmynd tók Kristján Magnússon. Á baksíðu eru mjög vel þegnar upplýsingar um „12/9“ og hvernig og hvenær þessi lög hans urðu til. Eiguleg plata fyrir alla fjölskylduna og vil ég leyfa mér að færa öllum hamingjuóskir — Freymóði óska ég til hamingju með afmælið! 42. tbi. VIK'AN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.