Vikan


Vikan - 15.10.1970, Blaðsíða 32

Vikan - 15.10.1970, Blaðsíða 32
HEYRA MA Cþó iægra tátíj ÖMAR VALDIMARSSON inn að hugsa um að syngja og gera ekkert annað — allar þessar marg- gæti einbeitt mér að bassanum. Þessvegna varð ég svo hissa þegar mér var boðin staða í Náttúru, sem söngvari, að ég átti varla orð, held- ur sló mér á lær og dæsti! — Nú höfum við legið í LP-plöt- unni, væntanlegu, undanfarið, og ég er að vonast til að við getum farið í upptökuna um mánaðamótin nóvem- ber/desember. Ef það verður ekki, þá förum við ekki fyrr en eftir ára- mót. Enn höfum við ekki gert neina samninga við plötufyrirtæki, en höf- um fengið tilboð frá þeim öllum. Við erum svona að melta þetta. — Og svo er annað sem við erum mikið að spekúlera í, og það eru Framhald á bls. 49 IIILJUM FLYTJA EICID EFNI ViStal við Pétur Kristjánsson, „þrumu- söngvara“ hinnar geysivinsælu Náttúru. Það vakti ekki svo litla athygli þegar Pétur Kristjánsson, bassaleik- arinn og söngvarinn úr Pops var ráðinn söngvari Náttúru í stað Jónas- ar Jónssonar. — Pétur er bara bút- ungur, sagði fólk. — Hvað er verið að ráða svona kalla í topphljóm- sveit? En staðreyndin er sú, að Náttúra gat tæplega fengið betri mann, það hefur Pétur sýnt og sannað. Ég hitti Olaf Sigurðsson, trommuleikara Pops, á dögunum, og hélt hann því fram að Pétur hefði haft mjög gott af því að losna við bassann, því þar með gæti hann einbeitt sér að söngnum. — Það er mikið betra að vera sagður góður söngvari eða bassaleikari, sagði Oli, — heldur en sæmilegur bassaleikari og sæmileg- ur söngvari. Pétur leit við hjá okkur hér á Vik- unni daginn fyrir Jónínuhátíðina, og við spjölluðum saman um stutta stund. — Ég get nú ekki neitað því, sagði hann, — að mig langar oft að grípa í bassann. En nú er ég farinn að einbeita mér að því að syngja, það er að segja, að nú er ég farinn að geta einbeitt mér, og það þýðir að ég hlýt að vera í framför. Mér finnst það allavega sjálfum. Fyrst til að byrja með var ég óskaplega ó- styrkur og varð alltaf að hafa eitt- hvað í höndunum, en nú er ég far- — Nei, ég var aldrei hræddur við að vera ,,arftaki" Jónasar, eins og þú kallar það, því að með þessum mönnum finnst mér allir vegir færir. Við höfum verið að dreifa meira úr lagavalinu, einskorða okkur ekki við einhverja vissa hljómsveit, eins bar eitthvað á áður en ég byrjaði. Rétt áður en Jónas hætti æfðu þeir lítið eins og gefur að skilja, og þá var fólk að segja: — Hvað er þetta, hef- ur engin Jethro Tull-plata komið út nýlega? Svo höfum við verið með tvö lög frá Flock, og sjálfsagt meg- um við búast við því einhverntíma að fólk fari að spyrja hvort ekki sé til nýleg plata með þeim. Annars er það merkilegt, að áður en ég byrj- aði í Náttúru, hafði ég ekkert álit á mér sem söngvara, og var alltaf að reyna að fá söngvara í Pops svo ég ÞJOÐLAGAHÁTÍÐ í TONABÆ Á fimmtudaginn kemur, 22. októ- ber, verður haldin Þjóðlagahátíð í Tónabæ. Það er þjóðlaga- og visna- klúbburinn Vikivaki sem að hátíð- inni stendur, en sá sami klúbbur stóð fyrir fyrstu þjóðlagahátíðinni sem haldin var hérlendis í fyrra- haust. Vikivaki hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir þjóðlagakvöldum og kynningum í Tónabæ við miklar vinsældir, og verður þeirri starfsemi haldið áfram í vetur, en þó eru möguleikar á að starfseminni verði háttað á eitthvern annan hátt, þar sem klúbburinn er að losna úr svo nánum tengslum við Æskulýðsráð Reykjavíkur. Á þjóðlagahátíðinni á fimmtudag- inn, sem hefst klukkan 20.00, koma m.a. fram Ríó-tríóið, Þrjú á palli, Fiðrildi, Kristín Ólafsdóttir, Lítið eitt, Árni Johnsen, Sverrir og Moody, Mary McDowell, bandarisk söngkona sem hér er búsett, að minnsta kosti um stundarsakir, og margir fleiri. Aðgangseyri verður stillt í hóf, og ef miða á við aðsókn í fyrra, verða margir frá að hverfa. 32 VIKAN 42 tw.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.