Vikan


Vikan - 15.10.1970, Blaðsíða 6

Vikan - 15.10.1970, Blaðsíða 6
Atbugiðf HEIMILISTÆKI: Frystikistur, 270, 350 og 550 I. Frystiskápar, 160 og 400 I. Kæli- og frystiskápar 220 I. frystir, 170 I. Kælir. Kæliskápar 150, 240 og 400 I. Gaskæliskápar í sumarbústaði. Eldavélaviftur. Eldavélar, þrjár mismunandi gerðir. Rafmagns- og gashellur. Olíuofnar, þrjár stærðir. Gufubaðsofnar. Einnig glæsilegt úrval af lömpum og gjafavörum. RAFTÆKJAVERZLUN H. Q. (Judjónssoo Stigahlíð 45, Suðurveri, sími 37637. Skelegg skötuhjú Kæri Póstur! Það hefur talsvert verið rifizt um það að undanförnu, hvort glæpamyndir í sjónvarpinu séu hættulegar fyrir börnin eða ekki. Ég hef fylgzt með þessum um- ræðum og fæ ekki skilið hvern- ig nokkur maður getur haldið því fram, að það sé „skemmti- legt“ og „gagnlegt" að horfa á svæsnar glæpamyndir, þar sem morð og annar óhugnaður ræður ríkjum. Mér finnst það liggja svo í hlutarins eðli, að slíkur ófögnuður hafi slæm áhrif á næmgeðja börn (og fullorðna reyndar líka), að ekki þurfi að eyða mörgum orðum að því. É'g skil ekkert i sjónvarpinu okkar að vanda ekki betur val sitt á framhaldsþáttum og kvikmynd- um. Nýjasta ,,snilldin“ hjá þeim er þáttúr, sem heitir „Skelegg skötuhjú". Þessi þáttur er ein- hver sá furðulegasti og lélegasti samsetningur, sem ég hef nokk- urn tíma séð. Það vantar ekki, að þarna eru alls konar ólíkleg- ustu afbrigði af geðveikum morðingjum og misyndismönn- um. En þó er svo að sjá, að minnsta kosti öðru hverju, að þetta eigi allt saman að vera tómt grin. Ja, þvílíkt grín! Ég skora eindregið á sjónvarpið að hætta nú þegar við þennan myndaflokk, jafnvel þó búið sé að kaupa eitthvað ákveðið magn af bonum. Það er nóg af óhugn- aðinum fyrir í sjónvarpinu, þótt ekki sé þessari viðurstyggilegu vitleysu bætt ofan á. Með þökk fyrir birtinguna. H. Þett-> voru sveimér hressilegar skamrn.r oc ekki á hver.ium degi, sem Póstinum berst svo skorin- ort Uréf. við erum sammála h-éfrjtara í meginatriðum, þótt ef tit viU sé of diúnt tekið í ár- inni hjá honum. Umræddir þætt- ir ern alveg misheponaðir og mættu missa sín — Póstinum að meinalausu. Öqutæqi oí? ös:umenn Minn elskulegi Póstur! Ás+arþakkir fyrir birtingu á seinasta bréfi mínu. En nú þarf ég að koma einni kvörtun á framfæri. » Mér finnst efni íslenzka ríkis- útvarpsins gott að einu undan- skildu: Umferðarþátturinn um kl. 13. Þessir menn, sem eru allt- af að vara okkur við hættum í sambandi við ökutækin, geta al- drei sagt annað en „ögutægi og ögumenn". Þessi latmælgi fer svo ferlega í taugarnar á mér. Nú kann sumum að virðast þetta engu máli skipta, hvort sagt er ökutæki eða „ögutægi". En þeg- ar maður þarf að hlusta á sömu rulluna um „ögutægi og ögu- menn“ dag eftir dag, fer maður alveg úr jafnvægi, að minnsta kosti ég. Ég grátbið þá, sem flytja um- ferðarþáttinn í útvarpinu að reyna, þó ekki væri nema reyna, að segja ökutæki og ökumenn. Góði Póstur! Ég þakka fyrir- fram fyrir birtinguna. Hafðu það gott. Sigga frá Saurabæli. Við komum þessari umkvörtun hér með á framfæri. Það er hverju orði sannara, að Iatmælgi sumra manna hér fyrir sunnan er ósköp hvimleið. Björn Sigfús- son, háskólabókavörður, gerði eitt sinn gys að þessu á skemmti- legan hátt í sjálfu útvarpinu. Hann sagði, að það væri dapur- legt að hlusta á menn, sem hefðu mikið á milli handanna, segjast hafa „migið“ á miili handanna! Úti á nóttunni Kæri Póstur! Ég hef áður skrifað þér og ég fór eftir svari þínu og sé ekki eftir því. Nú langar mig til að biðja þig að hjálpa mér aftur. Ég er alveg ofsalega hrifin af strák og hann er hrifinn af mér. Við erum búin að vera saman í eina viku og þessa viku hef ég ekki komið heim fyrr en seint á nóttunni. Mamma veit með hvaða strák ég er. Henni er ekki beinlínis illa við hann, en samt ekkert vel við hann heldur. Hún vill til dæmis ekki, að ég sé með hon- um. Eg hef ekki farið eftir því, sem hún hefur sagt, og nú er hún búin að setja mig í straff. Ég veit það sjálf, að ég hef breytzt, síðan ég kynntist þess- um strák, og mömmu er illa við það. Nú, kæri Póstur, langar mig að biðja þig að hjálpa mér. —■ Hvað á ég að gera? Á ég að bjóða honum og fleiri vinum heim, svo að ég þurfi ekki að vera eins lengi úti á kvöldin? Eða á ég að halda áfram að vera næturgestur í öðrum húsum? Vonandi fæ ég svar fljótt. Fyrirfram þökk. Ein í vandræðum. (j VIKAN 42- tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.