Vikan


Vikan - 15.10.1970, Blaðsíða 7

Vikan - 15.10.1970, Blaðsíða 7
Þú skalt tvímælalaust bjóða honum og vinum þínum heim, þ. e. a. s. ef mamma þín leyfir þér það. Með því móti gæti mamma þín kynnzt stráknum, og ef til vill líkar henni betur við hann þá. Móður þinni mun áreiðanlega líka það miklu bet- ur að hafa ykkur heima, svo að hún geti sjálf fylgzt með hvern- ig þið skemmtið ykkur. Það er allt annað en gaman fyrir móð- ur að sitja ein heima og bíða fram á rauðanótt eftir að dóttir hennar komi heim. Friður á jörð Virðulegi Póstur! Mér leikur mikil forvitni á að vita, hverjir það eru sem tala í laginu „Friður á jörð“ með Samsteypunni. f hvaða röð tala þeir. Er til dæmis Pétur Kristj- ánsson fyrstur? Með fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna. E. Nei, það er Sveinn Guðjónsson, sem fyrstur tekur til máls. Næst- ur er Pétur Kristjánsson og síð- astur er Birgir Hrafnsson. Satt og logið Kæri Póstur! Ég hef lesið nógu mikið í sál- fræði til að vita, að á ákveðnu aldursskeiði taka börn upp á því að skrökva. É'g man ekki alveg á hvaða aldri þetta er, en mig minnir að það sé þegar börn eru innan tíu ára aldurs. Er það ekki rétt hjá mér? En hvað er hægt að gera við sextán ára ungling, sem ekki getur með neinu móti vitað hvenær hann segir satt og hvenær hann lýgur? Ég hélt fyrst, að umræddur unglingur lygi til þess að ekki kæmist upp um eitthvert miður sæmilegt at- hæfi, sem hann hefði í frammi. En nú hef ég komizt að raun um, að svo er ekki. Hann hefur alls ekkert óhreint mjöl í poka- horninu, blessaður, ef svo má að orði komast. Hann virðist hins vegar alls ekki gera sér grein fyrir því, hvað er satt og hvað ekki. Þetta getur skiljanlega komið sér mjög illa bæði fyrir hann og aðstandendur hans. Kæri Póstur, hvað mundir þú ráðleggja mér að gera i þessu óvenjulega vandamáli? Með fyrirfram þakklæti. Sv.H.J. Það er rétt, að börn taka upp á því að skrökva, þegar þau eru fimm, sex og sjö ára eða jafnvel yngri og er það talið eðlilegt. Þá gera þau engan greinarmun á staðreyndum og hugarflugi sínu. Það er nokkuð óvenjulegt, ef þetta eldist ekki af börnum, og umræddur unglingur er vissu- lega orðinn of gamall til að vera haldinn slíkum ágalla. Það væri líklega bezta ráðið að leita til sálfræðings. Vel er hugsanlegt, að þessi árátta unglingsins eigi sér einhverjar sálrænar orsakir, sem hægt sé að kippa í lag. Palladómarnir Kæri Póstur! Mig langar til að færa Vik- unni og Lúpusi þakkir fyrir palladómana, sem birzt hafa að undanförnu. Þeir eru reyndar misjafnir eftir því hvaða þing- maður á í hlut, og er ekki við öðru að búast. En nokkrir þeirra hafa verið mjög góðir, eins og til dæmis dómarnir um Gylfa Þ. Gíslason og Jóhann Hafstein, enda þar um að ræða menn, sem betur eru þekktir og meira í sviðsljósinu en aðrir þingmenn. Lúpus er reyndar stundum ær- ið berorður, svo að sumum þyk- ir víst nóg um, en mér finnst þetta einmitt vera kosturinn við hann. Menn sem hafa gert stjórnmál að ævistarfi sínu verða að sætta sig við, að um þá sé rætt á opinskáan hátt. Og þótt einhverjum þyki lítið til þeirra koma, er svo sem ekki um neinn endanlegan dóm að ræða. Eg hef verið ósammála Lúpusi hvað nokkra þingmenn snertir. Sérstaklega þótti mér hann hnýta ómaklega i Gils Guðmundsson og Jón Árnason. En hvað um það: Palladóm- arnir eru skemmtileg lesning og eitt af því fáa efni í Vikunni, sem ekki er ætlað táningum. Að endingu kem ég að aðal- efni þessa bréfkorns míns: Mér er sagt að Lúpus hafi áður skrif- að palladóma, sem hafi fyrst birzt í blaðinu Suðurland og síð- an verið gefnir út í bók sérprent- aðir. Getur þú sagt mér, hvað sú bók heitir? Með þökk fyrir hjálpina. Akranesingur. Palladómar Lúpusar hafa vakið mikla athygli, sérstaklega marg- ir þeirra, sem komið hafa núna undanfarnar vikur. Þess var get- ið, þegar palladómarnir hófust, að Lúpus hefði skrifað um þing- menn 1956, en flestir þeirra eru horfnir af því þingi, sem nú sit- ur. Dómarnir voru gefnir út sér- prentaðir undir nafninu „Sjá þann hinn mikla flokk“. Líklega er sú bók löngu uppseld, en mætti ef til vill fá hana hjá fom- bóksölum. — Við mótmælum þvi eindregið, að palladómarnir séu eina efni Vikunnar, sem ekki sé ætlað táningum. r-IGNIS-n - FRYSTIKISTUR IGINS-djúpfrystirinn gerir yður kleif hagkvæmari matar- innkaup og sparar yður snúninga vegna matarkaupa. Tvöfaldur þéttilisti í loki — hlifðarkantar á hornum — Ijós i loki — færanlegur á hjólum — Ijósaborð með rofa fyrir djúpfrystingu, kuldastilli og 3 leiðbeiningar- Ijósum, „gult djúpfrysting" — „grænt venjuleg frysting" — „rautt ot lág frysting". — \ Stærðir Staðgr.verð Afborg.verð 145 Itr. kr. 16.138,— kr. 17.555,— { út + 5 mán. 190 Itr. kr. 19.938.— kr. 21.530,— $ út + 5 mán. 285 Itr. kr. 24.900,— kr. 26.934,— -j- út + 6 mán. 385 Itr kr. 29.427,— kr 31800— -j út + 6 mán. RAFTORG VIÐ AUSTURVÖLL SÍMI 26660 Þér sparið með áskrift VIKAN SKIPH0LTI 33 - SlMI 35320 «2. ,M. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.