Vikan


Vikan - 15.10.1970, Blaðsíða 48

Vikan - 15.10.1970, Blaðsíða 48
Fæst núna í fyrsta sinni úr Ijósum viði Loksins. Loksins eftir allt tekkið: Pira- System gefur yður kost á að lífga uppá hfbýli yðar. Ljósar viðartegundir eru sem óðast að komast í tízku. Framúr- skarandi f barnaherbergi. Skrifborð úr ijósri eik. Uppistöðurnar svartar eða Ijósgráar eftir vali. Smekklegt, nýtt, margir uppröðunarmöguleikar. Hvorki skrúfa né nagii í vegg. Ekkert annað hillukerfi hefur þessa kosti. Því ekki að velja ódýrustu lausnina, þegar hún er um leið sú fallegasta. Lífgið uppá skammdegisdrungann með Ijósum viði. Skiptið stofunni með Pira- vegg. Frístandandi. Eða upp við vegg. Bezta lausnin í skrifstofuna. Höfum skápa, sem falla inní. Bæði i dökku og Ijósu. Komið og skoðið úrvalið og möguleikana hjá okkur. Pira fæst ekki annarsstaðar. RIRA Frábær lausn í húsbóndaherbergið EINKAUMBOÐ FYRIR PIRA-SYSTEM Á fSLANDI HUS OS SKIP Ármúla 5 - Sími 84415-84416 sig um. — En ég man að Sylvia sagði einu sinni að það væri hlutafélag sem ætti húsið. Konsúllinn horfði á hana og brosti þurrlega. — Já, en ein- hverjir verða að eiga hlutabréf- in, eða hvað heldur þú, Emma? . . . En þarna kemur Sylvia! Fyrirgefðu að við skyldum ráð- ast hér inn, en það var svo langt síðan við höfum séð þig. Hvern- ig líður þér, vina mín? Þú ert svo föl. Þú ert þó ekki veik? Framhald í næsta blaði. IFTIRUIPUS Framhald af bls. 25 þráði ungur að stýra fleyi um ölduslóðir og verða fræg- ur af sjósókn og aflabrögð- um. Honum varð ekki að þeirri ósk og hlaut að sitja í landi. Eigi að síður hefur hann orðið sér úti um far- kost og lagt stund á veiði- 48 YIKAN 42. tbi. skap, en hann sækir á önnur og lygnari mið en kalt og úf- ið Dumbshaf. Sigling lians er samt áhættusöm, þó að liann verði ekki sjóveikur af hennar völdum eins og þeg- ar hann reri í bernsku út á Skjálfandaflóa. Lúpus. BRYNDÍS SCHRAM Framhald af bls. 27. hægt að leigja, því að það er svo dýrt og léleg aðstaða til að fá góð lán. Fari maður á öldurhús hér í bæ, þá sér maður þar annaðhvort fólk, sem ekki er byrjað að byggja eða þá öldunga, sem eru löngu vaxnir upp úr slikum barnabrekum. Ég er sjálf þeirri reynslu fátækari, því að við keyptum gamalt, ódýrt húsnæði við Vestur- götuna og höfum aðeins einu sinni orðið að slá víxil- lán. — En hvernig á þá að hafa þetta? — Líttu á nágrannalönd- in. Engum ungum hjónum þar dettur í hug að fara að byggja um leið og þau setja upp hringana, enda er húsa- leiga ekki himinhá þar eins og liér. Það er ekki fyrr en fólki hefur safnast einhver auður, að bað fer að hugsa svo hátt. I Bretlandi er yfir- leitt ekki borgað nema 5— 10% af kostnaðarverði í upp- liafi og afganginn á 90 ár- um eða svo. Hér er sífellt verið að blása út þetta svo- kallaða einstaklingsfrelsi og mikið lagt upp úr því, að allir geti eignazt eigin íbúð. Það er nú meira frelsið, þar sem maður eyðir kannski 10 beztu árum ævinnar með víxilmynd fyrir augunum og býr i fleiri ár kastarollubú- skap í svefnherberginu. Manni er sagt, að 75% Reylc- vikinga eigi sínar ibúðir, en littu i kringum þig. Uppgef- ið fólk um fertugt, ef ekki dautt úr einhverjum nútíma- sjúkdóm. Aktu um nýju hverfin. Þar má sjá í gegn- um glugga búsmæður vera að hengja upp þvott í stof- unni -— sem venjulega er einnig trésmíðaverkstæði heimilisins. Eg get eklci skil- ið, að þetta sé leggjandi á sig til þess að eignast eigin íbúð. — Já, en nú er okkar þjóð- félag einu sinni byggt upp á þennan hátt. —- En það er bara ekkert réttlæti í þessu. Ég er helzt þeirrar skoðunar, að fólk eigi ekki að eignast neitt. — Ertu í Rauðsokkuhreyf- ingunni? — Nei, ég er það nii ekki. Það er kannski bara tilvilj- un eða þá fyrir það, að ég er orðin ófélagslynd með aldr- inum. Ég hef kannski ekki heldur of mikla trú á kvenna- samtökum, þau hafa yfirleitt reýnzt fremur gagnslitil fram að þessu. — Nú hafa Rauðs-okkur haldið því fram, að móður- ástin hafi verið notuð sem vopn til að kúga konuna. Ettu því sammála? — Mér finnst þær ganga alltof langt í ])essu tilviki, þó að það sé sannleiksbroddur í þvi. En ég held þvi fram, að við séum alls ekki kúgað- ar; við höfum öll tækifæri til að standa okkur til jafns við karlmenn og gegna sömu störfum og þeir í þjóðfélag- inu. Meinsemdin liggur fyrst og fremst hjá okkur sjálf- um, okkur vantar frum- kvæðið til að gera eitthvað. Það er þessi andlega leti, sem háir kvenfólkinu. En það er annað, sem þær liafa bent á og mér finnst timabært. Það er sagt við ungu konuna, sem vill mennta sig og ganga út í atvinnulífið. — Ef þú endi- lega vilt ganga menntaveg- inn og verða, við skulum segja efnafræðingur eða annað, þá skaltu ekkert vera að eignast börn og heimili. — Konan þarf nefnilega að velja. Hvenær þarf karlmað- ur að gera slíkt? Auðvitað er það frumhvöt hvers og eins að eignast börn. En það er eins og konan þurfi að fórna hinu kvenlega eðli sínu til þess að geta orðið sjálfstæð- ur og ábyrgur borgari, stundað störf, sem hún hef- ur áhuga á. Karlmaðurinn getur verið bæði heimilis- faðir og sinnt áliugamálum sinum. En hafi konan verulegan áhuga, þá þurfa bömin ekki að vera hindrun. Að visu

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.