Vikan


Vikan - 15.10.1970, Blaðsíða 41

Vikan - 15.10.1970, Blaðsíða 41
það ekki, sagði hann hlæjandi. Skyldu allir Bandaríkjamenn vera svona blátt áfram, hugsaði Cathy. En þvl varð ekki neitað, að hann var mjög geðfelldur. Hún leit í kringum sig. Ennþá var enginn leigu- bíll sjáanlegur. Hún leit á farang- urinn sinn og síðan upp til himins. Það var útlit fyrir rigningu....... Hikandi brosti hún til hans. — Þér komið þá, sagði hann von- góður. — Já, ætli það ekki, svaraði hún loks. — Gott! Aldeilis stórfínt, sagði hann og var glaður eins og litill strákur. — Eg skal halda á töskun- um. Hann greip töskurnar í flýti og hún fylgdi honum yfir götuna. Hann opnaði farangursgeymsluna á bláa Volkswagen-bílnum, setti töskurnar inn og kom síðan og opnaði hurð- ina fyrir henni. Hann var snöggur í hreyfingum og gerði þetta allt í einni svipan. En þegar hún hikaði og steig ekki inn í bílinn, horfði hann svo fast og lengi á hana, að hún — Ég er ekkert hrifin af að dekra við hann, en það borgar sig! fór hjá sér. — Eg heiti Kenneth Daly, sagði hann loks. — Velkomin til San Fran- cisco. — Takk. Eg heiti Cathy Palmer. Rödd hans lýsti sama ákafanum og augu hans, þegar hann sagði: — Cathy. . . . það er fallegt nafn. Ég finn á mér, að þessi dagur verð- ur mjög mikilvægur — fyrir okkur bæði. Hún leit undan augnatilliti hans. Allt frá fyrstu stundu hafði hún tekið eftir, hve blá augu hans voru, en nú fannst henni þau óþægilega ágeng. Henni var alls ekki um það, hve oft og ákaft hann starði á hana. Var ekki eitthvað einkenni- legt við hann? Ef til vill hafði ver- ið rangt af henni að fara með honum. Hún stóð enn kyrr og hik- aði við að fara inn í bílinn til hans. — Kannski að ég taki mér heldur leigubíl, sagði hún lágt. Hann horfði stöðugt á hana: — Eruð þér hræddar við mig? — Nei, en — Jú, það eruð þér einmitt. Fyrir- gefið mér, en ég get ekki staðizt freistinguna að stara á yður. Þér eruð svo óvenjulega falleg. Þetta kitlaði hégómagirnd henn- ar. Hann hélt áfram: — En ég fullvissa yður um, að ég er ekki hættulegur að neinu leyti. Komið nú inn í bílinn. Mig langar aðeins til að rétta yður hjálp- arhönd. Hann lagði aðra höndina á hjarta- stað, hneigði sig djúpt og sagði: — Yðar auðmjúkur þjónn, ung- frú góð. Þetta gat Cathy ekki staðizt. í skyndi tók hún handfylli af snjó af bílþakinu og skellti aftan á hnakk ann á honum. — Að hugsa sér, sagði hún um leið og hún steig inn í bílinn — Aldrei hefði ég trúað því, að það væri til snjór í San Francisco. Var þetta ekki hressandi? Ken Daly reiddist ekki, hann hló bara. Hann var talsvert drjúgur með sig, þegar hann settist við stýrið. Honum hafði tekizt það, sem hann hafði einsett sér, um leið og hann sá þessa Ijóshærðu stúlku á gang- stéttinni. Hann vildi kynnast henni strax, og nú var allt útlit fyrir, að það mundi takast. Þar sem hann sat nú við hlið henni, var hann staðráðinn í að klófesta hana. Hann hafði einmitt alla tíð leitað að stúlku af þessu tagi, stúlku, sem var aædd ósvik- inni og væmnislausri fegurð. Það var eitthvað ungt, óspillt og ferskt við hana. Hann var sannfærður um, að hún hafði ekki verið með möro- um karlmönnum áður. Og nú hafði honum tekizt að lokka hana inn í bílinn sinn. Nú átti hún sér engrar undankomu auðið. Hann hló. um leið og hann sló snjóinn af hnakk- anum. Þegar Ken vaknaði morguninn eftir, leit hann strax á klukkuna. Hana vantaði fimmtán mínútur i níu. Hann ákvað að bíða til klukk- GERIÐ BEZTU KAUP I HÚS- GÖGNUM SEM ÞÉR HUGSAN- LEGA GETIÐ GERT. Sendum hvert á land sem er. AUÐBREKKU 59 KÓPAVOGI sími 42400 an n(u með að hringja til Cathy. Hann teygði sig eftir sígarettupakka á náttborðinu, tók eina úr honum og kveikti í henni. Hann naut þess í ríkum mæli að liggja í rúminu og reykja fyrstu sígarettu dagsins. Þegar hann skildi við hana fyrir utan gistihús hennar í gær, hafði hún fallist á, að hann mætti hringja til hennar í dag. í bílnum höfðu þau mest talað um hana og hvers vegna hún var komin til Ameríku. Hún hafði sagt, að hún væri aug- lýsingateiknari, og þá hafði hann stungið upp á, að þau færu á vinnu stofu hans og stöldruðu þar við andartak, svo að hann gæti litið á teikningarnar hennar. En hún hafði sagzt vera orðin of þreytt. Ken hló með sjálfum sér. Hún hafði farið hjá sér í hvert skipti sem hann horfði of lengi á hana, og af þvi leiddi, að hann ákvað að vera var- kárari gagnvart henni f framtiðinni. Það var líklega eins gott að flana ekki að neinu, þegar Cathy Palmer átti ( hlut. Hún var ekki áhrifa- gjörn og örlynd. Það var bersýni- legt, að hún fylltist tortryggni gagn- vart mönnum, sem voru of hrein- skilnir og ágengir við hana. Ken bylti sér í rúminu og leit í kringum sig. Vinnustofan hans var f rauninni aðeins lítið og óásjálegt herbergi í gömlu húsi í útjaðri Haight-Ashbury. Þegar hann hafði komið til San Francisco, hafði hann tekið það á leigu með það í hugsa, að hann mundi brátt geta fengið sér eitthvað betra, strax og hann væri búinn að koma sér vel fyrir og væri farinn að þéna mikla pep- inga. Fjögur ár voru liðin síðan, en hann bjó hér enn, og ennþá leit hann á þessa óhrjálegu vinnustofu sfna sem bráðabirgðahúsnæði. Hann lét augun hvarfla um her- bergið. Á veggnum yzt til vinstri við rúmið var uppstækkuð, svart- hvít Ijósmynd af nakinni, ungri móður með barn í kjöltu sér. Unga móðirin sat á rekaviðardrumb á ströndinni, hún hló við barni sínu og sftt hárið flaksaðist í vindinum. Þetta var stærsta myndin, sem hékk á þessum vegg, en allar hinar voru 42. tbi. vikiAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.